Sólin Sólin Rís 05:51 • sest 21:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:47 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:36 • Síðdegis: 18:53 í Reykjavík

Hvað ræður fæðuvali sauðfjár?

Anna Guðrún Þórhallsdóttir

Rannsóknir hafa sýnt að fæðuval hjá flestum skepnum er áunnið atferli sem felur í sér bæði eigin reynslu og félagslegt nám, þar sem lært er af öðrum. Undantekningar frá þessari reglu er helst að finna hjá skammlífum tegundum sem hafa lítinn tíma til að afla sér reynslu og hjá tegundum þar sem félagsleg samskipti kynslóða eru lítil sem engin. Dæmi um slíkar tegundir er helst að finna hjá skordýrum og skriðdýrum.

Sauðkindin er langlíf og félagsleg tengsl hjá henni eru mikil. Afkvæmið gengur lengi með móður og fullorðnir einstaklingar halda mikið saman. Eins og búast má við er fæðuval hjá sauðkindinni að mestu eða öllu leyti áunnið. Vegna hinna miklu og langvarandi tengsla við móður er félagslegt nám mikilvægast hjá lömbum og er móðirin þar í hlutverki kennara.

Rannsóknir á þróun fæðuvals hjá lömbum hafa sýnt að hlutverk móðurinnar er fyrst og fremst að beina lambinu að ákveðnum plöntutegundum og plöntuhlutum þegar það er að byrja að læra átið við þriggja vikna aldur. Lambið fylgir móðurinni fast eftir og snertir helst ekki aðrar fæðutegundir en þær sem móðirin étur. Þetta er fyrsta stig námsins, það sem sker úr um hvað sé ætt og hvað ekki.

Aðrir einstaklingar geta einnig haft áhrif á lambið og fengið það til að éta nýjar plöntutegundir, en það þarf mun meira til en þegar móðirin á í hlut. Næstir í áhrifum eru „félagarnir“ eða lömb á svipuðu reki og eru áhrif þeirra meiri eftir því sem tengsl lambsins við móðurina eru minni. Þannig eru móðurlaus lömb eins og heimalningar mun viljugri að prófa nýjar fæðutegundir, og jafnvel eitthvað sem ekki er fæða, en lömb sem ganga með móður. Þannig er algengt að sjá heimalninga prófa að éta allt mögulegt, til dæmis plast og annað slíkt þar sem leiðbeiningarnar skortir.

Þegar komið er yfir fyrsta stigið í fæðuvalinu, að innbyrða fæðuna, kemur næsta stig námsins til sögunnar, það er hver reynsla lambsins sjálfs er af því að éta viðkomandi fæðu. Fæðan gefur frá sér bragð og strax í meltingarvegi koma eiginleikar hennar í ljós. Ef fæðan er góð og næringarrík gefur hún „jákvæða“ svörun í líkamanum - fæðan skilar umbun.

Umbunin hefur einnig bein áhrif á bragðið, þar sem góð fæða sem skilar vellíðan verður góð á bragðið. Bragðið er það sem lærist og er það notað sem „merkimiði“ næst þegar viðkomandi fæða býðst.

Ef hins vegar viðkomandi fæða hefur reynst vera slæm og át hennar leitt af sér vanlíðan þá kemur það strax fram, ómeðvitað, í viðhorfinu til bragðsins. Bragð fæðu sem hefur leitt til vanlíðunar er upplifað sem slæmt og frekara áti á fæðunni er hafnað. Vanlíðan af áti slæmrar fæðu er í raun refsing.

Lykt leikur mun minna hlutverk við að skilgreina og þekkja fæðu en bragðskyn. Bragðskynið, eða bragðlaukar í tungu eru beintengdir við megintaugarnar frá meltingarvegi svo upplýsingamiðlunin þar á milli er bein og milliliðalaus. Lyktartaugin, aftur á móti, er ekki beintengd við megintaugar meltingarvegar og því er lyktarskynið ekki eins mikilvægt og bragðið þegar kemur að fæðuvali.

Hvað dýr upplifa sem gott og hvað sem slæmt er nokkuð breytilegt og er einnig háð þörfum skepnunnar fyrir mismunandi næringarefni á hverjum tíma. Því meiri sem þörfin er fyrir ákveðin fæðuefni þeim mun meiri vellíðan fylgir því að éta fæðu sem inniheldur þau efni. Á sama hátt gildir að því verri sem fæðan er – jafnvel eitruð - því meiri er refsingin. Það er einstaklingsbundið hversu mikil þörfin er á hverjum tíma fyrir næringarefni og það er líka misjafnt milli einstaklinga, og sérstaklega milli dýrategunda, hvað reynist þeim slæmt og hvað ekki.

