Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvað eru afleiður og þá afleiðustöður og notkun þeirra í fyrirtækjarekstri?

Gylfi Magnússon

Afleiður (e. derivatives) eru mjög víður flokkur verðbréfa sem öll hafa það sameiginlegt að greiðsluskylda útgefanda og þar með verðmæti afleiðanna fer eftir verðþróun annarrar eignar (hugsanlega margra). Nafnið vísar því til þess að verðmæti afleiðanna leiðir af verðþróun annarra eigna. Þær eignir sem afleiðurnar eru leiddar af eru kallaðar undirliggjandi eignir.

Sem dæmi um afleiðu má nefna rétt til að kaupa hlutabréf á tilteknu verði á tilteknum tíma. Hugsum okkur til dæmis að 1. janúar hafi Jón og Guðrún samið um að Guðrún hafi rétt en ekki skyldu til að kaupa af Jóni hlutabréf í Hlut hf. að nafnvirði 1 milljón króna þann 1. júlí á genginu 5, það er borga fimm krónur fyrir hverja krónu nafnverðs og þar með 5 milljónir fyrir öll hlutabréfin. Ef markaðsverð bréfa í Hlut hf. er hærra en 5 þann 1. júlí þá er þetta verðmætur samningur fyrir Guðrúnu. Ef gengið er til dæmi 5,5 þennan dag þá er samningurinn (5,5-5)*1.000.000 eða 500.000 króna virði. 500.000 krónur eru munurinn á því sem Guðrún þarf að greiða Jóni fyrir að kaupa bréfin af honum samkvæmt samningnum þann 1. júlí og því sem hún hefði þurft að borga ef hún hefði keypt bréfin á markaðsverði af öðrum.


Afleiðumarkaður í Chicago.

Ef gengið hefði hins vegar orðið lægra en 5, til dæmis 4, þá hefði samningurinn verið einskis virði því að það hefði ekki borgað sig fyrir Guðrúnu að nýta hann. Þessi tegund af afleiðu er oft kallaður valréttur (e. option) því að eigandinn getur valið hvort hann nýtir hann eða ekki, allt eftir því hvort það borgar sig eða ekki. Annað íslenskt orð yfir valrétt er vilnun. Væntanlega þarf Guðrún að greiða Jóni eitthvað þegar samningurinn er gerður.

Þegar talað er um stöður í afleiðum er átt við hvaða áhrif verðbreytingar á undirliggjandi eignum hafa á hag þeirra sem eiga eða hafa gefið út afleiðuna (eða tekið á sig skuldbindingu útgefandans síðar). Þannig skiptir gengi bréfa í Hlut hf. bæði Jón og Guðrúnu máli. Nánar tiltekið er það Guðrúnu í hag að verðið hækki, sérstaklega að það hækki yfir 5. Það er Jóni hins vegar í hag að verðið lækki og sérstaklega að það lækki undir 5. Í þessu tilfelli hefur Guðrún tekið stöðu með Hlut hf. með kaupum á afleiðunni en Jón hefur öfuga stöðu. Ef verðið er vel undir 5 (til dæmis 2) og lítið útlit fyrir að það verði hærra en 5 þann 1. júlí þá skipta verðbreytingar þó litlu máli því að á meðan verðið fer ekki yfir 5 verður kauprétturinn einskis virði.

Söluréttur er önnur tegund valréttar. Ari og Birna gætu til dæmis samið um að Ari hafi rétt en ekki skyldu til að selja Birnu 1 milljón evra fyrir krónur 1. nóvember næstkomandi á genginu 90, það er 90 krónur fyrir hverja evru. Ef gengi evrunnar er lægra en 90 þennan dag, þá er samningurinn einhvers virði fyrir Ara. Ef gengið er til dæmis 80 þá er samningurinn 10 milljóna króna virði fyrir Ara og hann mun vilja nýta hann. Ef gengið er hærra en 90 þennan dag þá er samningurinn einskis virði fyrir Ara og hann nýtir hann ekki. Ari þarf væntanlega að greiða Birnu eitthvað fyrir að selja Ara söluréttinn. Sumir valréttir eru þannig að ekki er kveðið á um réttinn til að eiga viðskipti á tilteknum degi heldur á ákveðnu tímabili. Til dæmis gæti verið samið um rétt til að kaupa 1.000 hluti í IBM á genginu 100 dalir á hlut hvenær sem er næstu þrjá mánuði.

