Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hvaða nöfnum má skíra börn og hvað má ekki skíra?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Á Íslandi eru í gildi lög um mannanöfn frá árinu 1996. Í þeim kemur meðal annars fram að skylt er að gefa barni nafn innan sex mánaða frá fæðingu þess. Sé það ekki gert er hægt að leggja 1.000 kr. dagsektir á forsjármenn þangað til barnið hefur fengið nafn.

Samkvæmt lögunum er fullt nafn einstaklings eiginnafn eða -nöfn, millinafn og kenninafn. Eiginnöfn og millinafn geta ekki verið fleiri en þrjú samtals.

Dómsmálaráðherra skipar svonefnda mannanafnanefnd sem hefur meðal annars það verkefni að semja skrá um eiginnöfn og millinöfn sem teljast heimil skv. 5. og 6. grein laga um mannanöfn. Eins og fram kemur á heimasíðu dómsmálaráðuneytisins gilda þessar meginreglur um eiginnöfn:
  • Nafnið þarf að geta tekið íslenskri eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli.
  • Það má ekki brjóta í bága við íslenskt málkerfi.
  • Það skal ritað í samræmi við íslenskar ritvenjur nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess.
  • Það má ekki vera þannig að það geti orðið þeim sem ber það til ama.
  • Stúlku má aðeins gefa kvenmannsnafn og dreng aðeins karlmannsnafn.
Mannanafnanefnd hefur einnig það hlutverk að skera úr ágreiningmálum sem upp koma um nafngjafir og nafnritun.

Svarið við spurningunni hér að ofan er þess vegna að finna í mannanafnaskrá. Hér er listi yfir öll samþykkt eiginnöfn stúlkna. En þar er meðal annars að finna nöfnin:
  • Atena
  • Eneka
  • Ingimaría
  • Mundheiður
  • Tryggvína
  • Þúfa

Hér er listi yfir samþykkt eiginnöfn drengja. Þar er meðal annars að finna nöfnin:
  • Brynsteinn
  • Fjólmundur
  • Mekkinó
  • Októ
  • Tístran
  • Öndólfur

Einnig er sérstakur listi yfir nöfn sem innihalda 'th' og annar listi yfir öll samþykkt millinöfn.

Að lokum er rétt að birta lista yfir nöfn sem mannanafnanefnd hefur hafnað. Á þeim lista eru til dæmis eiginnöfnin:
  • Heiðaringi
  • Kosmo
  • Vídó
  • Naomi

og millinöfnin:
  • Finngálkn
  • Zeppelin
Piltar mega þess vegna heita þessum nöfnum og stúlkur þessum nöfnum en strákar og stelpur mega ekki bera þessi nöfn.

Ef forráðamenn ætla að gefa börnum önnur nöfn en er að finna á listunum er þeim bent að hafa samband við mannanafnanefnd, annað hvort í síma 551-5230 eða með því að senda bréf í Pósthólf 7049, 127 Reykjavík. Mannanafnanefnd úrskurðar um lögmæti nafna sem ekki eru í mannanafnaskrá innan fjögurra vikna frá því að beiðni berst.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

9.10.2003

Spyrjandi

Vaka Dögg Björnsdóttir, f. 1985
Una B. Jónsdóttir, f. 1989

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvaða nöfnum má skíra börn og hvað má ekki skíra?“ Vísindavefurinn, 9. október 2003. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3791.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2003, 9. október). Hvaða nöfnum má skíra börn og hvað má ekki skíra? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3791

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvaða nöfnum má skíra börn og hvað má ekki skíra?“ Vísindavefurinn. 9. okt. 2003. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3791>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða nöfnum má skíra börn og hvað má ekki skíra?
Á Íslandi eru í gildi lög um mannanöfn frá árinu 1996. Í þeim kemur meðal annars fram að skylt er að gefa barni nafn innan sex mánaða frá fæðingu þess. Sé það ekki gert er hægt að leggja 1.000 kr. dagsektir á forsjármenn þangað til barnið hefur fengið nafn.

Samkvæmt lögunum er fullt nafn einstaklings eiginnafn eða -nöfn, millinafn og kenninafn. Eiginnöfn og millinafn geta ekki verið fleiri en þrjú samtals.

Dómsmálaráðherra skipar svonefnda mannanafnanefnd sem hefur meðal annars það verkefni að semja skrá um eiginnöfn og millinöfn sem teljast heimil skv. 5. og 6. grein laga um mannanöfn. Eins og fram kemur á heimasíðu dómsmálaráðuneytisins gilda þessar meginreglur um eiginnöfn:
  • Nafnið þarf að geta tekið íslenskri eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli.
  • Það má ekki brjóta í bága við íslenskt málkerfi.
  • Það skal ritað í samræmi við íslenskar ritvenjur nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess.
  • Það má ekki vera þannig að það geti orðið þeim sem ber það til ama.
  • Stúlku má aðeins gefa kvenmannsnafn og dreng aðeins karlmannsnafn.
Mannanafnanefnd hefur einnig það hlutverk að skera úr ágreiningmálum sem upp koma um nafngjafir og nafnritun.

Svarið við spurningunni hér að ofan er þess vegna að finna í mannanafnaskrá. Hér er listi yfir öll samþykkt eiginnöfn stúlkna. En þar er meðal annars að finna nöfnin:
  • Atena
  • Eneka
  • Ingimaría
  • Mundheiður
  • Tryggvína
  • Þúfa

Hér er listi yfir samþykkt eiginnöfn drengja. Þar er meðal annars að finna nöfnin:
  • Brynsteinn
  • Fjólmundur
  • Mekkinó
  • Októ
  • Tístran
  • Öndólfur

Einnig er sérstakur listi yfir nöfn sem innihalda 'th' og annar listi yfir öll samþykkt millinöfn.

Að lokum er rétt að birta lista yfir nöfn sem mannanafnanefnd hefur hafnað. Á þeim lista eru til dæmis eiginnöfnin:
  • Heiðaringi
  • Kosmo
  • Vídó
  • Naomi

og millinöfnin:
  • Finngálkn
  • Zeppelin
Piltar mega þess vegna heita þessum nöfnum og stúlkur þessum nöfnum en strákar og stelpur mega ekki bera þessi nöfn.

Ef forráðamenn ætla að gefa börnum önnur nöfn en er að finna á listunum er þeim bent að hafa samband við mannanafnanefnd, annað hvort í síma 551-5230 eða með því að senda bréf í Pósthólf 7049, 127 Reykjavík. Mannanafnanefnd úrskurðar um lögmæti nafna sem ekki eru í mannanafnaskrá innan fjögurra vikna frá því að beiðni berst.

...