Það má því færa fyrir því rök að alkóhól, það er etanól, sem leysist vel í vatni sé hlutfallslega lægra í froðunni en í bjórnum fyrir neðan. Það er því ekki rétt að allt áfengið sé í froðunni, líklega er minna alkóhól í froðu en í bjórnum sjálfum!
Hinsvegar er hefð að bera bjór fram með hæfilegum froðutoppi og er það jafnan talinn kostur ef bjórinn heldur vel froðunni í glasinu.
Ítarefni:- Vísindagrein um breytingar sem verða á bjórfroðu þegar hún fellur saman
- Wonderhowto.com - How to quickly eliminate beer foam.
- Drink with the Wench. Sótt 23.9.2010.
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Nú heyrir maður oft sagt þegar maður er á pöbbnum "Allt áfengið er í froðunni". Er það satt eða er þetta einhvað sem barþjónar hafa fundið upp til að leyna því hvað þeir eru lélegir að hella í bjórglös?