Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvenær var byrjað að rita ð á Íslandi?

Stafurinn þ var í elstu handritum ekki aðeins notaður í framstöðu (fremst í orði) eins og nú heldur einnig í innstöðu (inni í orði) og bakstöðu (aftast í orði) þar sem nú er skrifað ð, til dæmis þýða, það. Í þessum orðum var þá ritað þ þar sem nú er ð. Stafurinn ð er hingað kominn frá Norðmönnum sem tóku hann upp úr enskri skrift á undan Íslendingum.

Skrifarar hér á landi fara fyrst að nota ð á 13. öld og smám saman breiddist sú venja út að nota hann í stað þ í innstöðu og bakstöðu þannig að þ var orðið fátítt í þeirri stöðu snemma á 14. öld. Hins vegar var ekki aðeins ð notað í þessari stöðu í stað þ heldur einnig d sem farið var að nota sem önghljóð í innstöðu og bakstöðu á 13. öld og var orðið einrátt í þeirri stöðu á 14. öld. Þessi ritháttur barst einnig frá Noregi en um þetta leyti eru önghljóðin þ og ð að hverfa úr norsku máli. Eftir 1400 sést ð örsjaldan í íslenskum handritum.

Það var ekki fyrr en snemma á 19. öld að ð var tekið upp í prentuðum bókum. Hið íslenska bókmenntafélag lét til dæmis samþykkja með atkvæðagreiðslu að nota stafinn ð í bókum þess. Margar bækur voru hins vegar prentaðar með d í stað ð fram yfir miðja 19. öld. Almenningur fór ekki almennt að nota ð fyrr en seint á öldinni.

Helsta heimild:
  • Stefán Karlsson. 2000. Tungan. Stafkrókar. Bls. 50 og 62-63. Stofnun Árna Magnússonar, Reykjavík.


Á Vísindavefnum er einnig að finna svar við spurningunni:

Útgáfudagur

17.11.2003

Spyrjandi

Susanne Rudholm

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvenær var byrjað að rita ð á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 17. nóvember 2003. Sótt 5. desember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=3864.

Guðrún Kvaran. (2003, 17. nóvember). Hvenær var byrjað að rita ð á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3864

Guðrún Kvaran. „Hvenær var byrjað að rita ð á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 17. nóv. 2003. Vefsíða. 5. des. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3864>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Þorvaldur Gylfason

1951

Þorvaldur Gylfason er prófessor í hagfræði í HÍ. Rannsóknir Þorvalds spanna allbreitt svið: þjóðhagfræði, hagþróun, náttúruauðlindir og auðlindastjórn og stjórnskipun og stjórnarskrár.