Sólin Sólin Rís 09:01 • sest 18:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:51 • Sest 10:05 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:38 • Síðdegis: 18:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:59 • Síðdegis: 24:01 í Reykjavík

Hvaða sannanir eru fyrir því að Aristóteles hafi verið til?

ÞV

Vissulega getur verið ástæða til að staldra við svona spurningar og hugleiða þær, ekki síst þegar um er að ræða mann sem á að hafa verið til fyrir rúmum 2300 árum. En í hans tilviki er þó kannski minni ástæða til að spyrja en um marga aðra frá svipuðum tíma.

Gríski heimspekingurinn Aristóteles (384-322 f.Kr.) var afkastamikill höfundur sem skrifaði margar bækur og ýmsar þeirra týndust. Þær sem eftir standa urðu ekki þekktar fyrr en um þremur öldum eftir að hann var uppi. En á hinn bóginn er ýmislegt vitað um ævi hans sem var býsna söguleg. Meðal annars var hann einkakennari Alexanders sem var sonur Filippusar Makedóníukonungs og var síðar kallaður Alexander mikli (356-323 f. Kr.). Hægt er að fræðast miklu meira um Aristóteles og Alexander með því að setja nöfn þeirra inn í leitarvél Vísindavefsins efst til hægri á skjámyndinni.

Höfundarverk Aristótelesar myndar að verulegu leyti eina heild þar sem tekið er á skipulegan hátt á ýmsum málum sem menn voru þá að taka eftir í umhverfi sínu og í mannlegri hugsun. Ritin bera sterk höfundareinkenni þannig að lítill vafi er á því að þau séu eftir einn og sama manninn. Þeir sem vilja efast geta hins vegar kannski sett pínulítið spurningamerki við það að þetta hafi endilega verið sami maðurinn og sá sem kenndi Alexander í æsku. En alltént verður myndin ekki einfaldari við slíka breytingu!

Mynd:

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

11.5.2004

Spyrjandi

Helga Björnsdóttir

Tilvísun

ÞV. „Hvaða sannanir eru fyrir því að Aristóteles hafi verið til?“ Vísindavefurinn, 11. maí 2004. Sótt 22. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4247.

ÞV. (2004, 11. maí). Hvaða sannanir eru fyrir því að Aristóteles hafi verið til? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4247

ÞV. „Hvaða sannanir eru fyrir því að Aristóteles hafi verið til?“ Vísindavefurinn. 11. maí. 2004. Vefsíða. 22. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4247>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða sannanir eru fyrir því að Aristóteles hafi verið til?
Vissulega getur verið ástæða til að staldra við svona spurningar og hugleiða þær, ekki síst þegar um er að ræða mann sem á að hafa verið til fyrir rúmum 2300 árum. En í hans tilviki er þó kannski minni ástæða til að spyrja en um marga aðra frá svipuðum tíma.

Gríski heimspekingurinn Aristóteles (384-322 f.Kr.) var afkastamikill höfundur sem skrifaði margar bækur og ýmsar þeirra týndust. Þær sem eftir standa urðu ekki þekktar fyrr en um þremur öldum eftir að hann var uppi. En á hinn bóginn er ýmislegt vitað um ævi hans sem var býsna söguleg. Meðal annars var hann einkakennari Alexanders sem var sonur Filippusar Makedóníukonungs og var síðar kallaður Alexander mikli (356-323 f. Kr.). Hægt er að fræðast miklu meira um Aristóteles og Alexander með því að setja nöfn þeirra inn í leitarvél Vísindavefsins efst til hægri á skjámyndinni.

Höfundarverk Aristótelesar myndar að verulegu leyti eina heild þar sem tekið er á skipulegan hátt á ýmsum málum sem menn voru þá að taka eftir í umhverfi sínu og í mannlegri hugsun. Ritin bera sterk höfundareinkenni þannig að lítill vafi er á því að þau séu eftir einn og sama manninn. Þeir sem vilja efast geta hins vegar kannski sett pínulítið spurningamerki við það að þetta hafi endilega verið sami maðurinn og sá sem kenndi Alexander í æsku. En alltént verður myndin ekki einfaldari við slíka breytingu!

Mynd:...