Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvernig verkar kaupmáli milli hjóna?

Magnús Viðar Skúlason

Kaupmáli er heiti á ákveðnu formi samnings sem hjón geta gert sín á milli þegar þau ganga í hjónaband eða síðar. Tilgangur kaupmála er að búa til það sem á lagamáli kallast séreign en það er eign sem annað hvort hjóna á og tilheyrir ekki félagsbúi þeirra. Séreignin er undanþegin skiptum ef til skilnaðar kemur. Meginreglan við lögskilnað er sú að eignum sem hafa myndast og orðið til við hjónabandið og búskapinn skal skipt til helminga á milli hjónanna. Ef kaupmáli kveður á um annað þá gildir hann þegar að skiptum kemur.

Um kaupmála almennt gilda hjúskaparlög nr. 31 frá árinu 1993. Í 11. kafla laganna er fjallað um samninga almennt milli aðila í hjónabandi, svo sem gjafagerninga og séreignir. Í 12. kafla er kveðið nánar á um form kaupmála. Kaupmála þarf að fara með til sýslumanns og þarf eintak af honum að liggja hjá sýslumanni í því umdæmi þar sem kaupmálinn er undirritaður. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið sér um að halda allsherjarskrá yfir alla kaupmála í landinu. Kaupmáli skal ávallt vera skriflegur. Hver sem er getur fengið aðgang að kaupmálum hjá sýslumanni og kynnt sér efni þeirra.

Höfundur

laganemi við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

5.11.2003

Spyrjandi

Guðmundur Björnsson

Tilvísun

Magnús Viðar Skúlason. „Hvernig verkar kaupmáli milli hjóna?“ Vísindavefurinn, 5. nóvember 2003. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3833.

Magnús Viðar Skúlason. (2003, 5. nóvember). Hvernig verkar kaupmáli milli hjóna? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3833

Magnús Viðar Skúlason. „Hvernig verkar kaupmáli milli hjóna?“ Vísindavefurinn. 5. nóv. 2003. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3833>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig verkar kaupmáli milli hjóna?
Kaupmáli er heiti á ákveðnu formi samnings sem hjón geta gert sín á milli þegar þau ganga í hjónaband eða síðar. Tilgangur kaupmála er að búa til það sem á lagamáli kallast séreign en það er eign sem annað hvort hjóna á og tilheyrir ekki félagsbúi þeirra. Séreignin er undanþegin skiptum ef til skilnaðar kemur. Meginreglan við lögskilnað er sú að eignum sem hafa myndast og orðið til við hjónabandið og búskapinn skal skipt til helminga á milli hjónanna. Ef kaupmáli kveður á um annað þá gildir hann þegar að skiptum kemur.

Um kaupmála almennt gilda hjúskaparlög nr. 31 frá árinu 1993. Í 11. kafla laganna er fjallað um samninga almennt milli aðila í hjónabandi, svo sem gjafagerninga og séreignir. Í 12. kafla er kveðið nánar á um form kaupmála. Kaupmála þarf að fara með til sýslumanns og þarf eintak af honum að liggja hjá sýslumanni í því umdæmi þar sem kaupmálinn er undirritaður. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið sér um að halda allsherjarskrá yfir alla kaupmála í landinu. Kaupmáli skal ávallt vera skriflegur. Hver sem er getur fengið aðgang að kaupmálum hjá sýslumanni og kynnt sér efni þeirra....