Meðan einstaklingurinn er svangur er umbunin við að éta fæðu mikil, sérstaklega ef fæðusamsetningin uppfyllir þarfirnar. Eftir því sem líður á átlotuna minnkar umbunin og það kemur að því að ekki er þörf á meiru og frekara át fer að leiða af sér vanlíðan – eða refsingu. Fæðuvalið innan einstakra átlotna ætti þannig að breytast og eftir því sem mettunin verður meiri þá þarf umbunin að vera sterkari. Það er sem sé ekki tilviljun að við setjum það sætasta og besta – eftirmatinn – í lok máltíðarinnar hjá okkur.

Til að gera fæðuvalið enn flóknara hafa rannsóknir einnig sýnt að skepnur eru nokkuð hagfræðilega þenkjandi, þær taka kostnað með í heildardæmi fæðuöflunar. Í náttúrulegum sverði eru fjölmargar plöntutegundir, misjafnlega eftirsóttar. Ef sú eftirsóttasta finnst í mjög litlu magni og skepnan þarf að leita til að finna hana, eru aðrar minna eftirsóttar tegundir teknar í millitíðinni ef þær eru aðgengilegar og í meira mæli. Þannig skiptir framboð tegundanna líka máli. Algengar tegundir eru alltaf teknar töluvert mikið, svo framarlega sem þær eru ekki eitraðar, bara af því að það er svo ódýrt og auðvelt að bíta þær. Tegundir sem eru mjög eftirsóttar og valdar sérstaklega úr sverðinum eru hins vegar teknar í mun meiri mæli en framboð þeirra segir til um.

Lesendum er bent á að skoða einnig svar sama höfundar við spurningunni Hvaða plöntur étur sauðfé helst og hvaða tegundir forðast það?

Heimild:Myndir:

Höfundur

prófessor, Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri

Útgáfudagur

11.3.2004

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Anna Guðrún Þórhallsdóttir. „Hvað ræður fæðuvali sauðfjár?“ Vísindavefurinn, 11. mars 2004. Sótt 16. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4050.

Anna Guðrún Þórhallsdóttir. (2004, 11. mars). Hvað ræður fæðuvali sauðfjár? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4050

Anna Guðrún Þórhallsdóttir. „Hvað ræður fæðuvali sauðfjár?“ Vísindavefurinn. 11. mar. 2004. Vefsíða. 16. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4050>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað ræður fæðuvali sauðfjár?
Rannsóknir hafa sýnt að fæðuval hjá flestum skepnum er áunnið atferli sem felur í sér bæði eigin reynslu og félagslegt nám, þar sem lært er af öðrum. Undantekningar frá þessari reglu er helst að finna hjá skammlífum tegundum sem hafa lítinn tíma til að afla sér reynslu og hjá tegundum þar sem félagsleg samskipti kynslóða eru lítil sem engin. Dæmi um slíkar tegundir er helst að finna hjá skordýrum og skriðdýrum.

Sauðkindin er langlíf og félagsleg tengsl hjá henni eru mikil. Afkvæmið gengur lengi með móður og fullorðnir einstaklingar halda mikið saman. Eins og búast má við er fæðuval hjá sauðkindinni að mestu eða öllu leyti áunnið. Vegna hinna miklu og langvarandi tengsla við móður er félagslegt nám mikilvægast hjá lömbum og er móðirin þar í hlutverki kennara.

Rannsóknir á þróun fæðuvals hjá lömbum hafa sýnt að hlutverk móðurinnar er fyrst og fremst að beina lambinu að ákveðnum plöntutegundum og plöntuhlutum þegar það er að byrja að læra átið við þriggja vikna aldur. Lambið fylgir móðurinni fast eftir og snertir helst ekki aðrar fæðutegundir en þær sem móðirin étur. Þetta er fyrsta stig námsins, það sem sker úr um hvað sé ætt og hvað ekki.

