Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvernig urðu orkulindirnar til?

ÞV

Þetta er að sjálfsögðu mjög misjafnt eftir því um hvaða orkulind er verið að tala, samanber til dæmis svarið við spurningunni Hvar eru orkulindirnar?

Vatnsorkan verður til við það að "vatn fellur fram af steini" eða með öðrum orðum þegar vatnið sem fellur sem rigning eða snjór uppi á hálendinu leitar niður í móti og endar að lokum úti í sjó. Segja má að það sé í rauninni sólin sem býr þessa orku til þegar hún skín á hafið, sjórinn gufar upp og rakinn leitar með vindinum meðal annars inn yfir landið og fellur svo þar til jarðar.

Jarðhitinn verður til vegna eldvirkninnar inni í jörðinni. Vatn sem leitar niður í jörðina hitnar þar í snertingu við heitt berg og leitar svo jafnvel aftur upp af sjálfsdáðum, til dæmis í náttúrlegum hverum, eða þá að það kemur upp um borholur sem mennirnir gera. Þetta gerist eingöngu í löndum eins og Íslandi þar sem eldvirkni er, en til dæmis ekki í löndum eins og Danmörku eða Noregi þar sem berggrunnurinn er mjög gamall og engin eldfjöll eru.

Við höfum svarað því hvernig olía verður til í sérstöku svari um það, en kolin í jörðinni eru leifar af lífverum sem voru til fyrir óralöngu, jafnvel hundruðum ármilljóna.

Úran og önnur þung frumefni sem eru notuð í kjarnorkuverum hafa orðið til í sprengistjörnum úti í geimnum en um þær má lesa nánar í öðrum svörum hér á Vísindavefnum.

Sólin er uppspretta sólarorkunnar og auk þess má segja að hún eigi mikinn hlut í ýmsum þeim orkulindum sem taldar voru hér á undan. Sólin varð upphaflega til úr miklu ryk- og gasskýi úti í geimnum.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

16.4.2004

Spyrjandi

Erla Dís, f. 1991
Steinunn Marín, f. 1991
Álfheiður Björk, f. 1991
Benedikt Aron Guðnason, f. 1991

Tilvísun

ÞV. „Hvernig urðu orkulindirnar til?“ Vísindavefurinn, 16. apríl 2004. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4150.

ÞV. (2004, 16. apríl). Hvernig urðu orkulindirnar til? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4150

ÞV. „Hvernig urðu orkulindirnar til?“ Vísindavefurinn. 16. apr. 2004. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4150>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig urðu orkulindirnar til?
Þetta er að sjálfsögðu mjög misjafnt eftir því um hvaða orkulind er verið að tala, samanber til dæmis svarið við spurningunni Hvar eru orkulindirnar?

Vatnsorkan verður til við það að "vatn fellur fram af steini" eða með öðrum orðum þegar vatnið sem fellur sem rigning eða snjór uppi á hálendinu leitar niður í móti og endar að lokum úti í sjó. Segja má að það sé í rauninni sólin sem býr þessa orku til þegar hún skín á hafið, sjórinn gufar upp og rakinn leitar með vindinum meðal annars inn yfir landið og fellur svo þar til jarðar.

Jarðhitinn verður til vegna eldvirkninnar inni í jörðinni. Vatn sem leitar niður í jörðina hitnar þar í snertingu við heitt berg og leitar svo jafnvel aftur upp af sjálfsdáðum, til dæmis í náttúrlegum hverum, eða þá að það kemur upp um borholur sem mennirnir gera. Þetta gerist eingöngu í löndum eins og Íslandi þar sem eldvirkni er, en til dæmis ekki í löndum eins og Danmörku eða Noregi þar sem berggrunnurinn er mjög gamall og engin eldfjöll eru.

Við höfum svarað því hvernig olía verður til í sérstöku svari um það, en kolin í jörðinni eru leifar af lífverum sem voru til fyrir óralöngu, jafnvel hundruðum ármilljóna.

Úran og önnur þung frumefni sem eru notuð í kjarnorkuverum hafa orðið til í sprengistjörnum úti í geimnum en um þær má lesa nánar í öðrum svörum hér á Vísindavefnum.

Sólin er uppspretta sólarorkunnar og auk þess má segja að hún eigi mikinn hlut í ýmsum þeim orkulindum sem taldar voru hér á undan. Sólin varð upphaflega til úr miklu ryk- og gasskýi úti í geimnum....