Því eru lítil takmörk sett á hverju afleiður geta byggt. Undirliggjandi eignir þurfa til dæmis ekki að vera fjármálaeignir. Þannig er hægt að eiga viðskipti með afleiður með hrávörur eins og ál eða olíu sem undirliggjandi eignir. Til dæmis gæti afleiða kveðið á um rétt til að kaupa tiltekið magn af áli á tilteknu verði á tilteknum degi eða tímabili.

Afleiður þurfa ekki að vera valréttir. Önnur tegund af afleiðum eru framvirkir samningar. Til dæmis gætu Halldór og Inga samið um það 1. júlí að þann 31. desember muni Halldór selja Ingu bréf fyrir 100.000 krónur að nafnvirði í Íslandsbanka á genginu 10, það er fyrir 1 milljón króna. Verðmæti slíks samnings fer eftir því hvernig markaðsvirðið þróast. Ef gengið er hærra en 10 þann 31. desember þá hefur samningurinn jákvætt virði fyrir Ingu á þeim degi en neikvætt fyrir Halldór. Halldór verður þó að standa við samninginn, ólíkt því sem ætti við ef Halldór hefði keypt sölurétt á bréfin af Ingu, þá myndi hann ekki nýta söluréttinn ef gengið á markaði væri hærra en 10.

Afleiður er hægt að nýta í margvíslegum tilgangi. Meðal annars er hægt að nýta þær til að verjast áhættu. Hugsum okkur til dæmis fyrirtæki í ferðaþjónustu á Íslandi sem er með útgjöld í krónum en tekjur í evrum. Það gefur út verðskrá í evrum að vori og selur þjónustu yfir sumarið. Þegar sumarið er gert upp að hausti þarf það að greiða starfsmönnum og birgjum í krónum með evrunum sem það fékk. Ef gengi evrunnar gagnvart krónu lækkar á þessum tíma þá verður fyrirtækið fyrir gengistapi. Ef tekjurnar eru til dæmis 1 milljón evra og gengi evrunnar lækkar úr 90, því sem fyrirtækið gerði ráð fyrir, í 80, þá verða tekjur þess í krónum 10 milljónum lægri en gert var ráð fyrir.

Hægt væri að verja sig gegn þessu með því til dæmis að kaupa af banka að vori sölurétt á milljón evrum á tilteknu gengi að hausti. Þá væri sölurétturinn vörn gegn gengisáhættu. Gallinn við vörnina er að hún getur verið dýr en það fer þó eftir því hvaða verð samið er um. Þannig er réttur til að selja á 90 dýrari en réttur til að selja á 80 enda sá síðari allt að 10 milljónum króna verðmætari þegar upp er staðið, sbr. að ef gengið er 70 þegar upp ef staðið þá er rétturinn til að selja hverja evru á 90 krónur 20 milljóna króna virði en rétturinn til að selja á 80 einungis 10 milljóna króna virði.

Það gæti því verið dýrt að verja sig gegn öllu gengisfalli en ódýrara að verja fyrirtækið eingöngu gegn mjög mikilli lækkun gengis evrunnar. Framvirkur samningur um að selja til dæmis 1 milljón evra á genginu 90 að hausti hefði líka varið fyrirtækið gegn gengissveiflum. Framvirkur samningur ver fyrirtækið bæði gegn óhagstæðum og hagstæðum sveiflum á gengi evrunnar. Söluréttur á evru hefur hins vegar þann eiginleika að verja einungis gegn óhagstæðum sveiflum (gengislækkun evrunnar) en fyrirtækið myndi njóta gengishækkunar evrunnar til fulls og þá ekki nýta söluréttinn.

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

5.4.2004

Spyrjandi

Björn Steinar Jónsson, f. 1985

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvað eru afleiður og þá afleiðustöður og notkun þeirra í fyrirtækjarekstri?“ Vísindavefurinn, 5. apríl 2004. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4126.

