Sólin Sólin Rís 09:01 • sest 18:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:51 • Sest 10:05 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:38 • Síðdegis: 18:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:59 • Síðdegis: 24:01 í Reykjavík

Erum við við eða ímyndun einhvers annars?

Ólafur Heiðar Helgason

Þessa spurningu gætum við orðað svona: Erum við raunverulega til eða erum við bara í hugarheimi einhvers annars? Ef við erum til þá erum við sjálfstæðar manneskjur sem hafa sál og lifa í sameiginlegum heimi. Þá ráðum við yfir okkur sjálfum og þar með er svarið við spurningunni að við séum við og ekki ímyndun einhvers annars.

Ef við erum ekki raunverulega til heldur aðeins hugarburður einhvers annars þá höfum við hinsvegar enga sál og lifum aðeins í huga þess sem ímyndar sér okkur. Hugmyndin um sálina er nefnilega tengd spurningunni. Ef við höfum enga sál þá ræður annar sem hefur sál yfir okkur en ef við höfum sál þá er engin þörf á annarri sál til að ráða yfir okkur.

Þá erum við komin að annarri spurningu sem hver og einn getur svarað á sinn hátt: Höfum við sál? Margir svara þessari spurningu játandi en aðrir neitandi. Þeir sem svara henni játandi telja að við séum sjálfstæðar persónur. En hvað gerist þegar við deyjum? Fer sálin þá til guðs? Ef við gerum ráð fyrir því að sá sem stjórnar okkur sé guð þá mælir í raun fátt á móti því.

En snúum okkur þá að þeim sem telja að við séum sálarlaus. Þeir gera ráð fyrir því að við lútum vilja annars stjórnanda. Þá er það annaðhvort þannig að við séum aðeins ímyndun stjórnanda eða þá að hann sé aðeins ímyndun okkar. Þar með sitjum við uppi með tvo möguleika: Að við séum í raun ekki til og séum þess vegna ímyndun hans, eða að við ímyndum okkur bara að hann sé til og þar með að við séum í raun til. Eftir nokkra umhugsun komst ég að því að báðar staðhæfingarnar standast:

Staðhæfing 1: Við erum í raun ekki til og lútum aðeins vilja stjórnandans. Þá ræður hann öllu og við engu. Þar sem ekkert mælir á móti þessu þá stenst staðhæfingin. Í raun getum við líka verið stjórnendurnir, því ef við stjórnum okkur, eins og mörg okkar telja að líklegt sjá, þá ráðum við auðvitað yfir okkur sjálfum!

Staðhæfing 2: Við erum til og þessi stjórnandi er aðeins persóna eða eitthvað annað í hugarheimi okkar. Þar með réðum við yfir stjórnandanum og ímynduðum okkur bara að réði yfir okkur. Þar sem ekkert mælir á móti þessu stenst þessi staðhæfing eins og sú fyrri.

Báðar staðhæfingarnar standast í raun í sama umhverfi. Það er hugsanlegt að við hugsum okkur þennan stjórnanda um leið og hann hugsi sér okkur. Þar með eru staðhæfingar 1 og 2 báðar svarið við spurningunni. Og þar sem staðhæfing 1 er sveigjanleg, þá er svarið í raun einnig sveigjanlegt þar sem staðhæfing 1 er hluti af svarinu.

Um þetta er einnig hægt að lesa í svörum við spurningunum:


Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Höfundur

nemandi í Kópavogsskóla

Útgáfudagur

15.4.2004

Spyrjandi

Andri Már Jónsson, f. 1990

Tilvísun

Ólafur Heiðar Helgason. „Erum við við eða ímyndun einhvers annars?“ Vísindavefurinn, 15. apríl 2004. Sótt 22. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4140.

Ólafur Heiðar Helgason. (2004, 15. apríl). Erum við við eða ímyndun einhvers annars? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4140

Ólafur Heiðar Helgason. „Erum við við eða ímyndun einhvers annars?“ Vísindavefurinn. 15. apr. 2004. Vefsíða. 22. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4140>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Erum við við eða ímyndun einhvers annars?
Þessa spurningu gætum við orðað svona: Erum við raunverulega til eða erum við bara í hugarheimi einhvers annars? Ef við erum til þá erum við sjálfstæðar manneskjur sem hafa sál og lifa í sameiginlegum heimi. Þá ráðum við yfir okkur sjálfum og þar með er svarið við spurningunni að við séum við og ekki ímyndun einhvers annars.

Ef við erum ekki raunverulega til heldur aðeins hugarburður einhvers annars þá höfum við hinsvegar enga sál og lifum aðeins í huga þess sem ímyndar sér okkur. Hugmyndin um sálina er nefnilega tengd spurningunni. Ef við höfum enga sál þá ræður annar sem hefur sál yfir okkur en ef við höfum sál þá er engin þörf á annarri sál til að ráða yfir okkur.

Þá erum við komin að annarri spurningu sem hver og einn getur svarað á sinn hátt: Höfum við sál? Margir svara þessari spurningu játandi en aðrir neitandi. Þeir sem svara henni játandi telja að við séum sjálfstæðar persónur. En hvað gerist þegar við deyjum? Fer sálin þá til guðs? Ef við gerum ráð fyrir því að sá sem stjórnar okkur sé guð þá mælir í raun fátt á móti því.

En snúum okkur þá að þeim sem telja að við séum sálarlaus. Þeir gera ráð fyrir því að við lútum vilja annars stjórnanda. Þá er það annaðhvort þannig að við séum aðeins ímyndun stjórnanda eða þá að hann sé aðeins ímyndun okkar. Þar með sitjum við uppi með tvo möguleika: Að við séum í raun ekki til og séum þess vegna ímyndun hans, eða að við ímyndum okkur bara að hann sé til og þar með að við séum í raun til. Eftir nokkra umhugsun komst ég að því að báðar staðhæfingarnar standast:

Staðhæfing 1: Við erum í raun ekki til og lútum aðeins vilja stjórnandans. Þá ræður hann öllu og við engu. Þar sem ekkert mælir á móti þessu þá stenst staðhæfingin. Í raun getum við líka verið stjórnendurnir, því ef við stjórnum okkur, eins og mörg okkar telja að líklegt sjá, þá ráðum við auðvitað yfir okkur sjálfum!

Staðhæfing 2: Við erum til og þessi stjórnandi er aðeins persóna eða eitthvað annað í hugarheimi okkar. Þar með réðum við yfir stjórnandanum og ímynduðum okkur bara að réði yfir okkur. Þar sem ekkert mælir á móti þessu stenst þessi staðhæfing eins og sú fyrri.

Báðar staðhæfingarnar standast í raun í sama umhverfi. Það er hugsanlegt að við hugsum okkur þennan stjórnanda um leið og hann hugsi sér okkur. Þar með eru staðhæfingar 1 og 2 báðar svarið við spurningunni. Og þar sem staðhæfing 1 er sveigjanleg, þá er svarið í raun einnig sveigjanlegt þar sem staðhæfing 1 er hluti af svarinu.

Um þetta er einnig hægt að lesa í svörum við spurningunum:


Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna....