Sólin Sólin Rís 10:39 • sest 15:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:20 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:06 • Síðdegis: 13:38 í Reykjavík

Hver er munurinn á lagerbjór og öli og hvers konar drykkur er mjöður?

Guðmundur Mar Magnússon

Bjór er samnefnari fyrir alla gerjaða, áfenga drykki gerða úr möltuðu korni og humlum. Bjór má gróft séð skipta í tvo flokka, lager og öl (e. ale). Munurinn ræðst af gerinu sem er notað en bruggaðferðirnar eru þær sömu, það er hvernig sykrunum er náð úr korninu og humlum bætt í og svo framvegis.

Í lagerbjór er notað ger sem sest til botns í tankinum þegar gerjun er lokið en í öli er notað ger sem flýtur upp í tankinum. Þessar gertegundir hafa mismunandi kjörhita; lager er oft gerjaður við 10-12 °C en öl við 20-25 °C. Af þessu leiðir að lagerbjór gerjast hægar og hefur því hreinna og einfaldara bragð, auk þess sem þroskunin tekur lengri tíma vegna þess hversu lágt hitastigið er. Lagerbjórinn er oft geymdur lengi í tanknum meðan hann þroskast og verður tilbúinn til neyslu; af þessu er nafnið dregið en lager er jú eitthvað sem er geymt. Ölið gerjast við hærri hita og er því mun styttra í gerjun og þroskun. Öl hefur oft flóknara og ávaxtaríkara bragð.Hér sjást svonefnd minibruggtæki Ölgerðarinnar sem notuð eru til að framleiða "sælkerabjóra". Í hverri lögun eru 1000 lítrar og koma einungis 2-3 laganir á viku úr þessum handvirku koparkötlum

Sögulega tilheyrir lager mið-evrópskri hefð, það er Þýskalandi og Tékklandi, en öl tilheyrir Bretlandi og Belgíu, þó svo að dæmi um öl sé að finna í Þýskalandi og er þá hveitibjór (þ. Weiβbier) það sem kemur fyrst upp í hugann. Í sögulegu samhengi hefur ölið haft yfirhöndina; bruggun á lager hófst nefnilega ekki að nokkru marki fyrr en um árið 1850 en lagerinn hefur síðan náð yfirhöndinni.

Geri til bjórgerðar má skipta gróft í tvo flokka, það er ölger og lagerger, en af hvorum flokki eru til ótal afbrigði. Algengt er að ölgerðir hafi fundið sinn stofn til að kalla fram þá eiginleika sem sóst er eftir og má til dæmis geta þess að Ölgerð Egils Skallagrímssonar notar ekki sama gerið til að framleiða Egils bjór og Tuborg þó að báðir séu lagergerstofnar. Eins er ölgerið sem notað er í hveitibjór í Þýskalandi ekki notað í annað enda býr það til bragð sem er skilgreint sem óbragð (e. off flavour) í lagerbjór.

Mjöður á fátt skylt með lager og öli. Mjöður var nefnilega ekki bjór, eins og margir halda, heldur gerjaður drykkur úr hunangi, einskonar hunangsvín. Til að krydda mjöðinn voru notaðar jurtir eins og mjaðarlyng (Myrica gale, sænska: pors) og beitilyng. Einnig eru til afbrigði af miði sem eru gerð úr hunangi og korni en það er vanalega kallað „braggot“. Mjöður er enn framleiddur og þá sérstaklega á Bretlandseyjum. Best þykir að tappa á flöskur eftir gerjun og leyfa svo miðinum að þroskast, jafnvel árum saman, í flöskunni.

Mynd:
  • Bruggtæki Ölgerðarinnar - Guðmundur Mar Magnússon 27.08.10

Höfundur

bruggmeistari Ölgerðar Egils Skallagrímssonar

Útgáfudagur

2.9.2010

Spyrjandi

Magnús Þór Gunnarsson, Helgi Einarsson f. 1994, Helga Georgs

Tilvísun

Guðmundur Mar Magnússon. „Hver er munurinn á lagerbjór og öli og hvers konar drykkur er mjöður?“ Vísindavefurinn, 2. september 2010. Sótt 29. nóvember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=53127.

