Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru frauðvörtur?

Bárður Sigurgeirsson

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Hvað eru frauðvörtur, hvers vegna koma þær og hvernig er hægt að losna við þær?

Frauðvörtur (molluscum contagiosum) eru litlar bólur eða vörtur. Þær eru oft glansandi og inni í þeim er hvítur massi. Frauðvörtur orsakast af veirunni Molluscum contagiosum virus (MCV) sem smitast milli barna eftir snertingu við sýkta húð. Einstaka sinnum smitast fullorðnir af veirunni. Ef barn er smitað geta vörturnar haldið áfram að dreifa sér.



Sum börn hafa lítil einkenni, önnur fá bakteríusýkingar, örmyndun eða exem í húðina. Oftast ganga vörturnar til baka á 1-4 árum án meðferðar en í flestum tilvikum er æskilegt að reyna að fjarlægja vörturnar sem fyrst til þess að koma í veg fyrir fylgikvilla og frekara smit.

Ýmsar leiðir eru til meðferðar svo sem að skafa vörturnar, brenna með leysigeisla eða frysta. Þessar meðferðir henta þó illa yngstu börnunum nema þau séu svæfð. Á síðari árum hafa þó komið upp ný deyfikrem sem gera kleyft að skafa burt frauðvörtur án nokkurs sársauka.

Önnur aðferð við að eyða vörtunum með sem minnstum sársauka og fyrirhöfn er að pensla þær með vörtueyðandi efni sem nefnist cantharidine. Efnið er bólgu- og blöðrumyndandi og leiðir þannig til eyðingar vörtunnar. Efnið veldur eingöngu bólgu í efstu lögum húðarinnar og getur því ekki valdið örum. Frauðvörtur geta þó náð það djúpt í húðina að ör geta myndast.

Í fæstum tilvikum dugir ein meðhöndlun óháð hvaða meðferð er beitt. Þetta er vegna þess að oftast er um að ræða fjölda smita í húðinni sem enn hafa ekki náð að mynda vörtur. Við hverja meðhöndlun er eingöngu hægt að meðhöndla sýnilegar vörtur. Algengast er að pensla þurfi 2-4 sinnum á 3-4 vikna fresti.

Eftir að vörturnar hafa verið penslaðar þarf að þrífa efnið af. Venjulega er fyrst miðað við að efnið sé á í 3-4 klukkustundir eða þar til vörturnar hafa bólgnað örlítið upp. Ef barnið kvartar um eymsli fyrr er rétt að baða það strax. Við næstu meðferð er efnið látið vera á húðinni eins lengi og barnið þoldi í fyrsta sinn.

Meðgöngutími veirunnar getur verið margar vikur og því getur liðið töluverður tími frá því að barnið smitast þar til vartan kemur í ljós. Þess vegna eru stundum fleiri vörtur á húð barnsins þegar það kemur í penslun í annað skipti.

Bera skal sýkladrepandi krem á vörtustaði að kvöldi dags sem penslað er og áfram í 3-4 daga á eftir. Ef roðinn minnkar ekki má bera kremið á í nokkra daga til viðbbótar.

Þessi pistill hefur áður birst á cutis.is en þar má nálgast frekari fróðleik um húðlækningar og rannsóknir á húðsjúkdómum.

Mynd:

Höfundur

húðsjúkdómalæknir

Útgáfudagur

16.2.2004

Spyrjandi

Ingibjörg Tómasdóttir

Tilvísun

Bárður Sigurgeirsson. „Hvað eru frauðvörtur?“ Vísindavefurinn, 16. febrúar 2004, sótt 14. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4005.

Bárður Sigurgeirsson. (2004, 16. febrúar). Hvað eru frauðvörtur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4005

Bárður Sigurgeirsson. „Hvað eru frauðvörtur?“ Vísindavefurinn. 16. feb. 2004. Vefsíða. 14. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4005>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru frauðvörtur?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hvað eru frauðvörtur, hvers vegna koma þær og hvernig er hægt að losna við þær?

Frauðvörtur (molluscum contagiosum) eru litlar bólur eða vörtur. Þær eru oft glansandi og inni í þeim er hvítur massi. Frauðvörtur orsakast af veirunni Molluscum contagiosum virus (MCV) sem smitast milli barna eftir snertingu við sýkta húð. Einstaka sinnum smitast fullorðnir af veirunni. Ef barn er smitað geta vörturnar haldið áfram að dreifa sér.



Sum börn hafa lítil einkenni, önnur fá bakteríusýkingar, örmyndun eða exem í húðina. Oftast ganga vörturnar til baka á 1-4 árum án meðferðar en í flestum tilvikum er æskilegt að reyna að fjarlægja vörturnar sem fyrst til þess að koma í veg fyrir fylgikvilla og frekara smit.

Ýmsar leiðir eru til meðferðar svo sem að skafa vörturnar, brenna með leysigeisla eða frysta. Þessar meðferðir henta þó illa yngstu börnunum nema þau séu svæfð. Á síðari árum hafa þó komið upp ný deyfikrem sem gera kleyft að skafa burt frauðvörtur án nokkurs sársauka.

Önnur aðferð við að eyða vörtunum með sem minnstum sársauka og fyrirhöfn er að pensla þær með vörtueyðandi efni sem nefnist cantharidine. Efnið er bólgu- og blöðrumyndandi og leiðir þannig til eyðingar vörtunnar. Efnið veldur eingöngu bólgu í efstu lögum húðarinnar og getur því ekki valdið örum. Frauðvörtur geta þó náð það djúpt í húðina að ör geta myndast.

Í fæstum tilvikum dugir ein meðhöndlun óháð hvaða meðferð er beitt. Þetta er vegna þess að oftast er um að ræða fjölda smita í húðinni sem enn hafa ekki náð að mynda vörtur. Við hverja meðhöndlun er eingöngu hægt að meðhöndla sýnilegar vörtur. Algengast er að pensla þurfi 2-4 sinnum á 3-4 vikna fresti.

Eftir að vörturnar hafa verið penslaðar þarf að þrífa efnið af. Venjulega er fyrst miðað við að efnið sé á í 3-4 klukkustundir eða þar til vörturnar hafa bólgnað örlítið upp. Ef barnið kvartar um eymsli fyrr er rétt að baða það strax. Við næstu meðferð er efnið látið vera á húðinni eins lengi og barnið þoldi í fyrsta sinn.

Meðgöngutími veirunnar getur verið margar vikur og því getur liðið töluverður tími frá því að barnið smitast þar til vartan kemur í ljós. Þess vegna eru stundum fleiri vörtur á húð barnsins þegar það kemur í penslun í annað skipti.

Bera skal sýkladrepandi krem á vörtustaði að kvöldi dags sem penslað er og áfram í 3-4 daga á eftir. Ef roðinn minnkar ekki má bera kremið á í nokkra daga til viðbbótar.

Þessi pistill hefur áður birst á cutis.is en þar má nálgast frekari fróðleik um húðlækningar og rannsóknir á húðsjúkdómum.

Mynd:...