Aðrir einstaklingar geta einnig haft áhrif á lambið og fengið það til að éta nýjar plöntutegundir, en það þarf mun meira til en þegar móðirin á í hlut. Næstir í áhrifum eru „félagarnir“ eða lömb á svipuðu reki og eru áhrif þeirra meiri eftir því sem tengsl lambsins við móðurina eru minni. Þannig eru móðurlaus lömb eins og heimalningar mun viljugri að prófa nýjar fæðutegundir, og jafnvel eitthvað sem ekki er fæða, en lömb sem ganga með móður. Þannig er algengt að sjá heimalninga prófa að éta allt mögulegt, til dæmis plast og annað slíkt þar sem leiðbeiningarnar skortir.

Þegar komið er yfir fyrsta stigið í fæðuvalinu, að innbyrða fæðuna, kemur næsta stig námsins til sögunnar, það er hver reynsla lambsins sjálfs er af því að éta viðkomandi fæðu. Fæðan gefur frá sér bragð og strax í meltingarvegi koma eiginleikar hennar í ljós. Ef fæðan er góð og næringarrík gefur hún „jákvæða“ svörun í líkamanum - fæðan skilar umbun.

Umbunin hefur einnig bein áhrif á bragðið, þar sem góð fæða sem skilar vellíðan verður góð á bragðið. Bragðið er það sem lærist og er það notað sem „merkimiði“ næst þegar viðkomandi fæða býðst.

Ef hins vegar viðkomandi fæða hefur reynst vera slæm og át hennar leitt af sér vanlíðan þá kemur það strax fram, ómeðvitað, í viðhorfinu til bragðsins. Bragð fæðu sem hefur leitt til vanlíðunar er upplifað sem slæmt og frekara áti á fæðunni er hafnað. Vanlíðan af áti slæmrar fæðu er í raun refsing.

Lykt leikur mun minna hlutverk við að skilgreina og þekkja fæðu en bragðskyn. Bragðskynið, eða bragðlaukar í tungu eru beintengdir við megintaugarnar frá meltingarvegi svo upplýsingamiðlunin þar á milli er bein og milliliðalaus. Lyktartaugin, aftur á móti, er ekki beintengd við megintaugar meltingarvegar og því er lyktarskynið ekki eins mikilvægt og bragðið þegar kemur að fæðuvali.

Hvað dýr upplifa sem gott og hvað sem slæmt er nokkuð breytilegt og er einnig háð þörfum skepnunnar fyrir mismunandi næringarefni á hverjum tíma. Því meiri sem þörfin er fyrir ákveðin fæðuefni þeim mun meiri vellíðan fylgir því að éta fæðu sem inniheldur þau efni. Á sama hátt gildir að því verri sem fæðan er – jafnvel eitruð - því meiri er refsingin. Það er einstaklingsbundið hversu mikil þörfin er á hverjum tíma fyrir næringarefni og það er líka misjafnt milli einstaklinga, og sérstaklega milli dýrategunda, hvað reynist þeim slæmt og hvað ekki.

Meðan einstaklingurinn er svangur er umbunin við að éta fæðu mikil, sérstaklega ef fæðusamsetningin uppfyllir þarfirnar. Eftir því sem líður á átlotuna minnkar umbunin og það kemur að því að ekki er þörf á meiru og frekara át fer að leiða af sér vanlíðan – eða refsingu. Fæðuvalið innan einstakra átlotna ætti þannig að breytast og eftir því sem mettunin verður meiri þá þarf umbunin að vera sterkari. Það er sem sé ekki tilviljun að við setjum það sætasta og besta – eftirmatinn – í lok máltíðarinnar hjá okkur.

Til að gera fæðuvalið enn flóknara hafa rannsóknir einnig sýnt að skepnur eru nokkuð hagfræðilega þenkjandi, þær taka kostnað með í heildardæmi fæðuöflunar. Í náttúrulegum sverði eru fjölmargar plöntutegundir, misjafnlega eftirsóttar. Ef sú eftirsóttasta finnst í mjög litlu magni og skepnan þarf að leita til að finna hana, eru aðrar minna eftirsóttar tegundir teknar í millitíðinni ef þær eru aðgengilegar og í meira mæli. Þannig skiptir framboð tegundanna líka máli. Algengar tegundir eru alltaf teknar töluvert mikið, svo framarlega sem þær eru ekki eitraðar, bara af því að það er svo ódýrt og auðvelt að bíta þær. Tegundir sem eru mjög eftirsóttar og valdar sérstaklega úr sverðinum eru hins vegar teknar í mun meiri mæli en framboð þeirra segir til um.

Lesendum er bent á að skoða einnig svar sama höfundar við spurningunni Hvaða plöntur étur sauðfé helst og hvaða tegundir forðast það?

Heimild:Myndir:...