Guðmundur Mar Magnússon. (2010, 2. september). Hver er munurinn á lagerbjór og öli og hvers konar drykkur er mjöður? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=53127

Guðmundur Mar Magnússon. „Hver er munurinn á lagerbjór og öli og hvers konar drykkur er mjöður?“ Vísindavefurinn. 2. sep. 2010. Vefsíða. 29. nóv. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=53127>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á lagerbjór og öli og hvers konar drykkur er mjöður?
Bjór er samnefnari fyrir alla gerjaða, áfenga drykki gerða úr möltuðu korni og humlum. Bjór má gróft séð skipta í tvo flokka, lager og öl (e. ale). Munurinn ræðst af gerinu sem er notað en bruggaðferðirnar eru þær sömu, það er hvernig sykrunum er náð úr korninu og humlum bætt í og svo framvegis.

Í lagerbjór er notað ger sem sest til botns í tankinum þegar gerjun er lokið en í öli er notað ger sem flýtur upp í tankinum. Þessar gertegundir hafa mismunandi kjörhita; lager er oft gerjaður við 10-12 °C en öl við 20-25 °C. Af þessu leiðir að lagerbjór gerjast hægar og hefur því hreinna og einfaldara bragð, auk þess sem þroskunin tekur lengri tíma vegna þess hversu lágt hitastigið er. Lagerbjórinn er oft geymdur lengi í tanknum meðan hann þroskast og verður tilbúinn til neyslu; af þessu er nafnið dregið en lager er jú eitthvað sem er geymt. Ölið gerjast við hærri hita og er því mun styttra í gerjun og þroskun. Öl hefur oft flóknara og ávaxtaríkara bragð.Hér sjást svonefnd minibruggtæki Ölgerðarinnar sem notuð eru til að framleiða "sælkerabjóra". Í hverri lögun eru 1000 lítrar og koma einungis 2-3 laganir á viku úr þessum handvirku koparkötlum

Sögulega tilheyrir lager mið-evrópskri hefð, það er Þýskalandi og Tékklandi, en öl tilheyrir Bretlandi og Belgíu, þó svo að dæmi um öl sé að finna í Þýskalandi og er þá hveitibjór (þ. Weiβbier) það sem kemur fyrst upp í hugann. Í sögulegu samhengi hefur ölið haft yfirhöndina; bruggun á lager hófst nefnilega ekki að nokkru marki fyrr en um árið 1850 en lagerinn hefur síðan náð yfirhöndinni.

Geri til bjórgerðar má skipta gróft í tvo flokka, það er ölger og lagerger, en af hvorum flokki eru til ótal afbrigði. Algengt er að ölgerðir hafi fundið sinn stofn til að kalla fram þá eiginleika sem sóst er eftir og má til dæmis geta þess að Ölgerð Egils Skallagrímssonar notar ekki sama gerið til að framleiða Egils bjór og Tuborg þó að báðir séu lagergerstofnar. Eins er ölgerið sem notað er í hveitibjór í Þýskalandi ekki notað í annað enda býr það til bragð sem er skilgreint sem óbragð (e. off flavour) í lagerbjór.

Mjöður á fátt skylt með lager og öli. Mjöður var nefnilega ekki bjór, eins og margir halda, heldur gerjaður drykkur úr hunangi, einskonar hunangsvín. Til að krydda mjöðinn voru notaðar jurtir eins og mjaðarlyng (Myrica gale, sænska: pors) og beitilyng. Einnig eru til afbrigði af miði sem eru gerð úr hunangi og korni en það er vanalega kallað „braggot“. Mjöður er enn framleiddur og þá sérstaklega á Bretlandseyjum. Best þykir að tappa á flöskur eftir gerjun og leyfa svo miðinum að þroskast, jafnvel árum saman, í flöskunni.

Mynd:
  • Bruggtæki Ölgerðarinnar - Guðmundur Mar Magnússon 27.08.10
...