Sólin Sólin Rís 07:35 • sest 18:58 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:50 • Sest 11:08 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:20 • Síðdegis: 19:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:14 • Síðdegis: 13:32 í Reykjavík

Hvað eru til margar reikistjörnur?

ÞV

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var ekki til nein formleg skilgreining á reikistjörnum. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti slíka skilgreiningu. Samkvæmt henni eru reikistjörnurnar átta talsins: Merkúríus, Venus, jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus.


Ef átt er við reikistjörnurnar í sólkerfi okkar þá eru þær 9 og við getum talið þær upp: Merkúríus, Venus, jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranus, Neptúnus og Plútó. Eins og fram kemur í nýlegu svari hjá okkur um tíundu reikistjörnuna (sjá hér á eftir) er þó ekki fullljóst að Plútó eigi að teljast til reikistjarna.

Öðru hverju hafa komið upp hugmyndir um að reikistjörnur sólkerfisins kunni að vera fleiri en þetta; einhverjar til viðbótar leynist úti í óravíddum geimsins handan Plútós. Þó getur ekki lengur talist sérlega líklegt að þar eigi eftir að finnast himinhnettir sem muni í raun og veru standa undir nafni sem reikistjörnur. Líklegast er að nýir hnettir sem eiga eftir að finnast séu annaðhvort of litlir eða þá of laustengdir sólkerfinu til þess að geta talist til reikistjarna.

Ef spurningin á hins vegar við allar reikistjörnur í heiminum þá er svarið að við höfum enga hugmynd um það! Upp úr 1990 fóru menn að finna reikistjörnur við aðrar sólstjörnur en sólina okkar og síðan hafa fundist sífellt fleiri slíkar plánetur. Engin leið er að sjá fyrir endann á þeirri þróun en um hana má lesa meira í öðrum svörum.

Á Vísindavefnum er að finna mörg svör um reikistjörnurnar, til dæmis:Fleiri svör um reikistjörnurnar má finna með því að nota leitarvélina á forsíðu vefsins.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

24.3.2004

Spyrjandi

Gunnar Birnir, f. 1994

Tilvísun

ÞV. „Hvað eru til margar reikistjörnur?“ Vísindavefurinn, 24. mars 2004. Sótt 1. október 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=4083.

ÞV. (2004, 24. mars). Hvað eru til margar reikistjörnur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4083

ÞV. „Hvað eru til margar reikistjörnur?“ Vísindavefurinn. 24. mar. 2004. Vefsíða. 1. okt. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4083>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru til margar reikistjörnur?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var ekki til nein formleg skilgreining á reikistjörnum. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti slíka skilgreiningu. Samkvæmt henni eru reikistjörnurnar átta talsins: Merkúríus, Venus, jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus.


Ef átt er við reikistjörnurnar í sólkerfi okkar þá eru þær 9 og við getum talið þær upp: Merkúríus, Venus, jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranus, Neptúnus og Plútó. Eins og fram kemur í nýlegu svari hjá okkur um tíundu reikistjörnuna (sjá hér á eftir) er þó ekki fullljóst að Plútó eigi að teljast til reikistjarna.

Öðru hverju hafa komið upp hugmyndir um að reikistjörnur sólkerfisins kunni að vera fleiri en þetta; einhverjar til viðbótar leynist úti í óravíddum geimsins handan Plútós. Þó getur ekki lengur talist sérlega líklegt að þar eigi eftir að finnast himinhnettir sem muni í raun og veru standa undir nafni sem reikistjörnur. Líklegast er að nýir hnettir sem eiga eftir að finnast séu annaðhvort of litlir eða þá of laustengdir sólkerfinu til þess að geta talist til reikistjarna.

Ef spurningin á hins vegar við allar reikistjörnur í heiminum þá er svarið að við höfum enga hugmynd um það! Upp úr 1990 fóru menn að finna reikistjörnur við aðrar sólstjörnur en sólina okkar og síðan hafa fundist sífellt fleiri slíkar plánetur. Engin leið er að sjá fyrir endann á þeirri þróun en um hana má lesa meira í öðrum svörum.

Á Vísindavefnum er að finna mörg svör um reikistjörnurnar, til dæmis:Fleiri svör um reikistjörnurnar má finna með því að nota leitarvélina á forsíðu vefsins.

...