Sólin Sólin Rís 06:46 • sest 19:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:31 • Síðdegis: 14:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:45 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:46 • sest 19:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:31 • Síðdegis: 14:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:45 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Ef maður greiðir upp lán, þarf þá að borga áfallnar verðbætur? Ef svo er, þá af hverju?

Gylfi Magnússon

Ef verðtryggt lán er greitt upp áður en upphaflegur lánstími rennur út þá þarf lántakandinn að greiða verðbætur sem miðast við hækkun verðlags frá því að lánið var tekið og þangað til það er greitt upp. Þetta er eðlilegt enda á verðtryggingin að tryggja að endurgreiðslur lánsins rýrni ekki að raungildi vegna verðbólgu.

Lántakandinn þarf þó vitaskuld ekki að greiða neinar verðbætur vegna þeirrar hækkunar sem kann að verða á verðlagi frá því að hann greiðir lánið upp og þangað til upphaflegur lánstími rennur út. Það er því hægt að líta svo á að með því að greiða lánið upp snemma komi hann sér hjá því að greiða vexti og verðbætur sem ella hefðu fallið á lánið það sem eftir lifir upphaflegs lánstíma. Eftir stendur að lántakandinn verður að greiða upphaflega höfuðstólinn og vexti og verðbætur frá því að hann tók lánið og þangað til hann endurgreiðir það.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

10.11.2003

Spyrjandi

Hildur Katrín Rafnsdóttir

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Ef maður greiðir upp lán, þarf þá að borga áfallnar verðbætur? Ef svo er, þá af hverju?“ Vísindavefurinn, 10. nóvember 2003, sótt 13. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3850.

Gylfi Magnússon. (2003, 10. nóvember). Ef maður greiðir upp lán, þarf þá að borga áfallnar verðbætur? Ef svo er, þá af hverju? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3850

Gylfi Magnússon. „Ef maður greiðir upp lán, þarf þá að borga áfallnar verðbætur? Ef svo er, þá af hverju?“ Vísindavefurinn. 10. nóv. 2003. Vefsíða. 13. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3850>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Ef maður greiðir upp lán, þarf þá að borga áfallnar verðbætur? Ef svo er, þá af hverju?
Ef verðtryggt lán er greitt upp áður en upphaflegur lánstími rennur út þá þarf lántakandinn að greiða verðbætur sem miðast við hækkun verðlags frá því að lánið var tekið og þangað til það er greitt upp. Þetta er eðlilegt enda á verðtryggingin að tryggja að endurgreiðslur lánsins rýrni ekki að raungildi vegna verðbólgu.

Lántakandinn þarf þó vitaskuld ekki að greiða neinar verðbætur vegna þeirrar hækkunar sem kann að verða á verðlagi frá því að hann greiðir lánið upp og þangað til upphaflegur lánstími rennur út. Það er því hægt að líta svo á að með því að greiða lánið upp snemma komi hann sér hjá því að greiða vexti og verðbætur sem ella hefðu fallið á lánið það sem eftir lifir upphaflegs lánstíma. Eftir stendur að lántakandinn verður að greiða upphaflega höfuðstólinn og vexti og verðbætur frá því að hann tók lánið og þangað til hann endurgreiðir það.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:...