Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Ég er að skrifa ritgerð um heimastjórnina á Íslandi árið 1904, getið þið bent mér á gagnlegar heimildir?

Í tilefni af 100 ára afmæli heimastjórnar þann 1. febrúar 2004 hefur verið opnaður sérstakur upplýsingavefur Heimastjórn: Stjórnarráð Íslands 1904-2004.

Hannes Hafstein í ráðherrabústaðinumÞar er að finna ýmislegt efni sem tengist heimastjórnarárunum 1904-1918, til að mynda sérstakt myndasafn, æviágrip 20 einstaklinga sem tengjast heimastjórninni og greinar eftir átta höfunda, þar á meðal Helga Skúla Kjartansson, Erlu Huldu Hákonardóttur og Guðjón Friðriksson.

Við bendum lesendum Vísindavefsins, hvort sem þeir eru að vinna verkefni um heimastjórnina eða sækjast einfaldlega eftir fróðleik, á að kynna sér vefsíðuna Heimastjórn

Þeir sem vilja skoða heimastjórnina í samhengi við aðra atburði Íslandssögunnar á síðustu öld geta síðan lesið svar Gunnars Karlssonar við spurningunni Hverjir eru 10 merkilegustu atburðir Íslandssögunnar á 20. öld?

Ef ætlunin er að nota efni af Vísindavefnum eða öðrum vefsetrum í ritgerðir er gagnlegt að lesa svar Önnu Sveinsdóttur og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvernig á að vísa í svör á Vísindavefnum?

Mynd:

Útgáfudagur

27.1.2004

Spyrjandi

Helga Lucia Haraldsdóttir

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Tilvísun

JGÞ. „Ég er að skrifa ritgerð um heimastjórnina á Íslandi árið 1904, getið þið bent mér á gagnlegar heimildir?“ Vísindavefurinn, 27. janúar 2004. Sótt 11. desember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=3969.

JGÞ. (2004, 27. janúar). Ég er að skrifa ritgerð um heimastjórnina á Íslandi árið 1904, getið þið bent mér á gagnlegar heimildir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3969

JGÞ. „Ég er að skrifa ritgerð um heimastjórnina á Íslandi árið 1904, getið þið bent mér á gagnlegar heimildir?“ Vísindavefurinn. 27. jan. 2004. Vefsíða. 11. des. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3969>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Sigurður Magnús Garðarsson

1967

Sigurður Magnús Garðarsson er prófessor í umhverfis- og byggingarverkfræði við HÍ og forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs skólans. Sérsvið hans er umhverfisverkfræði með áherslu á straumfræði og vatnafræði.