Sólin Sólin Rís 11:12 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:42 • Sest 07:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:28 • Síðdegis: 15:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:48 • Síðdegis: 22:07 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:12 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:42 • Sest 07:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:28 • Síðdegis: 15:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:48 • Síðdegis: 22:07 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað merkir peningaþvætti?

Gylfi Magnússon

Talað er um að þvo peninga eða peningaþvætti þegar uppruni illa fengis fjár er hulinn svo að þess virðist hafa verið aflað með löglegri starfsemi. Tilgangurinn er að reyna að koma í veg fyrir að upp komist að einhver á illa fengið fé en gera honum engu að síður kleift að nota það.

Sem dæmi má nefna að maður sem situr uppi með mikið af seðlum sem eru afrakstur þjófnaðar eða fíkniefnasölu á væntanlega erfitt með að útskýra fyrir viðskiptabanka sínum hvers vegna hann vill leggja svo mikið reiðufé inn á reikning. Það myndi líka vekja athygli ef hann reyndi að kaupa sér dýran bíl eða fasteign og greiddi fyrir með reiðufé.



Þess vegna er freistandi fyrir hann að þvo féð, það er láta líta út fyrir að þess hafi verið aflað heiðarlega. Hann gæti til dæmi fengið kunningja sinn sem rekur verslun sem hefur miklar tekjur í reiðufé til að taka við fénu og setja sig á launaskrá í staðinn. Þá fær hann reiðufénu breytt í laun sem hann getur lagt inn á bankareikning og tekið þaðan út og notað án þess að mikið beri á því.

Peningaþvætti er ólöglegt, bæði á Íslandi og víðast hvar annars staðar, þótt misjafnt sé hve langt er gengið í að uppræta það. Um þetta fjalla lög nr. 80 frá 1993 með síðari breytingum um aðgerðir gegn peningaþvætti. Þau lög leggja meðal annars ríka skyldu á fjármálastofnanir að reyna að koma í veg fyrir að þær séu notaðar til peningaþvættis.

Mynd:

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hvað er átt við þegar glæpaklíkur hvítþvo peninga?

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

17.10.2003

Spyrjandi

Þröstur Helgason
Júlíus Ingimundarson

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvað merkir peningaþvætti?“ Vísindavefurinn, 17. október 2003, sótt 12. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3805.

Gylfi Magnússon. (2003, 17. október). Hvað merkir peningaþvætti? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3805

Gylfi Magnússon. „Hvað merkir peningaþvætti?“ Vísindavefurinn. 17. okt. 2003. Vefsíða. 12. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3805>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað merkir peningaþvætti?
Talað er um að þvo peninga eða peningaþvætti þegar uppruni illa fengis fjár er hulinn svo að þess virðist hafa verið aflað með löglegri starfsemi. Tilgangurinn er að reyna að koma í veg fyrir að upp komist að einhver á illa fengið fé en gera honum engu að síður kleift að nota það.

Sem dæmi má nefna að maður sem situr uppi með mikið af seðlum sem eru afrakstur þjófnaðar eða fíkniefnasölu á væntanlega erfitt með að útskýra fyrir viðskiptabanka sínum hvers vegna hann vill leggja svo mikið reiðufé inn á reikning. Það myndi líka vekja athygli ef hann reyndi að kaupa sér dýran bíl eða fasteign og greiddi fyrir með reiðufé.



Þess vegna er freistandi fyrir hann að þvo féð, það er láta líta út fyrir að þess hafi verið aflað heiðarlega. Hann gæti til dæmi fengið kunningja sinn sem rekur verslun sem hefur miklar tekjur í reiðufé til að taka við fénu og setja sig á launaskrá í staðinn. Þá fær hann reiðufénu breytt í laun sem hann getur lagt inn á bankareikning og tekið þaðan út og notað án þess að mikið beri á því.

Peningaþvætti er ólöglegt, bæði á Íslandi og víðast hvar annars staðar, þótt misjafnt sé hve langt er gengið í að uppræta það. Um þetta fjalla lög nr. 80 frá 1993 með síðari breytingum um aðgerðir gegn peningaþvætti. Þau lög leggja meðal annars ríka skyldu á fjármálastofnanir að reyna að koma í veg fyrir að þær séu notaðar til peningaþvættis.

Mynd:

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hvað er átt við þegar glæpaklíkur hvítþvo peninga?
...