Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvernig fara geimverur í sturtu?

Ritstjórn Vísindavefsins

Einn af höfundum Vísindavefsins gaukaði að okkur eftirfarandi svari:
Skrúfa fyrst frá kalda vatninu, síðan heita vatninu.
Þetta er auðvitað stutta svarið en lesendur okkar væru fyrir löngu farnir frá okkur ef við hefðum lagt okkur eftir slíkum svörum.

Við erum hins vegar mikið fyrir það að kryfja texta spurninganna til mergjar. Hér er til dæmis ljóst að 'geimfarar' (Spatialis peregrinator eins og þeir nefnast á latínu) eru ein tegund af 'geimverum' (Spatiales). Þetta sést glöggt af íslensku orðunum en er ekki eins ljóst af enskum orðum eins og 'astronaut' (geimfari) eða 'alien' og 'extraterrestrial' (ET; geimvera). Þetta er því eitt dæmið um það að íslensk nýyrði eru stundum betri en erlendu orðin; ensku orðin fela í sér þann misskilning að mennirnir séu ekki líka geimverur!

Við minnum á þetta af því að við höfum þegar svarað spurningunni Hvernig fara geimfarar í sturtu? Þar sem við höfum (eðlilegan!) áhuga á úrgangsefnum mannslíkamans er þarna líka fjallað um þau. Við hvetjum áhugamenn um slík fræði til að lesa þetta svar eða rifja það upp.

Algengt er í spurningum sem við fáum að spyrjandi gefur sér eitthvað sem er í rauninni alls ekki augljóst. Til dæmis er hér hreint ekki ljóst að allar geimverur fari yfirleitt í sturtu. Sumar þeirra þurfa kannski alls ekkert að þrífa sig og aðrar eru tilneyddar að nota aðrar aðferðir til þess en sturtuna, til dæmis af því að þær búa við þyngdarleysi eins og lýst er í fyrrnefndu svari eða kannski af því að þær hafa vatn ekki tiltækt. Þetta síðara finnst okkur þó ekki sérlega líklegt því að menn hallast yfirleitt að því að vatn sé mikilvæg forsenda lífs.

Svo getur líka verið að margar geimverur hafi bara alls ekki uppgötvað þetta stórkostlega tæki, sturtuna, og sú sé ástæðan til þess að þær nota aðrar aðferðir. Áður en við förum að hneykslast á þess konar úrræðaleysi, fáfræði eða sóðaskap ættum við að rifja upp að það er ekkert sérstaklega langt síðan sturtan kom til sögunnar hjá okkur.

Hér rifjast líka upp sú staðreynd að orðið laugardagur í íslensku er til vitnis um það að forfeður okkar þvoðu sér einu sinni í viku. Þetta þótti svo merkilegt að heill dagur í vikunni fékk heiti eftir þessum sið og það var ekki af því að aðrir væru miklu þrifnari heldur þvert á móti.

Enda segja sumir að norrænir víkingar hafi notið mikillar kvenhylli á ferðum sínum vegna þess að þeir lyktuðu betur en aðrir karlmenn á svæðinu. Þetta er líka vel þekkt frá síðari tímum til dæmis þar sem bandarískir hermenn hafa numið lönd.

Kannski halda margir að geimverur geti ekki verið gæddar miklum kynþokka og karlmönnum jarðarinnar muni til að mynda ekki stafa mikil ógn af þeim þegar þær koma að heimsækja okkur. Þetta á trúlega rætur að rekja til hugarfóstra kvikmyndaiðnaðarins á borð við sjálfan ET í samnefndri kvikmynd eða 'Jabba the Hut' í Star Wars. En þetta gæti reynst tálvon þegar til kastanna kemur og væri þá kannski vissara að vera ekkert að kenna þeim á sturtu ef þær kunna það ekki þá þegar.

Reyndar telja margir fullljóst að einn tilgangurinn með því að senda Voyager-geimförin út í geiminn seint á áttunda áratug síðustu aldar hafi verið sá að koma í veg fyrir að jarðneskt hreinlæti yrði að stjarnfræðilegu viðmiði. Auk hvalahljóða, kveðju jarðarbúa á 60 tungumálum og ýmis konar tákna á stafrænu formi laumuðu snyrtilegir vísindamenn NASA með í pakkann stafrænu myndskeiði úr alræmdri hreinlætisviðvörunarmynd, Psycho, eftir kvikmyndaleikstjórann Alfred Hitchcook. Þeir sem aðhyllast þessa samsæriskenningu telja ljóst að geimverur sem kunna að koma til jarðar muni aldrei hætta sér í sturtu.

Mynd: CNN.com

Að lokum er þess að geta að þetta er föstudagssvar. Lesandi sem tekur alvarlega eitthvað sem í því stendur gerir það algerlega á eigin ábyrgð.

