Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er afbragð vont bragð?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Hvorugkynsorðið afbragð er í Íslenskri orðabók Eddu (2002:8) sagt hafa merkinguna ‘ágæti, prýðilegur maður eða hlutur’. Í Íslenskri orðsifjabók stendur:

h. 'e-ð frábært'... Leitt af so. *ab-bregðan eða bregða af, sbr. afbrugðinn 'frábrugðinn, ólíkur'...

Ekkert er minnst á vont bragð af mat en sú merking er þó til.


Afbragð þykir vera af mygluðu brauði.

Í talmálssafni Orðabókar Háskólans eru dæmi bæði um aðbragð og afbragð um aukabragð af mat. Heldur fleiri dæmi voru um afbragð. Ég spurðist sjálf fyrir um orðin í þættinum Íslenskt mál í Ríkisútvarpinu fyrir um tuttugu árum og svo virðist sem notkunin sé að einhverju leyti staðbundin. Nær allar heimildirnar sem bárust voru af norðanverðu landinu. Menn gátu þess að afbragð (aðbragð) væri til dæmis af viðbrenndum mat, brauði og öðrum mat sem væri byrjaður að skemmast og skyri sem farið væri að súrna.

Mynd: P6230145.JPG. Flickr.com. Höfundur myndar er Natalia Naduris-Weissman. Myndin er birt undir Creative Commons leyfi.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

11.1.2007

Spyrjandi

Magnús Sigurðsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Er afbragð vont bragð?“ Vísindavefurinn, 11. janúar 2007, sótt 13. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6462.

Guðrún Kvaran. (2007, 11. janúar). Er afbragð vont bragð? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6462

Guðrún Kvaran. „Er afbragð vont bragð?“ Vísindavefurinn. 11. jan. 2007. Vefsíða. 13. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6462>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er afbragð vont bragð?
Hvorugkynsorðið afbragð er í Íslenskri orðabók Eddu (2002:8) sagt hafa merkinguna ‘ágæti, prýðilegur maður eða hlutur’. Í Íslenskri orðsifjabók stendur:

h. 'e-ð frábært'... Leitt af so. *ab-bregðan eða bregða af, sbr. afbrugðinn 'frábrugðinn, ólíkur'...

Ekkert er minnst á vont bragð af mat en sú merking er þó til.


Afbragð þykir vera af mygluðu brauði.

Í talmálssafni Orðabókar Háskólans eru dæmi bæði um aðbragð og afbragð um aukabragð af mat. Heldur fleiri dæmi voru um afbragð. Ég spurðist sjálf fyrir um orðin í þættinum Íslenskt mál í Ríkisútvarpinu fyrir um tuttugu árum og svo virðist sem notkunin sé að einhverju leyti staðbundin. Nær allar heimildirnar sem bárust voru af norðanverðu landinu. Menn gátu þess að afbragð (aðbragð) væri til dæmis af viðbrenndum mat, brauði og öðrum mat sem væri byrjaður að skemmast og skyri sem farið væri að súrna.

Mynd: P6230145.JPG. Flickr.com. Höfundur myndar er Natalia Naduris-Weissman. Myndin er birt undir Creative Commons leyfi....