Sólin Sólin Rís 03:49 • sest 23:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:41 • Sest 03:14 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:38 • Síðdegis: 18:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:46 • Síðdegis: 24:13 í Reykjavík

Úr hverju er laufblað?

EDS

Laufblöð eru samsett úr nokkrum lögum en þau eru efri yfirhúð (e. upper epidermis), stafvefur (e. palisade layer), svampvefur (e. spongy layer) og neðri yfirhúð (e. lower epidermis).

Efst er efri yfirhúð og frumur hennar eru þaktar með vaxkenndum hjúp eða vaxlagi til þess að draga úr vatnstapi. Frumurnar í efri yfirhúð hafa fá eða engin grænukorn en hleypa mestu af sólarljósinu í gegnum sig til frumna sem liggja þar undir.

Undir yfirhúðinni er blaðholdið sem skiptist í tvö lög, stafvef og svampvef. Frumur stafvefjar sitja þétt saman og raðast upp líkt og múrsteinar. Hér fer meginhluti ljóstillífunar fram enda eru grænukornin, sem gegna lykilhlutverki í ljóstillífun, þéttust í efstu frumum stafvefjar.


Innri gerð laufblaðs

Svampvefurinn liggur undir stafvefnum. Frumur svampvefjar eru ávalar og dreifast óreglulega um vefinn. Þær liggja því ekki eins þétt saman og frumurnar í stafvefnum heldur er loftrúm á milli þeirra. Koltvíoxíð sem berst inn í laufblaði flæðir greiðlega um loftrúmið og inn í frumur svampvefjarins.

Neðst er svo neðri yfirhúðin sem hefur vaxlag eins og efri yfirhúð til að draga úr vökvatapi en er frábrugðin að því leyti að þar er mikill fjöldi loftauga. Loftaugu (e. stoma) eru örlítil göt sem hleypa koldíoxíði inn í laufblaðið og vatnsgufu og súrefni út úr því. Svokallaðar varafrumur sjá um að opna og loka loftaugunum.

Auk þessa eru viðaræðar og sáldæðar í laufblöðum en þær eru staðsettar í miðju laufblaðsins. Viðaræðarnar flytja vatn og steinefni frá rótum til laufblaða en sáldæðarnar flytja sykrur og önnur fæðuefni sem verða til við ljóstillífun frá laufblöðum til annarra hluta plöntunnar.

Á Vísindavefnum er hægt að lesa meira um plöntur og laufblöð, til dæmis í svörunum:

Heimildir og mynd:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

26.3.2004

Spyrjandi

Elín Lára Reynisdóttir, f. 1994

Tilvísun

EDS. „Úr hverju er laufblað?“ Vísindavefurinn, 26. mars 2004. Sótt 22. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4100.

EDS. (2004, 26. mars). Úr hverju er laufblað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4100

EDS. „Úr hverju er laufblað?“ Vísindavefurinn. 26. mar. 2004. Vefsíða. 22. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4100>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Úr hverju er laufblað?
Laufblöð eru samsett úr nokkrum lögum en þau eru efri yfirhúð (e. upper epidermis), stafvefur (e. palisade layer), svampvefur (e. spongy layer) og neðri yfirhúð (e. lower epidermis).

Efst er efri yfirhúð og frumur hennar eru þaktar með vaxkenndum hjúp eða vaxlagi til þess að draga úr vatnstapi. Frumurnar í efri yfirhúð hafa fá eða engin grænukorn en hleypa mestu af sólarljósinu í gegnum sig til frumna sem liggja þar undir.

Undir yfirhúðinni er blaðholdið sem skiptist í tvö lög, stafvef og svampvef. Frumur stafvefjar sitja þétt saman og raðast upp líkt og múrsteinar. Hér fer meginhluti ljóstillífunar fram enda eru grænukornin, sem gegna lykilhlutverki í ljóstillífun, þéttust í efstu frumum stafvefjar.


Innri gerð laufblaðs

Svampvefurinn liggur undir stafvefnum. Frumur svampvefjar eru ávalar og dreifast óreglulega um vefinn. Þær liggja því ekki eins þétt saman og frumurnar í stafvefnum heldur er loftrúm á milli þeirra. Koltvíoxíð sem berst inn í laufblaði flæðir greiðlega um loftrúmið og inn í frumur svampvefjarins.

Neðst er svo neðri yfirhúðin sem hefur vaxlag eins og efri yfirhúð til að draga úr vökvatapi en er frábrugðin að því leyti að þar er mikill fjöldi loftauga. Loftaugu (e. stoma) eru örlítil göt sem hleypa koldíoxíði inn í laufblaðið og vatnsgufu og súrefni út úr því. Svokallaðar varafrumur sjá um að opna og loka loftaugunum.

Auk þessa eru viðaræðar og sáldæðar í laufblöðum en þær eru staðsettar í miðju laufblaðsins. Viðaræðarnar flytja vatn og steinefni frá rótum til laufblaða en sáldæðarnar flytja sykrur og önnur fæðuefni sem verða til við ljóstillífun frá laufblöðum til annarra hluta plöntunnar.

Á Vísindavefnum er hægt að lesa meira um plöntur og laufblöð, til dæmis í svörunum:

Heimildir og mynd:...