Sólin Sólin Rís 02:56 • sest 24:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:33 • Sest 01:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:46 • Síðdegis: 14:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:08 • Síðdegis: 20:46 í Reykjavík

Mega þingmenn reykja í Alþingishúsinu?

Magnús Viðar Skúlason

Á Íslandi eru í gildi sérstök lög um tóbaksvarnir. Önnur grein laganna hljóðar svona: “Virða skal rétt hvers manns til að þurfa ekki að anda að sér lofti sem er mengað tóbaksreyk af völdum annarra.” Lög þessi eru nr. 6 frá árinu 2002 og í daglegu tali nefnd tóbaksvarnarlögin.

Tóbaksreykingar eru bannaðar á flestum stöðum í okkar samfélagi. Þó er heimilt samkvæmt lögunum að leyfa reykingar á skemmti- og veitingastöðum, svo framarlega sem reykingarsvæðið sé ekki hluti af aðalrými staðarins og tryggt sé að þeir sem vilja njóta reykleysis þurfi ekki að vaða reykinn til að komast til sætis og einnig að næg loftræsting sé tryggð þar sem reykingarnar eru leyfðar.

Á ríkisstofnunum eru allar reykingar bannaðar og það á líka við um Alþingishúsið. Undantekning frá þessu banni er að finna í 8. mgr. 10. gr laganna en þar segir: “Innan sérhverrar stofnunar skal þó heimilt að gera ráð fyrir afdrepi þar sem reykingar eru heimilaðar.” Tryggja þarf næga loftræstingu í því afdrepi svo að reykurinn berist ekki í almennt rými hússins þar sem reykingar eru bannaðar.

Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Alþingis er bannað að reykja innan veggja Alþingis en þar er gert ráð fyrir afdrepi fyrir starfsmenn og þingmenn til að reykja. Einnig er þingmönnum heimilt að leyfa reykingar á skrifstofum sínum.

Mynd: Information for Healthy Living.

Höfundur

laganemi við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

9.3.2004

Spyrjandi

Kristján Sveinsson

Tilvísun

Magnús Viðar Skúlason. „Mega þingmenn reykja í Alþingishúsinu?“ Vísindavefurinn, 9. mars 2004. Sótt 16. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4045.

Magnús Viðar Skúlason. (2004, 9. mars). Mega þingmenn reykja í Alþingishúsinu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4045

Magnús Viðar Skúlason. „Mega þingmenn reykja í Alþingishúsinu?“ Vísindavefurinn. 9. mar. 2004. Vefsíða. 16. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4045>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Mega þingmenn reykja í Alþingishúsinu?
Á Íslandi eru í gildi sérstök lög um tóbaksvarnir. Önnur grein laganna hljóðar svona: “Virða skal rétt hvers manns til að þurfa ekki að anda að sér lofti sem er mengað tóbaksreyk af völdum annarra.” Lög þessi eru nr. 6 frá árinu 2002 og í daglegu tali nefnd tóbaksvarnarlögin.

Tóbaksreykingar eru bannaðar á flestum stöðum í okkar samfélagi. Þó er heimilt samkvæmt lögunum að leyfa reykingar á skemmti- og veitingastöðum, svo framarlega sem reykingarsvæðið sé ekki hluti af aðalrými staðarins og tryggt sé að þeir sem vilja njóta reykleysis þurfi ekki að vaða reykinn til að komast til sætis og einnig að næg loftræsting sé tryggð þar sem reykingarnar eru leyfðar.

Á ríkisstofnunum eru allar reykingar bannaðar og það á líka við um Alþingishúsið. Undantekning frá þessu banni er að finna í 8. mgr. 10. gr laganna en þar segir: “Innan sérhverrar stofnunar skal þó heimilt að gera ráð fyrir afdrepi þar sem reykingar eru heimilaðar.” Tryggja þarf næga loftræstingu í því afdrepi svo að reykurinn berist ekki í almennt rými hússins þar sem reykingar eru bannaðar.

Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Alþingis er bannað að reykja innan veggja Alþingis en þar er gert ráð fyrir afdrepi fyrir starfsmenn og þingmenn til að reykja. Einnig er þingmönnum heimilt að leyfa reykingar á skrifstofum sínum.

Mynd: Information for Healthy Living....