Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Orðin stjörnuþoka og vetrarbraut eru samheiti yfir sama fyribærið sem á erlendum málum nefnist galaxy, en það er komið beint úr grísku, dregið af orðinu gala sem merkir mjólk.
Vetrarbrautin NGC 4565.
Í stjörnufræði er vetrarbraut næsta skipulagseining ofan við sólkerfi. Í hverri vetrarbraut er fjöldi stjarna. Sólin okkar myndar, ásamt meira en 100 milljörðum annarra stjarna, stjörnuþoku sem við nefnum Vetrarbrautina. Hægt er að lesa meira um nafngiftina á henni í svari Sævars Helga Bragasonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Af hverju nefnist Vetrarbrautin Milky Way á erlendum málum?
Vetrarbrautir greinast í þrjá flokka:
Þyrilvetrarbrautir þar sveigðir armar ganga út frá þéttri, kúlulagaðri miðju
Sporvöluvetrarbrautir eru egg- eða kúlulaga
Óreglulegar vetrarbrautir kallast síðan þær sem falla ekki í hina tvo flokkana
Heimildir:
Íslenska alfræðiorðabókin, Örn og Örlygur, Reykjavík 1990.
Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.
Árný Björnsdóttir og Margrét Snæfríður Jónsdóttir. „Hver er munurinn á stjörnuþoku og vetrarbraut?“ Vísindavefurinn, 16. mars 2004, sótt 6. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4056.
Árný Björnsdóttir og Margrét Snæfríður Jónsdóttir. (2004, 16. mars). Hver er munurinn á stjörnuþoku og vetrarbraut? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4056
Árný Björnsdóttir og Margrét Snæfríður Jónsdóttir. „Hver er munurinn á stjörnuþoku og vetrarbraut?“ Vísindavefurinn. 16. mar. 2004. Vefsíða. 6. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4056>.