Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Í flestum piparkökuuppskriftum er enginn pipar, nema kannski á hnífsoddi. Af hverju kallast kökurnar þá piparkökur?

Guðrún Kvaran

Orðið piparkaka er tökuorð úr dönsku peberkage sem aftur hefur fengið orðið að láni úr þýsku Pfefferkuchen. Í Danmörku þekkjast piparkökur frá 15. öld en elsta dæmi Orðabókar Háskólans er frá 18. öld.

Danska sögnin pebre ‘pipra’ merkti ekki einungis að setja pipar í mat heldur var notuð um hvers kyns sterkt krydd sem annars vegar átti að gefa matnum ákveðið bragð en hins vegar að auka geymsluþol hans. Í piparkökur er vaninn að nota engifer, kanel, negul og kardimommur og gefa allar þessar kryddtegundir kökunum sterkan keim, þær ,,pipra“ hann samkvæmt dönsku merkingunni.

Piparkökur innihalda ýmiskonar krydd sem gefa þeim sterkt bragð.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

21.4.2009

Spyrjandi

Líf Magneudóttir, Hera Gautadóttir, f. 1998, Soffía Scheving Thorsteinsson, f. 1990

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Í flestum piparkökuuppskriftum er enginn pipar, nema kannski á hnífsoddi. Af hverju kallast kökurnar þá piparkökur? “ Vísindavefurinn, 21. apríl 2009. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=50632.

Guðrún Kvaran. (2009, 21. apríl). Í flestum piparkökuuppskriftum er enginn pipar, nema kannski á hnífsoddi. Af hverju kallast kökurnar þá piparkökur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=50632

Guðrún Kvaran. „Í flestum piparkökuuppskriftum er enginn pipar, nema kannski á hnífsoddi. Af hverju kallast kökurnar þá piparkökur? “ Vísindavefurinn. 21. apr. 2009. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=50632>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Í flestum piparkökuuppskriftum er enginn pipar, nema kannski á hnífsoddi. Af hverju kallast kökurnar þá piparkökur?
Orðið piparkaka er tökuorð úr dönsku peberkage sem aftur hefur fengið orðið að láni úr þýsku Pfefferkuchen. Í Danmörku þekkjast piparkökur frá 15. öld en elsta dæmi Orðabókar Háskólans er frá 18. öld.

Danska sögnin pebre ‘pipra’ merkti ekki einungis að setja pipar í mat heldur var notuð um hvers kyns sterkt krydd sem annars vegar átti að gefa matnum ákveðið bragð en hins vegar að auka geymsluþol hans. Í piparkökur er vaninn að nota engifer, kanel, negul og kardimommur og gefa allar þessar kryddtegundir kökunum sterkan keim, þær ,,pipra“ hann samkvæmt dönsku merkingunni.

Piparkökur innihalda ýmiskonar krydd sem gefa þeim sterkt bragð.

Mynd:...