Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er munurinn á stjörnuþoku og vetrarbraut?

Orðin stjörnuþoka og vetrarbraut eru samheiti yfir sama fyribærið sem á erlendum málum nefnist galaxy, en það er komið beint úr grísku, dregið af orðinu gala sem merkir mjólk.Vetrarbrautin NGC 4565.

Í stjörnufræði er vetrarbraut næsta skipulagseining ofan við sólkerfi. Í hverri vetrarbraut er fjöldi stjarna. Sólin okkar myndar, ásamt meira en 100 milljörðum annarra stjarna, stjörnuþoku sem við nefnum Vetrarbrautina. Hægt er að lesa meira um nafngiftina á henni í svari Sævars Helga Bragasonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Af hverju nefnist Vetrarbrautin Milky Way á erlendum málum?

Vetrarbrautir greinast í þrjá flokka:
  • Þyrilvetrarbrautir þar sveigðir armar ganga út frá þéttri, kúlulagaðri miðju
  • Sporvöluvetrarbrautir eru egg- eða kúlulaga
  • Óreglulegar vetrarbrautir kallast síðan þær sem falla ekki í hina tvo flokkana

Heimildir:


Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Útgáfudagur

16.3.2004

Spyrjandi

Klara Kristjánsdóttir, f. 1989

Höfundar

nemandi í Hvaleyrarskóla

Tilvísun

Árný Björnsdóttir og Margrét Snæfríður Jónsdóttir. „Hver er munurinn á stjörnuþoku og vetrarbraut?“ Vísindavefurinn, 16. mars 2004. Sótt 18. ágúst 2018. http://visindavefur.is/svar.php?id=4056.

Árný Björnsdóttir og Margrét Snæfríður Jónsdóttir. (2004, 16. mars). Hver er munurinn á stjörnuþoku og vetrarbraut? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4056

Árný Björnsdóttir og Margrét Snæfríður Jónsdóttir. „Hver er munurinn á stjörnuþoku og vetrarbraut?“ Vísindavefurinn. 16. mar. 2004. Vefsíða. 18. ágú. 2018. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4056>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Múmíur

Múmíur eru líkamsleifar sem hafa vísvitandi verið verkaðar þannig að þær geti varðveist. Í sumum fornum menningarsamfélögum tíðkaðist að smyrja lík og fjarlægja innyfli til að varðveita líkamann. Múmíur geta líka orðið til fyrir slysni. Ísmaðurinn Ötzi, sem var uppi fyrir um 5.000 árum, er dæmi um það. Í sumum mammútum, sem hafa fundist, hefur hold, hár og magainnihald varðveist.