Sólin Sólin Rís 02:57 • sest 24:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:31 • Sest 02:09 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:23 • Síðdegis: 24:44 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:08 • Síðdegis: 18:28 í Reykjavík

Hver fann upp áfengið?

Benedikt Blöndal og Jón Sigurðsson

Við gerum ráð fyrir að spyrjandi eigi við áfenga drykki, en sjálft áfengið í þeim, etanólið (C2H5OH), er náttúrulegt efni og ekki fundið upp af neinum.

Menn hafa bruggað og drukkið áfengi allt frá forsögulegum tíma. Þetta á þó bara við um gerjaða drykki eins og bjór og vín, það er drykki sem framleiddir eru með því að nota ger til þess að breyta kolvetnum í alkóhól. Elstu áfengu drykkirnir hafa mögulega verið búnir til úr berjum eða hunangi, og elstu ílátin sem virðast hafa verið notuð undir áfengi eru könnur frá nýsteinöld. Aðferðin sjálf gæti þó verið enn eldri og ekki er ólíklegt að mismunandi menningarsamfélög hafi fundið hana upp óháð hvert öðru. Vitað er um bjór- og víndrykkju hjá fornum þjóðum eins og Egyptum, Súmerum, Babýlóníumönnum og Kínverjum.


Ölgerðarmenn að störfum. Rista frá 16. öld.

Gerjaðir drykkir geta ekki náð meiri styrkleika en um 20% af alkóhóli. Aftur á móti er hægt að ná allt að 96% styrkleika með því að eima gerjaða drykki. Íslamskir alkemistar virðast á 8. eða 9. öld hafa fundið upp eimingaraðferð sem líkist mjög nútímaaðferðum til að framleiða sterka drykki. Árið 1796 tókst svo Johann Tobias Lowitz að fá fram 100% hreint etanól með því að sía sterkt áfengi. Um þrjátíu árum síðar tókst bæði Bretanum Henry Hennel og Frakkanum S. G. Sérullas, óháð hvor öðrum, að framleiða etanól með efnafræðilegum aðferðum á tilraunastofu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimild og mynd


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2006.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

1.8.2006

Spyrjandi

Kara Magnúsdóttir, f. 1995

Tilvísun

Benedikt Blöndal og Jón Sigurðsson. „Hver fann upp áfengið? “ Vísindavefurinn, 1. ágúst 2006. Sótt 14. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6099.

Benedikt Blöndal og Jón Sigurðsson. (2006, 1. ágúst). Hver fann upp áfengið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6099

Benedikt Blöndal og Jón Sigurðsson. „Hver fann upp áfengið? “ Vísindavefurinn. 1. ágú. 2006. Vefsíða. 14. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6099>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver fann upp áfengið?
Við gerum ráð fyrir að spyrjandi eigi við áfenga drykki, en sjálft áfengið í þeim, etanólið (C2H5OH), er náttúrulegt efni og ekki fundið upp af neinum.

Menn hafa bruggað og drukkið áfengi allt frá forsögulegum tíma. Þetta á þó bara við um gerjaða drykki eins og bjór og vín, það er drykki sem framleiddir eru með því að nota ger til þess að breyta kolvetnum í alkóhól. Elstu áfengu drykkirnir hafa mögulega verið búnir til úr berjum eða hunangi, og elstu ílátin sem virðast hafa verið notuð undir áfengi eru könnur frá nýsteinöld. Aðferðin sjálf gæti þó verið enn eldri og ekki er ólíklegt að mismunandi menningarsamfélög hafi fundið hana upp óháð hvert öðru. Vitað er um bjór- og víndrykkju hjá fornum þjóðum eins og Egyptum, Súmerum, Babýlóníumönnum og Kínverjum.


Ölgerðarmenn að störfum. Rista frá 16. öld.

Gerjaðir drykkir geta ekki náð meiri styrkleika en um 20% af alkóhóli. Aftur á móti er hægt að ná allt að 96% styrkleika með því að eima gerjaða drykki. Íslamskir alkemistar virðast á 8. eða 9. öld hafa fundið upp eimingaraðferð sem líkist mjög nútímaaðferðum til að framleiða sterka drykki. Árið 1796 tókst svo Johann Tobias Lowitz að fá fram 100% hreint etanól með því að sía sterkt áfengi. Um þrjátíu árum síðar tókst bæði Bretanum Henry Hennel og Frakkanum S. G. Sérullas, óháð hvor öðrum, að framleiða etanól með efnafræðilegum aðferðum á tilraunastofu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimild og mynd


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2006....