Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvað er snjáldra?

Jón Már Halldórsson

Snjáldrur eða snjáldurmýs (Soricidae) nefnist sérstök ætt lítilla spendýra innan ættbálks skordýraæta (Insectivora). Alls hefur rúmlega 300 snjáldrutegundum verið lýst og eru þær tegundaauðugasta ætt innan ættbálksins. Dæmi um önnur dýr sem tilheyra ættbálki skordýraæta eru moldvörpur og broddgeltir.

Snjáldrur finnast víða um heim að undanskildum heimskautasvæðunum, Ástralíu og stórum hluta Suður-Ameríku. Á eyjum í Kyrrahafinu finnast engar snjáldrur. Kjörlendi snjáldra er rakt gróðurlendi, til dæmis nálægt vötnum og ám. Mismundandi tegundir snjáldra hafa þó aðlagast mjög ólíku umhverfi. Til dæmis lifa nokkrar tegundir á eyðimerkursvæðum og hálfeyðimörkum eins og til dæmis eyðimerkursnjáldran (Diplomesodon pulchellum). Aðrar snjáldrur lifa að mestu í vötnum og sumar tegundir hafa þróað með sér sundfit, til dæmis tíbetsnjáldran (Nectogale elegans).



Keðjusnjáldran (Crocidura russula) í evrópskum bakgarði.

Minnsta snjáldrutegundin er þumalsnjáldran (Sorex minutissmus) en hún er með allra minnstu núlifandi spendýrum. Þumalsnjáldran verður aldrei lengri en 5 cm og hún er aðeins örfá grömm að þyngd. Stærstu snjáldrurnar geta hins vegar orðið um 30 cm langar eða litlu minni en rottur. Þær þyngstu verða þó vart meira en 35 grömm að þyngd.

Helstu líkamseinkenni snjáldra eru frammjótt trýni með mörgum veiðihárum, óvenju lítil og vanþróuð augu og eyru sem ná vart fram úr feldinum. Hins vegar er þreifi- og þefskyn snjáldra óvenju næmt enda eru þær næturdýr eins og langflestar aðrar tegundir innan ættbálks skordýraæta.

Þar sem snjáldrur eru mest á ferðinni á nóttunni hefur reynst erfitt að rannsaka ýmislegt í lífsháttum þeirra. Á daginn hafast þær við í holum sem þær grafa sér sjálfar, í jarðvegsskorum eða í þéttum, lágvöxnum gróðri.

Eins og nafn ættbálksins gefur til kynna eru skordýr helsta fæða snjáldra en einnig smáar eðlur og jafnvel froskdýr. Til eru dæmi um að þær ráðist með ótrúlegri grimmd á önnur smávaxin spendýr.

Snjáldrur eru miklir einfarar og koma fullorðin dýr ekki saman nema á fengitíma. Yfirleitt stendur fengitíminn stutt yfir eða í um 18-28 klukkustundir. Á þeim tíma makast kvendýrin við fjölmörg karldýr til að tryggja að þær fái fang.

Snjáldrur lifa víða á norðlægum slóðum, meðal annars í barrskógum Evrasíu. Þrátt fyrir að veturinn verði mjög harður á þeim slóðum leggjast snjáldrur aldrei í dvala. Ástæðan er smæð dýranna en í samanburði við önnur spendýr er yfirborðsflötur snjáldra svo lítill að hitatap þeirra verður hlutfallslega mun minna. Efnaskipti snjáldra eru því ákaflega hröð og hjartsláttur þeirra sá örasti sem þekkist meðal spendýra, allt að 1.200 slög á mínútu eða 20 slög á sekúndu.

Til þess að halda uppi nægilega hröðum efnaskiptum verða snjáldrur að éta heil ósköp og hlutfallslega mun meira en nokkurt annað spendýr eða allt að 50% af eigin líkamsþyngd á degi hverjum. Þetta jafngildir því að 80 kg maður þyrfti að borða 40 kg á hverjum einasta degi.

Af þeim rúmlega 300 tegundum snjáldra sem þekktar eru, teljast 118 til ættkvíslar keðjusnjáldra (Crocidura). Margar keðjusnjáldrur hafa þann sérstaka sið að þegar mæður fara út með unga sína þá mynda þær keðjur, ungarnir bíta í skottið á næsta unga fyrir framan og sá fremsti bítur í skottið á móður sinni. Þetta minnir mjög á börn á leikskólum sem fá snærisspotta að halda sér í þegar þau fara út í gönguferð.

Algeng keðjusnjáldra í Evrópu er Crocidura russula en hún sækir töluvert í híbýli manna líkt og mýs. Skaðsemi hennar er þó lítil sem engin því hún leggst ekki í matvæli heldur leitar uppi ýmis skordýr og étur. Hún gerir því meira gagn en ógagn á evrópskum heimilum.

Heimildir og myndir:
  • Churchfield, S. 1990. The Natural History of Shrews. Cornell Univ. Press, Ithaca, New York.
  • Nowak, R. M., and J. L. Paradiso. 1983. Walker’s Mammals of the World. Vol. 1. The Johns Hopkins Univ. Press, Baltimore, Maryland.
  • Huisspitsmuis

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

20.1.2004

Spyrjandi

Birta Þórhallsdóttir, f. 1989

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað er snjáldra? “ Vísindavefurinn, 20. janúar 2004. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3958.

