Sólin Sólin Rís 02:56 • sest 24:01 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:01 • Sest 02:01 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:44 • Síðdegis: 13:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:39 í Reykjavík

Hvað er hvítagull (white gold)?

Arnþór Elíasson og Helgi Kristjánsson

Íslenska orðið hvítagull er aðallega notað yfir málminn platínu. Á ensku er white gold hins vegar efnið sem verður til þegar gulli (Au) og palladíni (Pd), nikkel (Ni) og/eða silfri (Ag) er blandað saman.

Þegar það er gert hverfur gullni liturinn úr gullinu og það verður hvítt (eða silfurlitt) og þess vegna er það nefnt 'white gold'. Það er mjög vinsælt í skartgripi og margir giftingarhringir eru úr 'white gold'. Átján karata 'white gold' er gert úr 75% gulli og 25% palladíni, nikkeli og/eða silfri.

Platína er hinsvegar frumefni en einnig mjög vinsæl í skartgripagerð. Hún er dýrari og þyngri í sér en gull og mjög tæringarþolin og leysist ekki upp nema í svonefndu kóngavatni eins og reyndar gull.

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Höfundar

nemandi í Holtaskóla

nemandi í Hlíðaskóla

Útgáfudagur

5.12.2003

Spyrjandi

Jón Georgsson

Tilvísun

Arnþór Elíasson og Helgi Kristjánsson. „Hvað er hvítagull (white gold)?“ Vísindavefurinn, 5. desember 2003. Sótt 15. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3904.

Arnþór Elíasson og Helgi Kristjánsson. (2003, 5. desember). Hvað er hvítagull (white gold)? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3904

Arnþór Elíasson og Helgi Kristjánsson. „Hvað er hvítagull (white gold)?“ Vísindavefurinn. 5. des. 2003. Vefsíða. 15. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3904>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er hvítagull (white gold)?
Íslenska orðið hvítagull er aðallega notað yfir málminn platínu. Á ensku er white gold hins vegar efnið sem verður til þegar gulli (Au) og palladíni (Pd), nikkel (Ni) og/eða silfri (Ag) er blandað saman.

Þegar það er gert hverfur gullni liturinn úr gullinu og það verður hvítt (eða silfurlitt) og þess vegna er það nefnt 'white gold'. Það er mjög vinsælt í skartgripi og margir giftingarhringir eru úr 'white gold'. Átján karata 'white gold' er gert úr 75% gulli og 25% palladíni, nikkeli og/eða silfri.

Platína er hinsvegar frumefni en einnig mjög vinsæl í skartgripagerð. Hún er dýrari og þyngri í sér en gull og mjög tæringarþolin og leysist ekki upp nema í svonefndu kóngavatni eins og reyndar gull.

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

...