Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er elsta bjórtegundin?

Guðmundur Mar Magnússon

Guinness frá Írlandi var fyrst brugguð árið 1759 og er líklega sú tegund af öli sem er elst. Elsta ölgerð heims er hins vegar Weihenstephan sem er í Freising rétt norður af München. Hún var stofnuð 1040. Bruggun á lager hófst hins vegar 1842 og þar gerir Pilsner urquell frá Tékklandi tilkall til titilsins elsti lagerinn. Nafnið Pilsner urquell vísar til að þessi ljósi lager sé hinn upprunalegi lager því þýska orðið "urquell" þýðir einmitt "upprunalegur". Mjög margar þekktar ölgerðir voru svo stofnaðar á árunum 1850-1900, til dæmis Carlsberg og Heineken.



Hér sést upprunalega Carlsberg-verksmiðjan.

Bjór hefur samt verið bruggaður í mörg þúsund ár. Egyptar brugguðu á sama hátt og gert er í dag en við mun frumstæðari skilyrði, fyrir utan að öll þekking á geri og örverum var þá ekki til staðar. Það er því líklegt að þeirra bjór hafi nú verið æði misjafn að gæðum og örugglega lítið spennandi á nútímamælikvarða. Bruggun var fyrr á öldum hluti af góðu heimilishaldi eins og brauðgerð þannig að allur almenningur fékkst við þetta eins og hverja aðra matargerð. Síðar þegar menn fóru að nota humla á 12. öld komust þeir að því að humlarnir verja drykkina fyrir matareitrunargerlum. Bjórinn á miðöldum var því mun öruggari drykkur en vatn.

Mynd:


Eftirfarandi spurningu var einnig svarað:
  • Hvernig brugguðu Egyptar bjór? Og var þetta bara fyrir ríka Egypta?

Höfundur

bruggmeistari Ölgerðar Egils Skallagrímssonar

Útgáfudagur

2.11.2010

Spyrjandi

Helgi Guðmundsson

Tilvísun

Guðmundur Mar Magnússon. „Hver er elsta bjórtegundin?“ Vísindavefurinn, 2. nóvember 2010, sótt 5. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=17941.

Guðmundur Mar Magnússon. (2010, 2. nóvember). Hver er elsta bjórtegundin? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=17941

Guðmundur Mar Magnússon. „Hver er elsta bjórtegundin?“ Vísindavefurinn. 2. nóv. 2010. Vefsíða. 5. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=17941>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er elsta bjórtegundin?
Guinness frá Írlandi var fyrst brugguð árið 1759 og er líklega sú tegund af öli sem er elst. Elsta ölgerð heims er hins vegar Weihenstephan sem er í Freising rétt norður af München. Hún var stofnuð 1040. Bruggun á lager hófst hins vegar 1842 og þar gerir Pilsner urquell frá Tékklandi tilkall til titilsins elsti lagerinn. Nafnið Pilsner urquell vísar til að þessi ljósi lager sé hinn upprunalegi lager því þýska orðið "urquell" þýðir einmitt "upprunalegur". Mjög margar þekktar ölgerðir voru svo stofnaðar á árunum 1850-1900, til dæmis Carlsberg og Heineken.



Hér sést upprunalega Carlsberg-verksmiðjan.

Bjór hefur samt verið bruggaður í mörg þúsund ár. Egyptar brugguðu á sama hátt og gert er í dag en við mun frumstæðari skilyrði, fyrir utan að öll þekking á geri og örverum var þá ekki til staðar. Það er því líklegt að þeirra bjór hafi nú verið æði misjafn að gæðum og örugglega lítið spennandi á nútímamælikvarða. Bruggun var fyrr á öldum hluti af góðu heimilishaldi eins og brauðgerð þannig að allur almenningur fékkst við þetta eins og hverja aðra matargerð. Síðar þegar menn fóru að nota humla á 12. öld komust þeir að því að humlarnir verja drykkina fyrir matareitrunargerlum. Bjórinn á miðöldum var því mun öruggari drykkur en vatn.

Mynd:


Eftirfarandi spurningu var einnig svarað:
  • Hvernig brugguðu Egyptar bjór? Og var þetta bara fyrir ríka Egypta?
...