Jón Már Halldórsson. (2004, 20. janúar). Hvað er snjáldra? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3958

Jón Már Halldórsson. „Hvað er snjáldra? “ Vísindavefurinn. 20. jan. 2004. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3958>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er snjáldra?
Snjáldrur eða snjáldurmýs (Soricidae) nefnist sérstök ætt lítilla spendýra innan ættbálks skordýraæta (Insectivora). Alls hefur rúmlega 300 snjáldrutegundum verið lýst og eru þær tegundaauðugasta ætt innan ættbálksins. Dæmi um önnur dýr sem tilheyra ættbálki skordýraæta eru moldvörpur og broddgeltir.

Snjáldrur finnast víða um heim að undanskildum heimskautasvæðunum, Ástralíu og stórum hluta Suður-Ameríku. Á eyjum í Kyrrahafinu finnast engar snjáldrur. Kjörlendi snjáldra er rakt gróðurlendi, til dæmis nálægt vötnum og ám. Mismundandi tegundir snjáldra hafa þó aðlagast mjög ólíku umhverfi. Til dæmis lifa nokkrar tegundir á eyðimerkursvæðum og hálfeyðimörkum eins og til dæmis eyðimerkursnjáldran (Diplomesodon pulchellum). Aðrar snjáldrur lifa að mestu í vötnum og sumar tegundir hafa þróað með sér sundfit, til dæmis tíbetsnjáldran (Nectogale elegans).



Keðjusnjáldran (Crocidura russula) í evrópskum bakgarði.

Minnsta snjáldrutegundin er þumalsnjáldran (Sorex minutissmus) en hún er með allra minnstu núlifandi spendýrum. Þumalsnjáldran verður aldrei lengri en 5 cm og hún er aðeins örfá grömm að þyngd. Stærstu snjáldrurnar geta hins vegar orðið um 30 cm langar eða litlu minni en rottur. Þær þyngstu verða þó vart meira en 35 grömm að þyngd.

Helstu líkamseinkenni snjáldra eru frammjótt trýni með mörgum veiðihárum, óvenju lítil og vanþróuð augu og eyru sem ná vart fram úr feldinum. Hins vegar er þreifi- og þefskyn snjáldra óvenju næmt enda eru þær næturdýr eins og langflestar aðrar tegundir innan ættbálks skordýraæta.

Þar sem snjáldrur eru mest á ferðinni á nóttunni hefur reynst erfitt að rannsaka ýmislegt í lífsháttum þeirra. Á daginn hafast þær við í holum sem þær grafa sér sjálfar, í jarðvegsskorum eða í þéttum, lágvöxnum gróðri.

Eins og nafn ættbálksins gefur til kynna eru skordýr helsta fæða snjáldra en einnig smáar eðlur og jafnvel froskdýr. Til eru dæmi um að þær ráðist með ótrúlegri grimmd á önnur smávaxin spendýr.

Snjáldrur eru miklir einfarar og koma fullorðin dýr ekki saman nema á fengitíma. Yfirleitt stendur fengitíminn stutt yfir eða í um 18-28 klukkustundir. Á þeim tíma makast kvendýrin við fjölmörg karldýr til að tryggja að þær fái fang.

Snjáldrur lifa víða á norðlægum slóðum, meðal annars í barrskógum Evrasíu. Þrátt fyrir að veturinn verði mjög harður á þeim slóðum leggjast snjáldrur aldrei í dvala. Ástæðan er smæð dýranna en í samanburði við önnur spendýr er yfirborðsflötur snjáldra svo lítill að hitatap þeirra verður hlutfallslega mun minna. Efnaskipti snjáldra eru því ákaflega hröð og hjartsláttur þeirra sá örasti sem þekkist meðal spendýra, allt að 1.200 slög á mínútu eða 20 slög á sekúndu.

Til þess að halda uppi nægilega hröðum efnaskiptum verða snjáldrur að éta heil ósköp og hlutfallslega mun meira en nokkurt annað spendýr eða allt að 50% af eigin líkamsþyngd á degi hverjum. Þetta jafngildir því að 80 kg maður þyrfti að borða 40 kg á hverjum einasta degi.

Af þeim rúmlega 300 tegundum snjáldra sem þekktar eru, teljast 118 til ættkvíslar keðjusnjáldra (Crocidura). Margar keðjusnjáldrur hafa þann sérstaka sið að þegar mæður fara út með unga sína þá mynda þær keðjur, ungarnir bíta í skottið á næsta unga fyrir framan og sá fremsti bítur í skottið á móður sinni. Þetta minnir mjög á börn á leikskólum sem fá snærisspotta að halda sér í þegar þau fara út í gönguferð.

Algeng keðjusnjáldra í Evrópu er Crocidura russula en hún sækir töluvert í híbýli manna líkt og mýs. Skaðsemi hennar er þó lítil sem engin því hún leggst ekki í matvæli heldur leitar uppi ýmis skordýr og étur. Hún gerir því meira gagn en ógagn á evrópskum heimilum.

Heimildir og myndir:
  • Churchfield, S. 1990. The Natural History of Shrews. Cornell Univ. Press, Ithaca, New York.
  • Nowak, R. M., and J. L. Paradiso. 1983. Walker’s Mammals of the World. Vol. 1. The Johns Hopkins Univ. Press, Baltimore, Maryland.
  • Huisspitsmuis
...