Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er jarðhnik?

Orðið jarðhnik kom fram upp úr 1970 og var á sínum tíma tilraun til þýðingar á enska orðinu „tectonics“, en meðal annarra tillagna voru „jarð-ið“ og „jarðmjak.“ Ekkert þessara orða hefur náð verulegri fótfestu, jarðhnik þó helst, en oftast er talað um „tektóník“ eða einfaldlega „jarðskorpuhreyfingar.“ Gallinn við öll íslensku orðin er sá að þau lýsa ferli en enska orðið ástandi (ferlið væri til dæmis „tectonic movements“).

Burtséð frá orðmyndunarfræði, þá merkir jarðhnik (e. tectonics) jarðskorpuhreyfingar og afleiðingar þeirra, einkum stóru línurnar í þessum ferlum. Hugtakið er nátengt „strúktúrjarðfræði“ (e. structural geology) sem yfirleitt vísar til staðbundnari athugana og fyrirbæra.

Dæmi um „jarðhnikshugsun“ er til dæmis flekakenningin í heild sinni: jarðskorpan skiptist í fleka sem rekur um jarðarkringluna. Þar sem þá rekur sundur myndast úthafshryggir, þar sem þá rekur saman myndast niðurstreymisbelti og yfir þeim fellingafjöll eða eyjabogar.

Dæmi um „strúktúrjarðfræðilega hugsun“ er það að rispur (e. slickensides) á misgengisfleti benda til þess að tiltekin hreyfing (til dæmis lárétt) hafi átt sér stað, kornastærðadreifing í jarðlagi sannar að það „snýr öfugt“ og lega kristalla í tilteknu bergi sýnir í hvernig spennusviði það myndbreyttist.

Þannig mætti segja að „tektóník“ nálgist viðfangsefnið — jarðskorpuhreyfingar að fornu og nýju — frá sjónarhóli jarðeðlisfræði en „strúktúrjarðfræði“ frá sjónarhóli jarðfræði.

Útgáfudagur

6.10.2003

Spyrjandi

Ingibjörg Björnsdóttir

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvað er jarðhnik?“ Vísindavefurinn, 6. október 2003. Sótt 20. nóvember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=3779.

Sigurður Steinþórsson. (2003, 6. október). Hvað er jarðhnik? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3779

Sigurður Steinþórsson. „Hvað er jarðhnik?“ Vísindavefurinn. 6. okt. 2003. Vefsíða. 20. nóv. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3779>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Ingibjörg V. Kaldalóns

1968

Ingibjörg V. Kaldalóns er lektor í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið HÍ. Í rannsóknum sínum hefur Ingibjörg einkum beint sjónum að starfsháttum í grunnskólum, velfarnaði nemenda og kennara í skólastarfi og hvernig hagnýta megi rannsóknir jákvæðrar sálfræði í uppeldi og menntastarfi.