Útgáfudagur

28.11.2003

Spyrjandi

Guðrún Heiður Ísaksdóttir, f. 1989

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Hvernig fara geimverur í sturtu?“ Vísindavefurinn, 28. nóvember 2003. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3895.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2003, 28. nóvember). Hvernig fara geimverur í sturtu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3895

Ritstjórn Vísindavefsins. „Hvernig fara geimverur í sturtu?“ Vísindavefurinn. 28. nóv. 2003. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3895>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig fara geimverur í sturtu?
Einn af höfundum Vísindavefsins gaukaði að okkur eftirfarandi svari:

Skrúfa fyrst frá kalda vatninu, síðan heita vatninu.
Þetta er auðvitað stutta svarið en lesendur okkar væru fyrir löngu farnir frá okkur ef við hefðum lagt okkur eftir slíkum svörum.

Við erum hins vegar mikið fyrir það að kryfja texta spurninganna til mergjar. Hér er til dæmis ljóst að 'geimfarar' (Spatialis peregrinator eins og þeir nefnast á latínu) eru ein tegund af 'geimverum' (Spatiales). Þetta sést glöggt af íslensku orðunum en er ekki eins ljóst af enskum orðum eins og 'astronaut' (geimfari) eða 'alien' og 'extraterrestrial' (ET; geimvera). Þetta er því eitt dæmið um það að íslensk nýyrði eru stundum betri en erlendu orðin; ensku orðin fela í sér þann misskilning að mennirnir séu ekki líka geimverur!

Við minnum á þetta af því að við höfum þegar svarað spurningunni Hvernig fara geimfarar í sturtu? Þar sem við höfum (eðlilegan!) áhuga á úrgangsefnum mannslíkamans er þarna líka fjallað um þau. Við hvetjum áhugamenn um slík fræði til að lesa þetta svar eða rifja það upp.

Algengt er í spurningum sem við fáum að spyrjandi gefur sér eitthvað sem er í rauninni alls ekki augljóst. Til dæmis er hér hreint ekki ljóst að allar geimverur fari yfirleitt í sturtu. Sumar þeirra þurfa kannski alls ekkert að þrífa sig og aðrar eru tilneyddar að nota aðrar aðferðir til þess en sturtuna, til dæmis af því að þær búa við þyngdarleysi eins og lýst er í fyrrnefndu svari eða kannski af því að þær hafa vatn ekki tiltækt. Þetta síðara finnst okkur þó ekki sérlega líklegt því að menn hallast yfirleitt að því að vatn sé mikilvæg forsenda lífs.

Svo getur líka verið að margar geimverur hafi bara alls ekki uppgötvað þetta stórkostlega tæki, sturtuna, og sú sé ástæðan til þess að þær nota aðrar aðferðir. Áður en við förum að hneykslast á þess konar úrræðaleysi, fáfræði eða sóðaskap ættum við að rifja upp að það er ekkert sérstaklega langt síðan sturtan kom til sögunnar hjá okkur.

Hér rifjast líka upp sú staðreynd að orðið laugardagur í íslensku er til vitnis um það að forfeður okkar þvoðu sér einu sinni í viku. Þetta þótti svo merkilegt að heill dagur í vikunni fékk heiti eftir þessum sið og það var ekki af því að aðrir væru miklu þrifnari heldur þvert á móti.

Enda segja sumir að norrænir víkingar hafi notið mikillar kvenhylli á ferðum sínum vegna þess að þeir lyktuðu betur en aðrir karlmenn á svæðinu. Þetta er líka vel þekkt frá síðari tímum til dæmis þar sem bandarískir hermenn hafa numið lönd.

Kannski halda margir að geimverur geti ekki verið gæddar miklum kynþokka og karlmönnum jarðarinnar muni til að mynda ekki stafa mikil ógn af þeim þegar þær koma að heimsækja okkur. Þetta á trúlega rætur að rekja til hugarfóstra kvikmyndaiðnaðarins á borð við sjálfan ET í samnefndri kvikmynd eða 'Jabba the Hut' í Star Wars. En þetta gæti reynst tálvon þegar til kastanna kemur og væri þá kannski vissara að vera ekkert að kenna þeim á sturtu ef þær kunna það ekki þá þegar.

Reyndar telja margir fullljóst að einn tilgangurinn með því að senda Voyager-geimförin út í geiminn seint á áttunda áratug síðustu aldar hafi verið sá að koma í veg fyrir að jarðneskt hreinlæti yrði að stjarnfræðilegu viðmiði. Auk hvalahljóða, kveðju jarðarbúa á 60 tungumálum og ýmis konar tákna á stafrænu formi laumuðu snyrtilegir vísindamenn NASA með í pakkann stafrænu myndskeiði úr alræmdri hreinlætisviðvörunarmynd, Psycho, eftir kvikmyndaleikstjórann Alfred Hitchcook. Þeir sem aðhyllast þessa samsæriskenningu telja ljóst að geimverur sem kunna að koma til jarðar muni aldrei hætta sér í sturtu.

Mynd: CNN.com

Að lokum er þess að geta að þetta er föstudagssvar. Lesandi sem tekur alvarlega eitthvað sem í því stendur gerir það algerlega á eigin ábyrgð....