Gylfi Magnússon. (2004, 5. apríl). Hvað eru afleiður og þá afleiðustöður og notkun þeirra í fyrirtækjarekstri? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4126

Gylfi Magnússon. „Hvað eru afleiður og þá afleiðustöður og notkun þeirra í fyrirtækjarekstri?“ Vísindavefurinn. 5. apr. 2004. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4126>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru afleiður og þá afleiðustöður og notkun þeirra í fyrirtækjarekstri?
Afleiður (e. derivatives) eru mjög víður flokkur verðbréfa sem öll hafa það sameiginlegt að greiðsluskylda útgefanda og þar með verðmæti afleiðanna fer eftir verðþróun annarrar eignar (hugsanlega margra). Nafnið vísar því til þess að verðmæti afleiðanna leiðir af verðþróun annarra eigna. Þær eignir sem afleiðurnar eru leiddar af eru kallaðar undirliggjandi eignir.

Sem dæmi um afleiðu má nefna rétt til að kaupa hlutabréf á tilteknu verði á tilteknum tíma. Hugsum okkur til dæmis að 1. janúar hafi Jón og Guðrún samið um að Guðrún hafi rétt en ekki skyldu til að kaupa af Jóni hlutabréf í Hlut hf. að nafnvirði 1 milljón króna þann 1. júlí á genginu 5, það er borga fimm krónur fyrir hverja krónu nafnverðs og þar með 5 milljónir fyrir öll hlutabréfin. Ef markaðsverð bréfa í Hlut hf. er hærra en 5 þann 1. júlí þá er þetta verðmætur samningur fyrir Guðrúnu. Ef gengið er til dæmi 5,5 þennan dag þá er samningurinn (5,5-5)*1.000.000 eða 500.000 króna virði. 500.000 krónur eru munurinn á því sem Guðrún þarf að greiða Jóni fyrir að kaupa bréfin af honum samkvæmt samningnum þann 1. júlí og því sem hún hefði þurft að borga ef hún hefði keypt bréfin á markaðsverði af öðrum.


Afleiðumarkaður í Chicago.

Ef gengið hefði hins vegar orðið lægra en 5, til dæmis 4, þá hefði samningurinn verið einskis virði því að það hefði ekki borgað sig fyrir Guðrúnu að nýta hann. Þessi tegund af afleiðu er oft kallaður valréttur (e. option) því að eigandinn getur valið hvort hann nýtir hann eða ekki, allt eftir því hvort það borgar sig eða ekki. Annað íslenskt orð yfir valrétt er vilnun. Væntanlega þarf Guðrún að greiða Jóni eitthvað þegar samningurinn er gerður.

Þegar talað er um stöður í afleiðum er átt við hvaða áhrif verðbreytingar á undirliggjandi eignum hafa á hag þeirra sem eiga eða hafa gefið út afleiðuna (eða tekið á sig skuldbindingu útgefandans síðar). Þannig skiptir gengi bréfa í Hlut hf. bæði Jón og Guðrúnu máli. Nánar tiltekið er það Guðrúnu í hag að verðið hækki, sérstaklega að það hækki yfir 5. Það er Jóni hins vegar í hag að verðið lækki og sérstaklega að það lækki undir 5. Í þessu tilfelli hefur Guðrún tekið stöðu með Hlut hf. með kaupum á afleiðunni en Jón hefur öfuga stöðu. Ef verðið er vel undir 5 (til dæmis 2) og lítið útlit fyrir að það verði hærra en 5 þann 1. júlí þá skipta verðbreytingar þó litlu máli því að á meðan verðið fer ekki yfir 5 verður kauprétturinn einskis virði.

Söluréttur er önnur tegund valréttar. Ari og Birna gætu til dæmis samið um að Ari hafi rétt en ekki skyldu til að selja Birnu 1 milljón evra fyrir krónur 1. nóvember næstkomandi á genginu 90, það er 90 krónur fyrir hverja evru. Ef gengi evrunnar er lægra en 90 þennan dag, þá er samningurinn einhvers virði fyrir Ara. Ef gengið er til dæmis 80 þá er samningurinn 10 milljóna króna virði fyrir Ara og hann mun vilja nýta hann. Ef gengið er hærra en 90 þennan dag þá er samningurinn einskis virði fyrir Ara og hann nýtir hann ekki. Ari þarf væntanlega að greiða Birnu eitthvað fyrir að selja Ara söluréttinn. Sumir valréttir eru þannig að ekki er kveðið á um réttinn til að eiga viðskipti á tilteknum degi heldur á ákveðnu tímabili. Til dæmis gæti verið samið um rétt til að kaupa 1.000 hluti í IBM á genginu 100 dalir á hlut hvenær sem er næstu þrjá mánuði.

