Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Verða til piparkökur ef piparkökusöngnum í Dýrunum í Hálsaskógi er fylgt?

EDS

Stutta svarið er að það verða til kökur ef piparkökusöngnum er fylgt. Þær verða hins hins vegar ekki eins og þær piparkökur sem flestir eiga að venjast.

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Í flestum piparkökuuppskriftum er enginn pipar, nema kannski á hnífsoddi. Af hverju kallast kökurnar þá piparkökur? þá hafa þessar kökur ekki fengið nafn sitt af því að þær innihalda svo mikinn pipar, heldur frekar vegna þess að þær hafa sterkan keim af þeim kryddum sem í þær eru settar. Oftast eru það engifer, kanell, negull og kardimommur en í sumum uppskriftum er líka örlítill pipar.

Hérastubbur bakari og bakaradrengurinn með nýbakaðar piparkökur. En eftir hvaða uppskrift? Og hvernig heppnaðist baksturinn?

Í leikritinu Dýrin í Hálsaskógi eftir norska leikskáldið Thorbjørn Egner notar Hérastubbur bakari söng til þess að leggja uppskriftina af piparkökum á minnið. Samkvæmt textanum er innihaldið eftirfarandi:
  • 1 kg margarín (smjörlíki)
  • 1 kg púður (það er púðursykur)
  • 8 eggjarauður
  • 1 kg hveiti
  • 1 tsk. pipar

Á vefnum má finna fjölmargar síður með uppskriftum af piparkökum. Uppskriftirnar eru ekki endilega alveg eins en eiga það allar sameiginlegt að vera töluvert frábrugðnar uppskrift Hérastubbs. Meðal þess sem skilur á milli er að hjá Hérastubbi er hlutfall smjörlíkis miklu hærra en í öðrum uppskriftum. Mælt í grömmum (eða kílóum) þá er smjörlíkið oft um eða innan við helmingur þess magns sem er af hveiti en hjá Hérastubbi er jafn mikið af hvoru.

Í piparkökuuppskriftum þeim sem skoðaðar voru við samningu þessa svars var upp og ofan hvort notuð voru egg. Í þeim uppskriftum sem í var að finna egg voru eggin notuð heil en ekki bara rauðurnar. Magnið var líka minna en hjá Hérastubbi, oft um 1 egg á móti hverjum 500 g af hveiti.

Ef marka má myndir af piparkökum eftir uppskrift Hérastubbs bakara þá renna þær út við bakstur og verða ekki eins fallegar og þessar.

Annað sem er frábrugðið er að venjulega er notað sýróp á móti sykri, um það bil helmingur en þó er það misjafnt eftir uppskriftum. Sýróp er vissulega sykur en bragðið er aðeins annað. Einnig er vert að árétta það sem segir fremst í þessu svari um bragðið, það er að í piparkökur eru notuð nokkur krydd, ásamt stundum pipar, og kryddin gefa kökunum bragðið sem sóst er eftir. Þar sem kökurnar hans Hérastubbs innihalda aðeins pipar má gera ráð fyrir að þær séu ansi bragðdaufar, að minnsta kosti ef réttu uppskriftinni er fylgt en ekki útgáfu bakaradrengsins sem setti „aðeins bara kíló pipar“.

Það skal tekið fram að við vinnslu þessa svars var ekki gerð tilraun til þess að baka eftir uppskrift Hérastubbs en það hafa aðrir gert. Á vef NRK er vitnað í Ann Britt Årli, eiganda Bakeri og Konditori í Flekkerfjord í Noregi sem prófaði að baka piparkökurnar hans Hérastubbs. Fyrir fram hafði hún litla trú á uppskriftinni og í ljós kom að bæði bragð og áferð var ólíkt venjulegum piparkökum. Á Youtube má einnig finna myndbönd sem sýna bakstur eftir þessari uppskrift, meðal annars myndband frá Aftenposten TV þar sem bakari prófar bæði uppskrift Hérastubbs og bakaradrengsins. Um kökur Hérstubbs hafði hann það að segja að þær eru ekki þær allra verstu sem hann hefur smakkað en uppskrift bakaradrengsins fær algjöra falleinkunn.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

22.12.2017

Síðast uppfært

29.9.2021

Spyrjandi

Jóhanna Sara Kristjánsdóttir

Tilvísun

EDS. „Verða til piparkökur ef piparkökusöngnum í Dýrunum í Hálsaskógi er fylgt?“ Vísindavefurinn, 22. desember 2017, sótt 6. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=71587.

