Sólin Sólin Rís 03:26 • sest 23:27 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:21 • Sest 11:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:44 • Síðdegis: 24:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:37 • Síðdegis: 17:48 í Reykjavík

Hvaða kona er á svissneskum myntum?

Gylfi Magnússon

Á flestum svissneskum myntum sem nú eru í umferð er mynd af konu sem þarlendir nefna Helvetia. Helvetía er tákngervingur Sviss en latneska heiti landsins er Confederatio Helvetica. Helvetía er því ekki raunveruleg kona en gegnir svipuðu hlutverki fyrir Svisslendinga og fjallkonan fyrir Íslendinga. Íslendingar hafa raunar haft mynd af fjallkonunni á peningaseðlum áður fyrr en ekki þeim sem nú eru í umferð.Málverk af Helvetíu með skjöld og fána Sviss.

Fleiri lönd nota konu sem tákngerving landsins, til dæmis Bretar en þeir kalla sína Britanníu. Svisslendingar nota Helvetíu mikið og ímynd hennar skreytir nú bæði frímerki og peninga. Mynd hennar er á öllum svissneskum myntum sem nú eru í umferð nema einni. Þjóðhetja Svisslendinga, bogmaðurinn knái, Vilhjálmur Tell, er á 5 franka mynt.

Á frímerkjum og peningum frá Sviss er latneska heiti landsins notað sem getur verið ruglingslegt fyrir þá sem ekki þekkja landið undir því heiti. Upphafstafirnir, CH, eru líka notaðir til að einkenna svissneska bíla. Skýringin á því að Svisslendingar nota latneska heiti landsins út á við með þessum hætti er að í landinu eru fjögur opinber tungumál og með því að nota ekkert þeirra á frímerki og mynt er komist hjá því að gera upp á milli þeirra.

Erfitt væri að koma fyrir texta á fjórum tungumálum á mynt eða frímerki. Á peningaseðlunum er meira rými fyrir texta og því er hægt að gefa upp nafn útgefandans, svissneska seðlabankans, og upphæðina á öllum fjórum tungumálunum.

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

20.10.2003

Spyrjandi

Freyja Sigurðardóttir, f. 1987

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvaða kona er á svissneskum myntum?“ Vísindavefurinn, 20. október 2003. Sótt 30. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3808.

Gylfi Magnússon. (2003, 20. október). Hvaða kona er á svissneskum myntum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3808

Gylfi Magnússon. „Hvaða kona er á svissneskum myntum?“ Vísindavefurinn. 20. okt. 2003. Vefsíða. 30. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3808>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða kona er á svissneskum myntum?
Á flestum svissneskum myntum sem nú eru í umferð er mynd af konu sem þarlendir nefna Helvetia. Helvetía er tákngervingur Sviss en latneska heiti landsins er Confederatio Helvetica. Helvetía er því ekki raunveruleg kona en gegnir svipuðu hlutverki fyrir Svisslendinga og fjallkonan fyrir Íslendinga. Íslendingar hafa raunar haft mynd af fjallkonunni á peningaseðlum áður fyrr en ekki þeim sem nú eru í umferð.Málverk af Helvetíu með skjöld og fána Sviss.

Fleiri lönd nota konu sem tákngerving landsins, til dæmis Bretar en þeir kalla sína Britanníu. Svisslendingar nota Helvetíu mikið og ímynd hennar skreytir nú bæði frímerki og peninga. Mynd hennar er á öllum svissneskum myntum sem nú eru í umferð nema einni. Þjóðhetja Svisslendinga, bogmaðurinn knái, Vilhjálmur Tell, er á 5 franka mynt.

Á frímerkjum og peningum frá Sviss er latneska heiti landsins notað sem getur verið ruglingslegt fyrir þá sem ekki þekkja landið undir því heiti. Upphafstafirnir, CH, eru líka notaðir til að einkenna svissneska bíla. Skýringin á því að Svisslendingar nota latneska heiti landsins út á við með þessum hætti er að í landinu eru fjögur opinber tungumál og með því að nota ekkert þeirra á frímerki og mynt er komist hjá því að gera upp á milli þeirra.

Erfitt væri að koma fyrir texta á fjórum tungumálum á mynt eða frímerki. Á peningaseðlunum er meira rými fyrir texta og því er hægt að gefa upp nafn útgefandans, svissneska seðlabankans, og upphæðina á öllum fjórum tungumálunum.

Mynd:...