Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getið þið sent mér eina ekta íslenska galdraþulu?

Á heimasíðu Galdrasýningar á Ströndum er hægt að skoða nokkra galdrastafi. Þar er til dæmis sagt frá Lásastaf en með honum átti að vera hægt að ljúka upp lás lykilslaust. Jafnframt átti að fara með þessa þulu:

Blæs eg svo bylur í lási og blístra af mannsístru;

fjandinn með fúlum anda fast í lásinn blási;

tröll upp togi mellur, taki á púkar allir;

fetti við fótarjárni fjandans ósjúkir púkar;

lyftið upp lásnum allir lifandi fjandans andar.

Útgáfudagur

31.3.2004

Spyrjandi

Hermann Björgvinsson, f. 1991

Efnisorð

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Tilvísun

EDS. „Getið þið sent mér eina ekta íslenska galdraþulu?“ Vísindavefurinn, 31. mars 2004. Sótt 22. nóvember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=4119.

EDS. (2004, 31. mars). Getið þið sent mér eina ekta íslenska galdraþulu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4119

EDS. „Getið þið sent mér eina ekta íslenska galdraþulu?“ Vísindavefurinn. 31. mar. 2004. Vefsíða. 22. nóv. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4119>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Hulda Þórisdóttir

1974

Hulda Þórisdóttir er dósent við Stjórnmálafræðideild HÍ. Rannsóknir hennar eru á þverfaglegu sviði stjórnmálasálfræði þar sem hún notar kenningar og aðferðir úr sálfræði til þess að öðlast skilning á stjórnmálatengdri hegðun, viðhorfum og gildismati.