Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvað eru mörg ríki í Norður- og Suður-Ameríku?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Hvaða ríki teljast til Norður-Ameríku og hver til Suður-Ameríku fer aðallega eftir skilgreiningum á landsvæðunum. Einnig skiptir máli hvort eingöngu eru talin sjálfstæð ríki eða hvort öll lönd, burtséð frá því hvort þau hafa fullt sjálfstæði eða ekki, teljast með.

Löng hefð er fyrir því að skipta Ameríku í tvær heimsálfur og liggja mörkin á milli þeirra um Panamaeiðið. Panama og öll ríki norðan við það tilheyra þá Norður-Ameríku. Þegar þessi skipting er notuð er venjan að telja eyjar Karíbahafsins líka til Norður-Ameríku.

Miðað við ofangreind mörk á milli heimsálfanna eru 23 sjálfstæði ríki í Norður-Ameríku auk 14 landa sem lúta stjórn annarra ríkja. Þau eru:

Norður-Ameríka (sjálfstæð ríki):

  • Antígva og Barbúda
  • Bahamaeyjar
  • Bandaríkin
  • Barbados
  • Belís
  • Dóminíka
  • Dóminíska lýðveldið
  • El Salvador
  • Grenada
  • Gvatemala
  • Haítí
  • Hondúras
  • Jamaíka
  • Kanada
  • Kosta Ríka
  • Kúba
  • Mexíkó
  • Nikaragúa
  • Panama
  • Sankti Kristófer og Nevis
  • Sankti Lúsía
  • Sankti Vinsent og Grenadíneyjar
  • Trínidad og Tóbagó

Norður-Ameríka (ríki sem ekki hafa fullt sjálfstæði):

  • Angvilla (Bretland)
  • Arúba (Holland)
  • Bandarísku Jómfrúaeyjar (Bandaríkin)
  • Bermúda (Bretland)
  • Bresku Jómfrúaeyjar (Bretland)
  • Caymaneyjar (Bretland)
  • Grænland (Danmörk)
  • Gvadelúpeyjar (Frakkland)
  • Hollensku Antillur (Holland)
  • Martiník (Frakkland)
  • Montserrat (Bretland)
  • Púertó Ríkó (Bandaríkin)
  • Sankti Pierre og Miquelon (Frakkland)
  • Turks- og Caicoseyjar (Bretland)


Norður- og Suður-Ameríka

Til Suður-Ameríku teljast 12 sjálfstæð ríki auk tveggja landa sem heyra undir önnur ríki. Þau eru:

Suður-Ameríka (sjálfstæð ríki):
  • Argentína
  • Bólivía
  • Brasilía
  • Chile
  • Ekvador
  • Gvæjana
  • Kólumbía
  • Paragvæ
  • Perú
  • Súrínam
  • Úrúgvæ
  • Venesúela

Suður-Ameríka (ríki sem ekki hafa fullt sjálfstæði):

  • Falklandseyjar (Bretland)
  • Franska Gínea (Frakkland)

Einhver kann að reka upp stór augu þegar þessir listar hér að ofan eru skoðaðir. Í hugum margra er Norður-Ameríka fyrst og fremst Bandaríkin, Kanada og ef til vill Mexíkó, en ríki eins og til dæmis El Salvador, Nikaragúa eða Sankti Lúsía koma sjaldnar upp í hugann. Það helgast sjálfsagt af því að við erum nokkuð vön að flokka lönd Ameríku í svæði sem ekki endilega fylgja mörkum heimsálfanna. Hugtakið Mið-Ameríka er til dæmis oft notað um syðsta hluta Norður-Ameríku eða það svæði sem tengir saman meginlönd Norður- og Suður-Ameríku. Annað hugtak sem gjarnan er notað er Rómanska Ameríka, en það tekur til Mexíkó, Mið- og Suður-Ameríku. Nánar má lesa um þetta í svari sama höfundar við spurningunni Í hvaða heimsálfu er Mexíkó?

Á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna er að finna lista yfir lönd Ameríku þar sem þeim er skipt niður í Norður-, Mið- og Suður-Ameríku og eyjar Karíbahafsins. Samkvæmt þeirri skiptingu eru 5 lönd í Norður-Ameríku, 8 í Mið-Ameríku, 14 í Suður-Ameríku og 24 lönd teljast til Karíbahafseyja. Með því að smella hér má sjá hvaða lönd tilheyra hverju svæði þegar þessi skipting er notuð.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

19.4.2004

Spyrjandi

Elvar Guðmundsson, f. 1989
Petra Pétursdóttir, f. 1989

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvað eru mörg ríki í Norður- og Suður-Ameríku? “ Vísindavefurinn, 19. apríl 2004. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4154.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2004, 19. apríl). Hvað eru mörg ríki í Norður- og Suður-Ameríku? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4154

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvað eru mörg ríki í Norður- og Suður-Ameríku? “ Vísindavefurinn. 19. apr. 2004. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4154>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru mörg ríki í Norður- og Suður-Ameríku?
Hvaða ríki teljast til Norður-Ameríku og hver til Suður-Ameríku fer aðallega eftir skilgreiningum á landsvæðunum. Einnig skiptir máli hvort eingöngu eru talin sjálfstæð ríki eða hvort öll lönd, burtséð frá því hvort þau hafa fullt sjálfstæði eða ekki, teljast með.