Því eru lítil takmörk sett á hverju afleiður geta byggt. Undirliggjandi eignir þurfa til dæmis ekki að vera fjármálaeignir. Þannig er hægt að eiga viðskipti með afleiður með hrávörur eins og ál eða olíu sem undirliggjandi eignir. Til dæmis gæti afleiða kveðið á um rétt til að kaupa tiltekið magn af áli á tilteknu verði á tilteknum degi eða tímabili.

Afleiður þurfa ekki að vera valréttir. Önnur tegund af afleiðum eru framvirkir samningar. Til dæmis gætu Halldór og Inga samið um það 1. júlí að þann 31. desember muni Halldór selja Ingu bréf fyrir 100.000 krónur að nafnvirði í Íslandsbanka á genginu 10, það er fyrir 1 milljón króna. Verðmæti slíks samnings fer eftir því hvernig markaðsvirðið þróast. Ef gengið er hærra en 10 þann 31. desember þá hefur samningurinn jákvætt virði fyrir Ingu á þeim degi en neikvætt fyrir Halldór. Halldór verður þó að standa við samninginn, ólíkt því sem ætti við ef Halldór hefði keypt sölurétt á bréfin af Ingu, þá myndi hann ekki nýta söluréttinn ef gengið á markaði væri hærra en 10.

Afleiður er hægt að nýta í margvíslegum tilgangi. Meðal annars er hægt að nýta þær til að verjast áhættu. Hugsum okkur til dæmis fyrirtæki í ferðaþjónustu á Íslandi sem er með útgjöld í krónum en tekjur í evrum. Það gefur út verðskrá í evrum að vori og selur þjónustu yfir sumarið. Þegar sumarið er gert upp að hausti þarf það að greiða starfsmönnum og birgjum í krónum með evrunum sem það fékk. Ef gengi evrunnar gagnvart krónu lækkar á þessum tíma þá verður fyrirtækið fyrir gengistapi. Ef tekjurnar eru til dæmis 1 milljón evra og gengi evrunnar lækkar úr 90, því sem fyrirtækið gerði ráð fyrir, í 80, þá verða tekjur þess í krónum 10 milljónum lægri en gert var ráð fyrir.

Hægt væri að verja sig gegn þessu með því til dæmis að kaupa af banka að vori sölurétt á milljón evrum á tilteknu gengi að hausti. Þá væri sölurétturinn vörn gegn gengisáhættu. Gallinn við vörnina er að hún getur verið dýr en það fer þó eftir því hvaða verð samið er um. Þannig er réttur til að selja á 90 dýrari en réttur til að selja á 80 enda sá síðari allt að 10 milljónum króna verðmætari þegar upp er staðið, sbr. að ef gengið er 70 þegar upp ef staðið þá er rétturinn til að selja hverja evru á 90 krónur 20 milljóna króna virði en rétturinn til að selja á 80 einungis 10 milljóna króna virði.

Það gæti því verið dýrt að verja sig gegn öllu gengisfalli en ódýrara að verja fyrirtækið eingöngu gegn mjög mikilli lækkun gengis evrunnar. Framvirkur samningur um að selja til dæmis 1 milljón evra á genginu 90 að hausti hefði líka varið fyrirtækið gegn gengissveiflum. Framvirkur samningur ver fyrirtækið bæði gegn óhagstæðum og hagstæðum sveiflum á gengi evrunnar. Söluréttur á evru hefur hins vegar þann eiginleika að verja einungis gegn óhagstæðum sveiflum (gengislækkun evrunnar) en fyrirtækið myndi njóta gengishækkunar evrunnar til fulls og þá ekki nýta söluréttinn.

Mynd:...