Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Innan lögreglunnar er kerfi sem vel mætti kalla innra eftirlit. Ef grunur vaknar um að lögreglumenn hafi brotið einhverjar þær reglur sem þeir eiga að fylgja í störfum sínum er það kannað sérstaklega. Ekki er þó um að ræða sérstaka stofnun sem sinnir eingöngu slíkum málum, líkt og til er sérstök efnahagsbrotadeild innan lögreglunnar og svonefnd sérsveit sem sér um stærri og viðameiri löggæslumál. Sums staðar erlendis, til dæmis í Bandaríkjunum, starfa óháðar stjórnsýslueiningar innan lögreglunnar.
Þeir sem sinna innra eftirliti lögreglunnar eru í raun lögreglustjórar hvers umdæmis. Þeir bera ábyrgð á öllu starfi lögreglumanna hvort sem það varðar almennan rekstur embættisins eða eftirlitsskyldu. Hjá stærri embættunum, eins og í Reykjavík, sinnir sérstakur starfsmaður þessum málefnum.
Þó má ekki gleyma einum óháðum aðila sem hefur vissa eftirlitsskyldu með störfum lögreglunnar, en það eru dómstólarnir. Lögreglumenn eins og aðrir samfélagsþegnar þurfa að fylgja þeim leikreglum samfélagsins sem Alþingi setur og dómstólarnir dæma síðan eftir. Þess vegna má segja að ákveðin eftirlitsskylda hvíli á lögreglunni sjálfri sem og embætti ríkissaksóknara. Þessi aðilar geta lagt fram kærur gagnvart lögreglumönnum sem hafa hugsanlega sýnt af sér ólögmæta hegðun í starfi.
Hægt er að fræðast nánar um innra eftirlit á Lögregluvefnum og þar er einnig að finna áhugaverða fjölmiðlaumræðu sem átti sér stað fyrir stuttu um málefni lögreglunnar.
Magnús Viðar Skúlason. „Er starfandi hér á landi innra eftirlit sem fylgist með lögreglunni?“ Vísindavefurinn, 7. janúar 2004, sótt 17. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3942.
Magnús Viðar Skúlason. (2004, 7. janúar). Er starfandi hér á landi innra eftirlit sem fylgist með lögreglunni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3942
Magnús Viðar Skúlason. „Er starfandi hér á landi innra eftirlit sem fylgist með lögreglunni?“ Vísindavefurinn. 7. jan. 2004. Vefsíða. 17. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3942>.