Löng hefð er fyrir því að skipta Ameríku í tvær heimsálfur og liggja mörkin á milli þeirra um Panamaeiðið. Panama og öll ríki norðan við það tilheyra þá Norður-Ameríku. Þegar þessi skipting er notuð er venjan að telja eyjar Karíbahafsins líka til Norður-Ameríku.

Miðað við ofangreind mörk á milli heimsálfanna eru 23 sjálfstæði ríki í Norður-Ameríku auk 14 landa sem lúta stjórn annarra ríkja. Þau eru:

Norður-Ameríka (sjálfstæð ríki):

  • Antígva og Barbúda
  • Bahamaeyjar
  • Bandaríkin
  • Barbados
  • Belís
  • Dóminíka
  • Dóminíska lýðveldið
  • El Salvador
  • Grenada
  • Gvatemala
  • Haítí
  • Hondúras
  • Jamaíka
  • Kanada
  • Kosta Ríka
  • Kúba
  • Mexíkó
  • Nikaragúa
  • Panama
  • Sankti Kristófer og Nevis
  • Sankti Lúsía
  • Sankti Vinsent og Grenadíneyjar
  • Trínidad og Tóbagó

Norður-Ameríka (ríki sem ekki hafa fullt sjálfstæði):

  • Angvilla (Bretland)
  • Arúba (Holland)
  • Bandarísku Jómfrúaeyjar (Bandaríkin)
  • Bermúda (Bretland)
  • Bresku Jómfrúaeyjar (Bretland)
  • Caymaneyjar (Bretland)
  • Grænland (Danmörk)
  • Gvadelúpeyjar (Frakkland)
  • Hollensku Antillur (Holland)
  • Martiník (Frakkland)
  • Montserrat (Bretland)
  • Púertó Ríkó (Bandaríkin)
  • Sankti Pierre og Miquelon (Frakkland)
  • Turks- og Caicoseyjar (Bretland)


Norður- og Suður-Ameríka

Til Suður-Ameríku teljast 12 sjálfstæð ríki auk tveggja landa sem heyra undir önnur ríki. Þau eru:

Suður-Ameríka (sjálfstæð ríki):
  • Argentína
  • Bólivía
  • Brasilía
  • Chile
  • Ekvador
  • Gvæjana
  • Kólumbía
  • Paragvæ
  • Perú
  • Súrínam
  • Úrúgvæ
  • Venesúela

Suður-Ameríka (ríki sem ekki hafa fullt sjálfstæði):

  • Falklandseyjar (Bretland)
  • Franska Gínea (Frakkland)

Einhver kann að reka upp stór augu þegar þessir listar hér að ofan eru skoðaðir. Í hugum margra er Norður-Ameríka fyrst og fremst Bandaríkin, Kanada og ef til vill Mexíkó, en ríki eins og til dæmis El Salvador, Nikaragúa eða Sankti Lúsía koma sjaldnar upp í hugann. Það helgast sjálfsagt af því að við erum nokkuð vön að flokka lönd Ameríku í svæði sem ekki endilega fylgja mörkum heimsálfanna. Hugtakið Mið-Ameríka er til dæmis oft notað um syðsta hluta Norður-Ameríku eða það svæði sem tengir saman meginlönd Norður- og Suður-Ameríku. Annað hugtak sem gjarnan er notað er Rómanska Ameríka, en það tekur til Mexíkó, Mið- og Suður-Ameríku. Nánar má lesa um þetta í svari sama höfundar við spurningunni Í hvaða heimsálfu er Mexíkó?

Á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna er að finna lista yfir lönd Ameríku þar sem þeim er skipt niður í Norður-, Mið- og Suður-Ameríku og eyjar Karíbahafsins. Samkvæmt þeirri skiptingu eru 5 lönd í Norður-Ameríku, 8 í Mið-Ameríku, 14 í Suður-Ameríku og 24 lönd teljast til Karíbahafseyja. Með því að smella hér má sjá hvaða lönd tilheyra hverju svæði þegar þessi skipting er notuð.

Heimildir og mynd: