Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Eru draugar til?

EDS

Í fróðlegu svari Sigurðar J. Grétarssonar við spurningunni Eru einhverjar sannanir um tilvist drauga og annara slíkra anda? segir meðal annars:
Langflestir hallast að því að draugagang megi skýra með missýningum og oftúlkunum og blekkingum af ýmsu tagi. En fáir neita því þó að sú menning sem fólk elst upp við beinir sjónum þess í ýmsar slíkar áttir, og í sumum samfélögum er það á mörkum lækninga, íþrótta og trúar að magna upp drauga meðal trúgjarnra þannig að eftir sé tekið. Draugagangur kann í þeim skilningi að eiga sér einhvern tilgang. En engum sögum fer af draugum sem náttúrufyrirbærum sem eiga sér staðfesta tilvist.

Niðurstaðan er sem sagt sú að ekki eru til neinar vísindalegar sannanir fyrir því að draugar séu til.

Áhugasamir eru eindregið hvattir til að kynna sér svar Sigurðar í heild sinni.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

4.5.2004

Spyrjandi

Vala Sif Magnúsdóttir, f. 1992

Efnisorð

Tilvísun

EDS. „Eru draugar til?“ Vísindavefurinn, 4. maí 2004. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4220.

EDS. (2004, 4. maí). Eru draugar til? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4220

EDS. „Eru draugar til?“ Vísindavefurinn. 4. maí. 2004. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4220>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru draugar til?
Í fróðlegu svari Sigurðar J. Grétarssonar við spurningunni Eru einhverjar sannanir um tilvist drauga og annara slíkra anda? segir meðal annars:

Langflestir hallast að því að draugagang megi skýra með missýningum og oftúlkunum og blekkingum af ýmsu tagi. En fáir neita því þó að sú menning sem fólk elst upp við beinir sjónum þess í ýmsar slíkar áttir, og í sumum samfélögum er það á mörkum lækninga, íþrótta og trúar að magna upp drauga meðal trúgjarnra þannig að eftir sé tekið. Draugagangur kann í þeim skilningi að eiga sér einhvern tilgang. En engum sögum fer af draugum sem náttúrufyrirbærum sem eiga sér staðfesta tilvist.

Niðurstaðan er sem sagt sú að ekki eru til neinar vísindalegar sannanir fyrir því að draugar séu til.

Áhugasamir eru eindregið hvattir til að kynna sér svar Sigurðar í heild sinni.

...