Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Úr hverju er stál?

Stál er blanda járns og kolefnis og stundum fleiri frumefna. Kolefnisinnihald í stáli er á bilinu 0,1% - 2%. Ef kolefnisinnihald í blöndunni fer yfir 2% kallast efnið steypujárn, pottur eða pottjárn. Þá er það stökkt og ekki er hægt að hamra það til eins og stál og járn.

Stál hefur margþætt notagildi, það er notað sem byggingarefni, í píanóstrengi, búsáhöld og úr því eru gerðar saumnálar, svo nokkur dæmi séu nefnd. Ársframleiðsla stáls í heiminum árið 1997 var 795 milljónir tonna en sama ár var álframleiðslan 21 milljón tonn.

Um járn er hægt að lesa á Vísindavefnum í svari við spurningunni:Heimild: Encyclopædia Britannica

Útgáfudagur

17.3.2004

Spyrjandi

Ásgerður Arnardóttir, f. 1994

Höfundur

Tilvísun

JGÞ. „Úr hverju er stál?“ Vísindavefurinn, 17. mars 2004. Sótt 19. september 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=4072.

JGÞ. (2004, 17. mars). Úr hverju er stál? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4072

JGÞ. „Úr hverju er stál?“ Vísindavefurinn. 17. mar. 2004. Vefsíða. 19. sep. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4072>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Svanborg Rannveig Jónsdóttir

1953

Svanborg Rannveig Jónsdóttir er dósent við Deild menntunar og margbreytileika á Menntavísindasviði HÍ. Rannsóknir hennar snúast m.a. um skapandi skólastarf, nýsköpunar- og frumkvöðlamennt.