Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
ForsíðaFélagsvísindiHagfræðiHvers vegna stendur oft Ltd, eða limited, á eftir fyrirtækjanöfnum? Dæmi: R. Winter & Co. Ltd.
Limited þýðir takmarkaður og þessi skammstöfun vísar til þess að ábyrgð eigenda á rekstrinum er takmörkuð. Skammstöfunin er meðal annars notuð í Bretlandi. Með henni er bent á að ekki er hægt að krefjast þess að eigendur greiði úr eigin vasa það sem upp á vantar ef félagið á ekki fyrir skuldum. Það er því verið að vara þá við sem til dæmis lána félaginu fé eða selja því vörur með greiðslufresti.
Hliðstæða þessa á Íslandi er að hlutafélög nota skammstöfunina hf. eða h/f á eftir eða undan nafni sínu til að gefa til kynna að ábyrgð eigenda þeirra er takmörkuð við það hlutafé sem þeir hafa lagt fram. Einnig eru til svokölluð einkahlutafélög sem nota skammstöfunina ehf.
Svipaðar venjur eru í öðrum löndum. Í Danmörku nota hlutafélög A/S (aktieselskaper) og einkahlutafélög ApS (anpartselskaper). Í Bretlandi er auk ltd notað PLC fyrir public limited company, í Þýskalandi AG (Aktiengesellschaft) eða GmbH (Gesellschaft mit beschränkter Haftung), SA (société anonyme) eða SARL (société à responsabilité limitée) í Frakklandi og Inc. fyrir incorporated í Bandaríkjunum.
Gylfi Magnússon. „Hvers vegna stendur oft Ltd, eða limited, á eftir fyrirtækjanöfnum? Dæmi: R. Winter & Co. Ltd..“ Vísindavefurinn, 27. febrúar 2004, sótt 10. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4024.
Gylfi Magnússon. (2004, 27. febrúar). Hvers vegna stendur oft Ltd, eða limited, á eftir fyrirtækjanöfnum? Dæmi: R. Winter & Co. Ltd.. Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4024
Gylfi Magnússon. „Hvers vegna stendur oft Ltd, eða limited, á eftir fyrirtækjanöfnum? Dæmi: R. Winter & Co. Ltd..“ Vísindavefurinn. 27. feb. 2004. Vefsíða. 10. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4024>.