Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er Lagarfljótsormurinn til?

Lagarfljótsormurinn er vatnaskrímsli sem á að hafast við í Lagarfljóti á Fljótsdalshéraði. Hans er fyrst getið í annálum árið 1345.

Skrímsli og ófreskjur eru ekki vísindaleg hugtök heldur tengjast þau hinu yfirnáttúrulega. Ein grein vísinda fæst þó við ófreskjur en það er svonefnd skrímslafræði eða duldýrafræði. Hún er í rauninni einn angi þeirra fræða sem fjalla um þjóðsögur og þjóðtrú. Þeir sem stunda þau fræði trúa því ekkert endilega að skrímsli eða furðudýr séu til í raun og veru en vilja hins vegar rannsaka viðhorf fólks til slíkra „fyrirbæra“ fyrr og nú.

Lagarfljótsormurinn er þannig dæmi um viðfangsefni skrímslafræði en ekki dýrafræði. Engin sönnun er til um tilvist hans.

Hægt er að lesa meira um skrímslafræði í svari Unnars Árnasonar við spurningunni Eru til einhverjar staðfestar heimildir um ófreskjur?

Útgáfudagur

7.5.2004

Spyrjandi

Albert Leifur, f. 1993, Jóhann Hermannsson

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Tilvísun

JGÞ. „Er Lagarfljótsormurinn til?“ Vísindavefurinn, 7. maí 2004. Sótt 23. júlí 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=4237.

JGÞ. (2004, 7. maí). Er Lagarfljótsormurinn til? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4237

JGÞ. „Er Lagarfljótsormurinn til?“ Vísindavefurinn. 7. maí. 2004. Vefsíða. 23. júl. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4237>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Páll Björnsson

1961

Páll Björnsson er prófessor í nútímafræði og sagnfræði við Félagsvísinda- og lagadeild HA. Páll hefur komið víða við í rannsóknum sínum en þær hafa verið á sviði nútímasögu.