Almennt er talað um að skilningarvitin séu fimm talsins:
Sjón.
Heyrn.
Snerting.
Bragð.
Lykt.
Stundum eru fleiri nefnd til sögunar, svo sem jafnvægisskyn, varmaskyn og sársaukaskyn.
Almennt er talað um að skilningarvitin séu fimm talsins. Flestir eru sammála um að sjónin sé okkur hvað mikilvægust.
Öll g...
Einkenni kvefs stafa af viðbrögðum ónæmiskerfis okkar gegn sýklum (einhverri af þeim um 100 veirum sem valda kvefi). Eitt þessara einkenna er að nefgöngin stíflast af slími og er það ástæðan fyrir því að við finnum ekki lykt af mat né öðru.
Ilmefni berast okkur í svonefndum gasham. Ilmefnin komast ekki að lykta...
Það er rétt sem spyrjandi bendir á að sumum finnast gúrkur mjög vondar. Við þekkjum það öll að smekkur er afar mismunandi og á það við um mat eins og flest annað. Sumir elska sjávarrétti á meðan aðrir geta ekki hugsað sér neitt betra en blóðuga nautasteik. Fyrir þessum skoðunum okkar geta legið ýmsar ástæður og í...
Svar okkar er já; við vitum ekki betur en það sé bragð af vatni og að það sé kallað vatnsbragð (hvað annað?). Við sjáum til dæmis ekki eðlismun á því að stundum er vatnsbragð af hafragrautnum og stundum kannski saltbragð eða bara haframjölsbragð. (Svo getur grauturinn reyndar líka verið sangur, það er að segja við...
Lyktar- og bragðskyn eru nátengd. Bragðlaukarnir sem skynja bragð eru á tungunni og lyktarsvæðið sem skynjar lykt er efst í nefholi. Bragð eins og súrt eða sætt getum við skynjað án lyktarskyns en flóknari tegundir bragðs getum við aðeins skynjað rétt með samspili bragðs og lyktar. Lykt og bragð veitir okkur ý...
Hvorugkynsorðið afbragð er í Íslenskri orðabók Eddu (2002:8) sagt hafa merkinguna ‘ágæti, prýðilegur maður eða hlutur’. Í Íslenskri orðsifjabók stendur:
h. 'e-ð frábært'... Leitt af so. *ab-bregðan eða bregða af, sbr. afbrugðinn 'frábrugðinn, ólíkur'...
Ekkert er minnst á vont bragð af mat en sú merking er þó ti...
Þorskur lifir á mjög fjölbreytilegri fæðu. Fyrsta sumarið lifir hann á smágerðum sviflægum krabbadýrum, næstu árin á margvíslegum botnlægum hryggleysingjum en með aukinni stærð verða ýmsar fisktegundir sífellt algengari bráð.
Þorskurinn notar sjón, hreyfiskyn, heyrn, lykt og bragð til að finna bráðina. Sjón...
Aflatoxín er sveppaeitur (e. mycotoxin). Það er eitt þekktasta og mest rannsakaða sveppaeitrið sem vitað er um í dag. Eitrið er framleitt af myglusveppunum Aspergillus flavus, A. nomius og A. parasiticus. Þessir myglusveppir vaxa við ákveðið hita- og rakastig í matvælum og fóðri. Aflatoxín finnst meðal annars í ko...
Rot er meðvitundarleysi eftir högg eða byltu. Við rotumst helst við högg sem lendir á höku eða gagnauga svo að höfuðið snýst skyndilega til hliðar eða upp. Ekki er fullljóst af hverju menn rotast við högg en líklegast þykir að það sé vegna áverka á heilastofninn.
Heilastofn liggur á milli hvelaheila (e. telence...
Fuglar finna bæði bragð og lykt en lítið er um athuganir á bragðskyni þeirra. Ýmislegt bendir til að bragðskyn fugla sé heldur minna eða álíka mikið og bragðskyn spendýra og er það byggt á tilraunum með mismunandi bragðefni.
Fuglar eru með fáa bragðlauka sem eru aftast á tungunni og í kokinu. Þessi bragðskynfær...
Til eru margar gerðir af paprikum, ólíkar að stærð, lögun og lit. Allar paprikur mynda fyrst græn aldin en þegar þau þroskast breyta þau um lit og verða rauð, gul, appelsínugul, hvít eða dökkfjólublá.
Græn paprika er því í raun óþroskuð. Það er þó meira en liturinn sem breytist við þroskun, bragð og næringaref...
Flestir sem læra að tefla lenda einhvern tímann í því að andstæðingurinn (sem þá er augljóslega búinn að læra meira) framkvæmir furðulegt bragð þegar framsækið peð hans drepur á einkennilega hátt aðalpeðið á miðborðinu. Þetta getur verið sár lífsreynsla þegar búið er að leika peðinu tvo reiti fram og koma því í ák...
Venjulega gerum við ráð fyrir að sjá liti með augunum, finna lykt með nefinu, bragð með munninum og svo framvegis. Mörkin þarna á milli eru yfirleitt talin skýr. Þegar þessi mörk eru rofin er talað um samskynjun (e. synesthesia, synaesthesia). Ef áreiti á eitt skynfæri leiðir til skynjunar sem einkennir annað skyn...
Orðið prettur merkir ‘bragð, svikabrella’ og þekkist þegar í elsta íslensku máli. Sögnin að pretta er einnig gömul í málinu í merkingunni ‘svíkja, leika á einhvern’.Sá sem er prettinn eða prettóttur er ‘bragðvís, brellinn’. Prettari virðist ekki mikið notað en þá um þann sem hefur gaman að því að leika á aðra, sví...
Bjór er samnefnari fyrir alla gerjaða, áfenga drykki gerða úr möltuðu korni og humlum. Bjór má gróft séð skipta í tvo flokka, lager og öl (e. ale). Munurinn ræðst af gerinu sem er notað en bruggaðferðirnar eru þær sömu, það er hvernig sykrunum er náð úr korninu og humlum bætt í og svo framvegis.
Í lagerbjór er...
Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!