Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna eru aðeins sumir ökumenn, en ekki allir, ákærðir þegar dauðaslys verða í umferðinni?

Magnús Viðar Skúlason

Þessari spurningu er ekki auðsvarað með skýrum og einföldum hætti. Meginreglan samkvæmt almennum hegningarlögum er sú að það er ávallt refsivert að valda öðrum manni bana. Hins vegar er gerður stór greinarmunur á því hvort um ásetning er að ræða eða ekki. Í 23. kafla laganna segir meðal annars þetta um viðurlög:
  • Hver, sem sviptir annan mann lífi, skal sæta fangelsi, ekki skemur en 5 ár, eða ævilangt.
  • Ef mannsbani hlýst af gáleysi annars manns, þá varðar það sektum … eða fangelsi allt að 6 árum.
Þegar bílslys verða geta margir þættir haft áhrif á ákvörðun dómsins og sömuleiðis ríkissaksóknara sem metur hvort birta skuli ákæru um manndráp. Þetta lítur allt að málsaðstæðum hverju sinni, hvort að viðeigandi ökumaður hafi sýnt af sér vítavert gáleysi sem olli dauða manns eða hvort að miðað við aðstæður sé líklegt að ökumaður hafi ekki á neinn hátt getað afstýrt slysi.

Ef um ásetning eða gáleysi er að ræða, er það nánast án undantekningar refsivert. Ef hins vegar þykir sýnt að ökumaður hafi ekki getað séð fyrir einhverjar óvæntar aðstæður og þess vegna á engan hátt getað afstýrt slysi, er oftast nær ekki lögð fram ákæra.

Höfundur

laganemi við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

9.2.2004

Spyrjandi

Sigurjón Antonsson

Tilvísun

Magnús Viðar Skúlason. „Hvers vegna eru aðeins sumir ökumenn, en ekki allir, ákærðir þegar dauðaslys verða í umferðinni?“ Vísindavefurinn, 9. febrúar 2004, sótt 10. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3991.

Magnús Viðar Skúlason. (2004, 9. febrúar). Hvers vegna eru aðeins sumir ökumenn, en ekki allir, ákærðir þegar dauðaslys verða í umferðinni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3991

Magnús Viðar Skúlason. „Hvers vegna eru aðeins sumir ökumenn, en ekki allir, ákærðir þegar dauðaslys verða í umferðinni?“ Vísindavefurinn. 9. feb. 2004. Vefsíða. 10. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3991>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna eru aðeins sumir ökumenn, en ekki allir, ákærðir þegar dauðaslys verða í umferðinni?
Þessari spurningu er ekki auðsvarað með skýrum og einföldum hætti. Meginreglan samkvæmt almennum hegningarlögum er sú að það er ávallt refsivert að valda öðrum manni bana. Hins vegar er gerður stór greinarmunur á því hvort um ásetning er að ræða eða ekki. Í 23. kafla laganna segir meðal annars þetta um viðurlög:

  • Hver, sem sviptir annan mann lífi, skal sæta fangelsi, ekki skemur en 5 ár, eða ævilangt.
  • Ef mannsbani hlýst af gáleysi annars manns, þá varðar það sektum … eða fangelsi allt að 6 árum.
Þegar bílslys verða geta margir þættir haft áhrif á ákvörðun dómsins og sömuleiðis ríkissaksóknara sem metur hvort birta skuli ákæru um manndráp. Þetta lítur allt að málsaðstæðum hverju sinni, hvort að viðeigandi ökumaður hafi sýnt af sér vítavert gáleysi sem olli dauða manns eða hvort að miðað við aðstæður sé líklegt að ökumaður hafi ekki á neinn hátt getað afstýrt slysi.

Ef um ásetning eða gáleysi er að ræða, er það nánast án undantekningar refsivert. Ef hins vegar þykir sýnt að ökumaður hafi ekki getað séð fyrir einhverjar óvæntar aðstæður og þess vegna á engan hátt getað afstýrt slysi, er oftast nær ekki lögð fram ákæra....