Sólin Sólin Rís 05:33 • sest 21:22 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:14 • Sest 05:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:26 • Síðdegis: 23:41 í Reykjavík

Er bragð af vatni? Sé svo, þá hvernig bragð?

ÞV

Svar okkar er já; við vitum ekki betur en það sé bragð af vatni og að það sé kallað vatnsbragð (hvað annað?). Við sjáum til dæmis ekki eðlismun á því að stundum er vatnsbragð af hafragrautnum og stundum kannski saltbragð eða bara haframjölsbragð. (Svo getur grauturinn reyndar líka verið sangur, það er að segja viðbrenndur).

Hugsum okkur að við bindum fyrir augun á okkur, setjum þvottaklemmur á nefin og drekkum síðan vökva úr glasi. Þá er yfirleitt vandalaust að segja til um hvort vökvinn er vatn eða vín, appelsínusafi eða orkudrykkur. Við getum líka greint milli litlausra vökva sem við drekkum með opin augu án þess að skynja lykt. Það er eitthvert einkenni vatnsins sem veldur þessu. Er þetta einkenni eitthvað annað en vatnsbragð? Er hægt að flækja það mál eitthvað frekar?

Það er líka einn þáttur í þjóðarvitund Íslendinga að íslenskt vatn sé alveg sérstaklega gott, miklu betra en annað vatn í heiminum, og kannski er dálítið til í því. Einkum er það þó fólk á Reykjavíkursvæðinu sem dáir Gvendarbrunnavatnið, sem er náttúrlega kennt við dýrlinginn Guðmund góða. Það sem veldur þessari trú á Gvend er ekkert annað en bragðið af vatninu, undanbragðalaust!

Hitt er svo annað mál að þetta góða bragð er tengt svokölluðum tómleika vatnsins eins og fram kemur í svari Ingu Þórsdóttur við spurningunni Er vatn á Íslandi betra en annars staðar í heiminum, og þá af hverju? Þessi steinefnafátækt vatnsins er ekki kostur við allar aðstæður en það er ekki aðalatriðið hér, heldur hitt að vatn frá mismunandi stöðum hefur mismunandi efnasamsetningu og mismunandi bragð.

Það er ekki nóg með að til sé vatnsbragð, heldur er líka til mismunandi vatnsbragð!

Svo má geta þess að lokum að leitarvélar Veraldarvefsins hafa ýmislegt að segja um vatnsbragð. Þarf þá nokkuð fleiri vitnanna við?

Við setjum hér einn tengil sem dæmi, til Google.Mynd: HB

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

1.6.2001

Spyrjandi

Sigrún Ingveldur Jónsdóttir

Tilvísun

ÞV. „Er bragð af vatni? Sé svo, þá hvernig bragð?“ Vísindavefurinn, 1. júní 2001. Sótt 21. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1673.

ÞV. (2001, 1. júní). Er bragð af vatni? Sé svo, þá hvernig bragð? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1673

ÞV. „Er bragð af vatni? Sé svo, þá hvernig bragð?“ Vísindavefurinn. 1. jún. 2001. Vefsíða. 21. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1673>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er bragð af vatni? Sé svo, þá hvernig bragð?
Svar okkar er já; við vitum ekki betur en það sé bragð af vatni og að það sé kallað vatnsbragð (hvað annað?). Við sjáum til dæmis ekki eðlismun á því að stundum er vatnsbragð af hafragrautnum og stundum kannski saltbragð eða bara haframjölsbragð. (Svo getur grauturinn reyndar líka verið sangur, það er að segja viðbrenndur).

Hugsum okkur að við bindum fyrir augun á okkur, setjum þvottaklemmur á nefin og drekkum síðan vökva úr glasi. Þá er yfirleitt vandalaust að segja til um hvort vökvinn er vatn eða vín, appelsínusafi eða orkudrykkur. Við getum líka greint milli litlausra vökva sem við drekkum með opin augu án þess að skynja lykt. Það er eitthvert einkenni vatnsins sem veldur þessu. Er þetta einkenni eitthvað annað en vatnsbragð? Er hægt að flækja það mál eitthvað frekar?

Það er líka einn þáttur í þjóðarvitund Íslendinga að íslenskt vatn sé alveg sérstaklega gott, miklu betra en annað vatn í heiminum, og kannski er dálítið til í því. Einkum er það þó fólk á Reykjavíkursvæðinu sem dáir Gvendarbrunnavatnið, sem er náttúrlega kennt við dýrlinginn Guðmund góða. Það sem veldur þessari trú á Gvend er ekkert annað en bragðið af vatninu, undanbragðalaust!

Hitt er svo annað mál að þetta góða bragð er tengt svokölluðum tómleika vatnsins eins og fram kemur í svari Ingu Þórsdóttur við spurningunni Er vatn á Íslandi betra en annars staðar í heiminum, og þá af hverju? Þessi steinefnafátækt vatnsins er ekki kostur við allar aðstæður en það er ekki aðalatriðið hér, heldur hitt að vatn frá mismunandi stöðum hefur mismunandi efnasamsetningu og mismunandi bragð.

Það er ekki nóg með að til sé vatnsbragð, heldur er líka til mismunandi vatnsbragð!

Svo má geta þess að lokum að leitarvélar Veraldarvefsins hafa ýmislegt að segja um vatnsbragð. Þarf þá nokkuð fleiri vitnanna við?

Við setjum hér einn tengil sem dæmi, til Google.Mynd: HB...