Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Fyrir hvað stendur skammstöfunin GSM?

Elín Ásta Ólafsdóttir og Stefán Þórsson

Skammstöfunin GSM stendur fyrir ‘Global System for Mobile Communications’ sem mundi útleggjast á íslensku sem ‘heimskerfi fyrir farsímasamskipti’. Á íslensku hefur verið reynt að smíða mörg nýyrði yfir það sem á ensku kallast GSM eða Mobile phone, meðal annars hefur verið stungið upp á orðunum 'kortafarsími', 'hvutti', 'gripsími' og 'geimsími' en ekkert þeirra hefur náð að festa sig í sessi í íslenskri tungu.

Orðin gemsi og farsími hafa hins vegar náð talsverðri útbreiðslu, það fyrrnefnda sem hljóðlíking við ensku skammstöfunina. Gemsi merkir annars ‘gemlingur, eða veturgömul kind’ og í yfirfærðri merkingu er það haft um ‘ómerkilegan karlmann’.

Hér á Íslandi hóf GSM-kerfið göngu sína árið 1994 og síðan þá hafa farsímar orðið sífellt mikilvægari þáttur í daglegu lífi Íslendinga.

Hægt er að lesa meira um farsíma á Vísindavefnum í svari Hildar Jónsdóttur við spurningunni Hver fann upp á GSM-símum?

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Höfundar

nemandi í Laugalækjarskóla

nemandi í Borgaskóla

Útgáfudagur

24.11.2003

Spyrjandi

Magnús Gunnlaugsson, f. 1987

Tilvísun

Elín Ásta Ólafsdóttir og Stefán Þórsson. „Fyrir hvað stendur skammstöfunin GSM?“ Vísindavefurinn, 24. nóvember 2003. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3884.

Elín Ásta Ólafsdóttir og Stefán Þórsson. (2003, 24. nóvember). Fyrir hvað stendur skammstöfunin GSM? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3884

Elín Ásta Ólafsdóttir og Stefán Þórsson. „Fyrir hvað stendur skammstöfunin GSM?“ Vísindavefurinn. 24. nóv. 2003. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3884>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Fyrir hvað stendur skammstöfunin GSM?
Skammstöfunin GSM stendur fyrir ‘Global System for Mobile Communications’ sem mundi útleggjast á íslensku sem ‘heimskerfi fyrir farsímasamskipti’. Á íslensku hefur verið reynt að smíða mörg nýyrði yfir það sem á ensku kallast GSM eða Mobile phone, meðal annars hefur verið stungið upp á orðunum 'kortafarsími', 'hvutti', 'gripsími' og 'geimsími' en ekkert þeirra hefur náð að festa sig í sessi í íslenskri tungu.

Orðin gemsi og farsími hafa hins vegar náð talsverðri útbreiðslu, það fyrrnefnda sem hljóðlíking við ensku skammstöfunina. Gemsi merkir annars ‘gemlingur, eða veturgömul kind’ og í yfirfærðri merkingu er það haft um ‘ómerkilegan karlmann’.

Hér á Íslandi hóf GSM-kerfið göngu sína árið 1994 og síðan þá hafa farsímar orðið sífellt mikilvægari þáttur í daglegu lífi Íslendinga.

Hægt er að lesa meira um farsíma á Vísindavefnum í svari Hildar Jónsdóttur við spurningunni Hver fann upp á GSM-símum?

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna....