Sólin Sólin Rís 09:58 • sest 16:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:22 • Sest 09:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:27 • Síðdegis: 17:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:45 • Síðdegis: 23:59 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:58 • sest 16:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:22 • Sest 09:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:27 • Síðdegis: 17:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:45 • Síðdegis: 23:59 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru endurhverf viðskipti?

Gylfi Magnússon

Endurhverf viðskipti felast í því að selja einhverja eign og semja um leið um að kaupa hana aftur síðar. Frá sjónarhóli þess sem kaupir hefur hann þá um leið samið um að selja eignina upphaflega seljandanum aftur síðar.

Þetta kunna að virðast undarlegir viðskiptahættir en í reynd má líta á svona sölu og kaup síðar sem lánsviðskipti þar sem lánveitandinn fær veð í eigninni sem gengur kaupum og sölu. Tökum dæmi: A selur B hlutabréf í C hf. 1. janúar 2003. Söluverðið er 1 milljón króna. Þeir semja jafnframt um að ári síðar, 1. janúar 2004, selji B sömu hlutabréf aftur til A fyrir 1,1 milljón króna. Það má líta á þetta sem lánsviðskipti þar sem B lánar A eina milljón króna til eins árs, með 10% vöxtum og fær hlutabréfin í C hf. að veði.

Seðlabanki Íslands stundar meðal annars endurhverf viðskipti.

Ef A getur ekki greitt 1,1 milljón króna á réttum tíma getur B átt bréfin áfram eða selt þau öðrum. Í svona hlutabréfaviðskiptum getur flækt málin að ákveða þarf hvernig fara þarf með hugsanlegar arðgreiðslur, það er hvort A eða B fái þær, og hvor fari með atkvæðin sem fylgja bréfunum á hluthafafundum en hér verður ekki farið nánar út í slík samningsatriði.

Endurhverf verðbréfaviðskipti eru algeng á Íslandi og til dæmis notar Seðlabankinn þau mikið. Hann býður lánastofnunum vikulega að selja sér verðbréf í endurhverfum viðskiptum. Lánastofnanirnar láta þá verðbréfin af hendi, fá peninga frá Seðlabankanum og kaupa bréfin síðan aftur af Seðlabankanum 14 dögum síðar á ívið hærra verði. Verðbréfin sem Seðlabankinn samþykkir í svona viðskiptum þurfa að vera ríkistryggð og á viðskiptavakt í Kauphöll Íslands.

Einnig þekkist að semja um að seljandi hafi rétt til að kaupa aftur þær eignir sem hann seldi en sé ekki skyldaður til þess. Hinn möguleikinn þekkist líka, að kaupandinn hafi rétt til að selja upphaflegum seljanda eign aftur en sé ekki skyldaður til þess.

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

15.10.2003

Spyrjandi

Grétar Bjarnason

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvað eru endurhverf viðskipti?“ Vísindavefurinn, 15. október 2003, sótt 15. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3797.

Gylfi Magnússon. (2003, 15. október). Hvað eru endurhverf viðskipti? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3797

Gylfi Magnússon. „Hvað eru endurhverf viðskipti?“ Vísindavefurinn. 15. okt. 2003. Vefsíða. 15. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3797>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru endurhverf viðskipti?
Endurhverf viðskipti felast í því að selja einhverja eign og semja um leið um að kaupa hana aftur síðar. Frá sjónarhóli þess sem kaupir hefur hann þá um leið samið um að selja eignina upphaflega seljandanum aftur síðar.

Þetta kunna að virðast undarlegir viðskiptahættir en í reynd má líta á svona sölu og kaup síðar sem lánsviðskipti þar sem lánveitandinn fær veð í eigninni sem gengur kaupum og sölu. Tökum dæmi: A selur B hlutabréf í C hf. 1. janúar 2003. Söluverðið er 1 milljón króna. Þeir semja jafnframt um að ári síðar, 1. janúar 2004, selji B sömu hlutabréf aftur til A fyrir 1,1 milljón króna. Það má líta á þetta sem lánsviðskipti þar sem B lánar A eina milljón króna til eins árs, með 10% vöxtum og fær hlutabréfin í C hf. að veði.

Seðlabanki Íslands stundar meðal annars endurhverf viðskipti.

Ef A getur ekki greitt 1,1 milljón króna á réttum tíma getur B átt bréfin áfram eða selt þau öðrum. Í svona hlutabréfaviðskiptum getur flækt málin að ákveða þarf hvernig fara þarf með hugsanlegar arðgreiðslur, það er hvort A eða B fái þær, og hvor fari með atkvæðin sem fylgja bréfunum á hluthafafundum en hér verður ekki farið nánar út í slík samningsatriði.

Endurhverf verðbréfaviðskipti eru algeng á Íslandi og til dæmis notar Seðlabankinn þau mikið. Hann býður lánastofnunum vikulega að selja sér verðbréf í endurhverfum viðskiptum. Lánastofnanirnar láta þá verðbréfin af hendi, fá peninga frá Seðlabankanum og kaupa bréfin síðan aftur af Seðlabankanum 14 dögum síðar á ívið hærra verði. Verðbréfin sem Seðlabankinn samþykkir í svona viðskiptum þurfa að vera ríkistryggð og á viðskiptavakt í Kauphöll Íslands.

Einnig þekkist að semja um að seljandi hafi rétt til að kaupa aftur þær eignir sem hann seldi en sé ekki skyldaður til þess. Hinn möguleikinn þekkist líka, að kaupandinn hafi rétt til að selja upphaflegum seljanda eign aftur en sé ekki skyldaður til þess.

Mynd:...