Sólin Sólin Rís 04:10 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 08:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:25 • Síðdegis: 20:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:23 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:10 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 08:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:25 • Síðdegis: 20:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:23 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er meira áfengi í bjórfroðu en í bjórnum sjálfum?

Guðmundur Mar Magnússon

Froðurannsóknir í bjór eru erfiðar þar sem froðan er síbreytileg. Þéttni froðunnar er mun minni en bjórsins en þó er vitað að froðan hefur nokkurn veginn sömu samsetningu og bjórinn sjálfur. Hlutfall prótína og humlaefna er þó eitthvað hærra í froðunni því hún er að einhverju leyti vatnsfælin (e. hydrophobic). Vatnsfælnin stafar af því að mikið gas, aðallega koltvísýringur (CO2), er í froðunni. Þess vegna má gera ráð fyrir að í froðuna safnist frekar vatnsfælin efni eins og úr humlum en síður vatnssækin efni.

Það má því færa fyrir því rök að alkóhól, það er etanól, sem leysist vel í vatni sé hlutfallslega lægra í froðunni en í bjórnum fyrir neðan. Það er því ekki rétt að allt áfengið sé í froðunni, líklega er minna alkóhól í froðu en í bjórnum sjálfum!

Hinsvegar er hefð að bera bjór fram með hæfilegum froðutoppi og er það jafnan talinn kostur ef bjórinn heldur vel froðunni í glasinu.

Ítarefni:

Mynd:


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Nú heyrir maður oft sagt þegar maður er á pöbbnum "Allt áfengið er í froðunni". Er það satt eða er þetta einhvað sem barþjónar hafa fundið upp til að leyna því hvað þeir eru lélegir að hella í bjórglös?

Höfundur

bruggmeistari Ölgerðar Egils Skallagrímssonar

Útgáfudagur

23.9.2010

Spyrjandi

Gunnar Ingi Ágústsson

Tilvísun

Guðmundur Mar Magnússon. „Er meira áfengi í bjórfroðu en í bjórnum sjálfum?“ Vísindavefurinn, 23. september 2010, sótt 24. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=57030.

Guðmundur Mar Magnússon. (2010, 23. september). Er meira áfengi í bjórfroðu en í bjórnum sjálfum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=57030

Guðmundur Mar Magnússon. „Er meira áfengi í bjórfroðu en í bjórnum sjálfum?“ Vísindavefurinn. 23. sep. 2010. Vefsíða. 24. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=57030>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er meira áfengi í bjórfroðu en í bjórnum sjálfum?
Froðurannsóknir í bjór eru erfiðar þar sem froðan er síbreytileg. Þéttni froðunnar er mun minni en bjórsins en þó er vitað að froðan hefur nokkurn veginn sömu samsetningu og bjórinn sjálfur. Hlutfall prótína og humlaefna er þó eitthvað hærra í froðunni því hún er að einhverju leyti vatnsfælin (e. hydrophobic). Vatnsfælnin stafar af því að mikið gas, aðallega koltvísýringur (CO2), er í froðunni. Þess vegna má gera ráð fyrir að í froðuna safnist frekar vatnsfælin efni eins og úr humlum en síður vatnssækin efni.

Það má því færa fyrir því rök að alkóhól, það er etanól, sem leysist vel í vatni sé hlutfallslega lægra í froðunni en í bjórnum fyrir neðan. Það er því ekki rétt að allt áfengið sé í froðunni, líklega er minna alkóhól í froðu en í bjórnum sjálfum!

Hinsvegar er hefð að bera bjór fram með hæfilegum froðutoppi og er það jafnan talinn kostur ef bjórinn heldur vel froðunni í glasinu.

Ítarefni:

Mynd:


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Nú heyrir maður oft sagt þegar maður er á pöbbnum "Allt áfengið er í froðunni". Er það satt eða er þetta einhvað sem barþjónar hafa fundið upp til að leyna því hvað þeir eru lélegir að hella í bjórglös?
...