Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru skilningarvitin mörg og hvað heita þau?

ÍDÞ

Almennt er talað um að skilningarvitin séu fimm talsins:
  • Sjón.
  • Heyrn.
  • Snerting.
  • Bragð.
  • Lykt.

Stundum eru fleiri nefnd til sögunar, svo sem jafnvægisskyn, varmaskyn og sársaukaskyn.

Almennt er talað um að skilningarvitin séu fimm talsins. Flestir eru sammála um að sjónin sé okkur hvað mikilvægust.

Öll getum við verið sammála um mikilvægi skilningarvitanna fimm (og raunar einnig um þau sem stundum er bætt við). Enn fremur getum við flest verið sammála um að sjónin er okkur hvað mikilvægust. Skynfæri sjónarinnar, augun, gera okkur kleift að greina umhverfi okkar en þar gegna svokallaðar keilur og stafir lykilhlutverki. Því næst kemur heyrnin en þar er það eyrað sem tekur á móti hljóðbylgjum. Þegar kemur að mikilvægi skilningarvitanna eru skilin ekki jafnskýr á milli snertingar, bragðs og lyktar og var með sjón og heyrn. Snertinemar í húðinni gera það að verkum að við skynjum snertingu. Að lokum eru það bragðlaukar tungunnar og lyktarnemar í nefi sem gera okkur kleift að finna bragð og lykt.

Nánar má lesa um skilningarvitin fimm og hvernig þau vinna úr umhverfisáreiti í svari Heiðu Maríu Sigurðardóttur við spurningunni: Hvernig verka skilningarvitin fimm (sjón, heyrn, snerting, bragð og lykt)? Enn fremur fjallar hún um fleiri möguleg skilningarvit og skynfæri dýra í svari við spurningunni: Er jafnvægisskynið ef til vill sjötta skilningarvitið?

Heimildir

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

28.7.2017

Spyrjandi

Andea Elvarsdóttir, f. 2002

Tilvísun

ÍDÞ. „Hvað eru skilningarvitin mörg og hvað heita þau?“ Vísindavefurinn, 28. júlí 2017, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=74075.

ÍDÞ. (2017, 28. júlí). Hvað eru skilningarvitin mörg og hvað heita þau? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=74075

ÍDÞ. „Hvað eru skilningarvitin mörg og hvað heita þau?“ Vísindavefurinn. 28. júl. 2017. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=74075>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru skilningarvitin mörg og hvað heita þau?
Almennt er talað um að skilningarvitin séu fimm talsins:

  • Sjón.
  • Heyrn.
  • Snerting.
  • Bragð.
  • Lykt.

Stundum eru fleiri nefnd til sögunar, svo sem jafnvægisskyn, varmaskyn og sársaukaskyn.

Almennt er talað um að skilningarvitin séu fimm talsins. Flestir eru sammála um að sjónin sé okkur hvað mikilvægust.

Öll getum við verið sammála um mikilvægi skilningarvitanna fimm (og raunar einnig um þau sem stundum er bætt við). Enn fremur getum við flest verið sammála um að sjónin er okkur hvað mikilvægust. Skynfæri sjónarinnar, augun, gera okkur kleift að greina umhverfi okkar en þar gegna svokallaðar keilur og stafir lykilhlutverki. Því næst kemur heyrnin en þar er það eyrað sem tekur á móti hljóðbylgjum. Þegar kemur að mikilvægi skilningarvitanna eru skilin ekki jafnskýr á milli snertingar, bragðs og lyktar og var með sjón og heyrn. Snertinemar í húðinni gera það að verkum að við skynjum snertingu. Að lokum eru það bragðlaukar tungunnar og lyktarnemar í nefi sem gera okkur kleift að finna bragð og lykt.

Nánar má lesa um skilningarvitin fimm og hvernig þau vinna úr umhverfisáreiti í svari Heiðu Maríu Sigurðardóttur við spurningunni: Hvernig verka skilningarvitin fimm (sjón, heyrn, snerting, bragð og lykt)? Enn fremur fjallar hún um fleiri möguleg skilningarvit og skynfæri dýra í svari við spurningunni: Er jafnvægisskynið ef til vill sjötta skilningarvitið?

Heimildir

Mynd:...