EDS. (2017, 22. desember). Verða til piparkökur ef piparkökusöngnum í Dýrunum í Hálsaskógi er fylgt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=71587

EDS. „Verða til piparkökur ef piparkökusöngnum í Dýrunum í Hálsaskógi er fylgt?“ Vísindavefurinn. 22. des. 2017. Vefsíða. 6. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=71587>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Verða til piparkökur ef piparkökusöngnum í Dýrunum í Hálsaskógi er fylgt?
Stutta svarið er að það verða til kökur ef piparkökusöngnum er fylgt. Þær verða hins hins vegar ekki eins og þær piparkökur sem flestir eiga að venjast.

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Í flestum piparkökuuppskriftum er enginn pipar, nema kannski á hnífsoddi. Af hverju kallast kökurnar þá piparkökur? þá hafa þessar kökur ekki fengið nafn sitt af því að þær innihalda svo mikinn pipar, heldur frekar vegna þess að þær hafa sterkan keim af þeim kryddum sem í þær eru settar. Oftast eru það engifer, kanell, negull og kardimommur en í sumum uppskriftum er líka örlítill pipar.

Hérastubbur bakari og bakaradrengurinn með nýbakaðar piparkökur. En eftir hvaða uppskrift? Og hvernig heppnaðist baksturinn?

Í leikritinu Dýrin í Hálsaskógi eftir norska leikskáldið Thorbjørn Egner notar Hérastubbur bakari söng til þess að leggja uppskriftina af piparkökum á minnið. Samkvæmt textanum er innihaldið eftirfarandi:
  • 1 kg margarín (smjörlíki)
  • 1 kg púður (það er púðursykur)
  • 8 eggjarauður
  • 1 kg hveiti
  • 1 tsk. pipar

Á vefnum má finna fjölmargar síður með uppskriftum af piparkökum. Uppskriftirnar eru ekki endilega alveg eins en eiga það allar sameiginlegt að vera töluvert frábrugðnar uppskrift Hérastubbs. Meðal þess sem skilur á milli er að hjá Hérastubbi er hlutfall smjörlíkis miklu hærra en í öðrum uppskriftum. Mælt í grömmum (eða kílóum) þá er smjörlíkið oft um eða innan við helmingur þess magns sem er af hveiti en hjá Hérastubbi er jafn mikið af hvoru.

Í piparkökuuppskriftum þeim sem skoðaðar voru við samningu þessa svars var upp og ofan hvort notuð voru egg. Í þeim uppskriftum sem í var að finna egg voru eggin notuð heil en ekki bara rauðurnar. Magnið var líka minna en hjá Hérastubbi, oft um 1 egg á móti hverjum 500 g af hveiti.

Ef marka má myndir af piparkökum eftir uppskrift Hérastubbs bakara þá renna þær út við bakstur og verða ekki eins fallegar og þessar.

Annað sem er frábrugðið er að venjulega er notað sýróp á móti sykri, um það bil helmingur en þó er það misjafnt eftir uppskriftum. Sýróp er vissulega sykur en bragðið er aðeins annað. Einnig er vert að árétta það sem segir fremst í þessu svari um bragðið, það er að í piparkökur eru notuð nokkur krydd, ásamt stundum pipar, og kryddin gefa kökunum bragðið sem sóst er eftir. Þar sem kökurnar hans Hérastubbs innihalda aðeins pipar má gera ráð fyrir að þær séu ansi bragðdaufar, að minnsta kosti ef réttu uppskriftinni er fylgt en ekki útgáfu bakaradrengsins sem setti „aðeins bara kíló pipar“.

Það skal tekið fram að við vinnslu þessa svars var ekki gerð tilraun til þess að baka eftir uppskrift Hérastubbs en það hafa aðrir gert. Á vef NRK er vitnað í Ann Britt Årli, eiganda Bakeri og Konditori í Flekkerfjord í Noregi sem prófaði að baka piparkökurnar hans Hérastubbs. Fyrir fram hafði hún litla trú á uppskriftinni og í ljós kom að bæði bragð og áferð var ólíkt venjulegum piparkökum. Á Youtube má einnig finna myndbönd sem sýna bakstur eftir þessari uppskrift, meðal annars myndband frá Aftenposten TV þar sem bakari prófar bæði uppskrift Hérastubbs og bakaradrengsins. Um kökur Hérstubbs hafði hann það að segja að þær eru ekki þær allra verstu sem hann hefur smakkað en uppskrift bakaradrengsins fær algjöra falleinkunn.

Heimildir og myndir:

...