Sólin Sólin Rís 03:58 • sest 22:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:24 • Sest 03:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:47 • Síðdegis: 16:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:07 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Af hverju er bjór stundum rauður á litinn?

Guðmundur Mar Magnússon

Litur á bjór ræðst að öllu jöfnu af því maltkorni sem notað er. Litur maltsins ræðst svo af því við hvaða aðstæður það er þurrkað eftir spírun, allt frá mjög mildri þurrkun (ljóst pilsnermalt) upp í það snarpa þurrkun að kornið brennur (svart malt). Hér er um að ræða samspil hita og rakastigs í stýrðu ferli við framleiðslu á til dæmis crystal-malti, münchen-malti og ótal öðrum tegundum. Kalla má fram rauðleitan tón, eins svartan eða brúnan, með réttri samsetningu af mismunandi malttegundum en bjórinn verður ekki skærrauður heldur rauðbrúnn.

Japanska ölgerðin Abashiri framleiðir litskrúðuga bjóra.

Bjór getur líka verið rauður af öðrum ástæðum og þá mætti helst nefna bjóra sem í er bætt berjum eða sírópi, til dæmis kirsuberjum í belgískan lambic-bjór (sem heitir þá Kriek) eða berjasaft í berliner weisse. Báðir þessir bjórstílar eru súrir í grunninn og kemur þá sætan frá berjunum á móti sýrunni en slíkur bjór getur verið skærrauður. Ég hef heyrt að það sé til siðs í Eystrasaltslöndunum, sérstaklega í Lettlandi, að bera fram bjór sem er litaður rauður með matarlit. Þá ber hann ekki neitt bragð með sér, ólíkt því sem gerist þegar liturinn kemur til vegna malts eða kirsuberja.

Mynd:

Höfundur

bruggmeistari Ölgerðar Egils Skallagrímssonar

Útgáfudagur

14.7.2011

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Guðmundur Mar Magnússon. „Af hverju er bjór stundum rauður á litinn?“ Vísindavefurinn, 14. júlí 2011. Sótt 19. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=60227.

Guðmundur Mar Magnússon. (2011, 14. júlí). Af hverju er bjór stundum rauður á litinn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=60227

Guðmundur Mar Magnússon. „Af hverju er bjór stundum rauður á litinn?“ Vísindavefurinn. 14. júl. 2011. Vefsíða. 19. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=60227>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er bjór stundum rauður á litinn?
Litur á bjór ræðst að öllu jöfnu af því maltkorni sem notað er. Litur maltsins ræðst svo af því við hvaða aðstæður það er þurrkað eftir spírun, allt frá mjög mildri þurrkun (ljóst pilsnermalt) upp í það snarpa þurrkun að kornið brennur (svart malt). Hér er um að ræða samspil hita og rakastigs í stýrðu ferli við framleiðslu á til dæmis crystal-malti, münchen-malti og ótal öðrum tegundum. Kalla má fram rauðleitan tón, eins svartan eða brúnan, með réttri samsetningu af mismunandi malttegundum en bjórinn verður ekki skærrauður heldur rauðbrúnn.

Japanska ölgerðin Abashiri framleiðir litskrúðuga bjóra.

Bjór getur líka verið rauður af öðrum ástæðum og þá mætti helst nefna bjóra sem í er bætt berjum eða sírópi, til dæmis kirsuberjum í belgískan lambic-bjór (sem heitir þá Kriek) eða berjasaft í berliner weisse. Báðir þessir bjórstílar eru súrir í grunninn og kemur þá sætan frá berjunum á móti sýrunni en slíkur bjór getur verið skærrauður. Ég hef heyrt að það sé til siðs í Eystrasaltslöndunum, sérstaklega í Lettlandi, að bera fram bjór sem er litaður rauður með matarlit. Þá ber hann ekki neitt bragð með sér, ólíkt því sem gerist þegar liturinn kemur til vegna malts eða kirsuberja.

Mynd:...