Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Er hægt að labba upp á topp á Drangajökli?

EDS

Hæsta bunga Drangajökuls kallast Jökulbunga, 925 metra yfir sjávarmáli. Hægt er að velja um nokkrar leiðir upp á jökulinn og að Jökulbungu eins og lesa má um í ferðalýsingum Gísla Hjartarsonar leiðsögumanns á Ísafirði sem finna má á fréttavefnum bb.is.

Einn möguleiki er að hefja gönguna í Kaldalóni við Ísafjarðardjúp og er lýsing Gísla um þá leið að Jökulbungu eftirfarandi:
Þegar farið er upp úr Lóninu liggur leiðin frá brúnni yfir Mórillu inn með norðurhlíð dalsins í brekkurótum. Þegar kemur inn fyrir Keggsir, sem er klettahöfði í hlíðinni, er lagt í brattann þar sem snjóskafl einn nær venjulega niður undir láglendi Kaldalóns. Er skaflinn genginn inn og upp hlíðina og þegar upp kemur blasa við tvær klettahæðir eða holt. Heita þar Jökulholt og eru þau í um 400 metra hæð yfir sjávarmáli. Þegar þangað er komið blasir sjálfur jökullinn við framundan. Frá Jökulholtum er stutt upp á Jökulbungu.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

29.4.2004

Spyrjandi

Ísleifur Diego, f. 1993

Tilvísun

EDS. „Er hægt að labba upp á topp á Drangajökli?“ Vísindavefurinn, 29. apríl 2004. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4189.

EDS. (2004, 29. apríl). Er hægt að labba upp á topp á Drangajökli? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4189

EDS. „Er hægt að labba upp á topp á Drangajökli?“ Vísindavefurinn. 29. apr. 2004. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4189>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er hægt að labba upp á topp á Drangajökli?
Hæsta bunga Drangajökuls kallast Jökulbunga, 925 metra yfir sjávarmáli. Hægt er að velja um nokkrar leiðir upp á jökulinn og að Jökulbungu eins og lesa má um í ferðalýsingum Gísla Hjartarsonar leiðsögumanns á Ísafirði sem finna má á fréttavefnum bb.is.

Einn möguleiki er að hefja gönguna í Kaldalóni við Ísafjarðardjúp og er lýsing Gísla um þá leið að Jökulbungu eftirfarandi:
Þegar farið er upp úr Lóninu liggur leiðin frá brúnni yfir Mórillu inn með norðurhlíð dalsins í brekkurótum. Þegar kemur inn fyrir Keggsir, sem er klettahöfði í hlíðinni, er lagt í brattann þar sem snjóskafl einn nær venjulega niður undir láglendi Kaldalóns. Er skaflinn genginn inn og upp hlíðina og þegar upp kemur blasa við tvær klettahæðir eða holt. Heita þar Jökulholt og eru þau í um 400 metra hæð yfir sjávarmáli. Þegar þangað er komið blasir sjálfur jökullinn við framundan. Frá Jökulholtum er stutt upp á Jökulbungu.
...