Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða stjarna sést núna á suðvesturhimninum bæði kvölds og morgna, jafnvel þó að sólin sé að koma upp?

Um þessar mundir, í febrúar 2004, skína tvær reikistjörnur skært í suðvestri á kvöldin og morgnana. Á kvöldhimninum birtist Venus björt og fögur stuttu áður en húmar að og er á himninum talsvert frameftir kvöldi. Á morgunhimninum er það hins vegar Júpíter sem sést skína bjartur. Júpíter kemur upp um rétt fyrir klukkan 22:00 á kvöldin í austri og er í suðaustri í dögun.

Smellið til að skoða stærri útgáfu

Myndirnar sem fylgja svarinu sýna staðsetningar reikistjarna á himninum. Þær ættu þó ekki að fara framhjá neinum sem lítur upp í himinninn á morgnanna og kvöldin, enda eru báðar reikistjörnurnar áberandi bjartar.

Smellið til að skoða stærri útgáfu

Útgáfudagur

2.2.2004

Spyrjandi

Andri Snær Ólafsson, f. 1989

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

nemi í stjarneðlisfræði

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Hvaða stjarna sést núna á suðvesturhimninum bæði kvölds og morgna, jafnvel þó að sólin sé að koma upp?“ Vísindavefurinn, 2. febrúar 2004. Sótt 20. maí 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=3979.

Sævar Helgi Bragason. (2004, 2. febrúar). Hvaða stjarna sést núna á suðvesturhimninum bæði kvölds og morgna, jafnvel þó að sólin sé að koma upp? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3979

Sævar Helgi Bragason. „Hvaða stjarna sést núna á suðvesturhimninum bæði kvölds og morgna, jafnvel þó að sólin sé að koma upp?“ Vísindavefurinn. 2. feb. 2004. Vefsíða. 20. maí. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3979>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Sigríður Rut Franzdóttir

1976

Sigríður Rut Franzdóttir stundar rannsóknir á sviði sameindalíffræði, taugalíffræði og þroskunarfræði. Rannsóknaverkefni hennar snúast m.a. um að skilgreina hlutverk ákveðinna gena í taugakerfi flugna og manna.