Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er vatnið blautt?

Í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við sömu spurningu segir meðal annars:
Svarið er að þetta felst í merkingu orðanna sem menn hafa valið að hafa um þessa hluti. Fljótandi vatn er blautt af sömu ástæðu og sykurinn er sætur, saltið er salt á bragðið og piparsveinar eru ógiftir. Þetta sést kannski enn betur ef við segjum að vatnið sé vott, því að orðið 'votur' er samstofna við 'vatn' og þá verður málið alveg eins og með saltið.
Í lok svarsins segir Þorsteinn ennfremur:
En kjarni málsins er sá að vatnið er blautt af því að orðið 'blautur' er það sem menn hafa valið að nota um þann eiginleika hlutar að fljótandi vatn sé í honum eða á honum.

Fljótandi vatn er blautt af sömu ástæðu og sykurinn er sætur, saltið er salt á bragðið og piparsveinar eru ógiftir.

Áhugasömum er bent á að lesa svarið í heild sinni, en einnig á eftirfarandi svör, sem þó eru mis-alvarleg:

Mynd:

Útgáfudagur

27.5.2004

Spyrjandi

Erna Pálsdóttir, Sara B., Bryndís

Efnisorð

Höfundur

háskólanemi og starfsmaður Vísindavefsins

Tilvísun

EÖÞ. „Af hverju er vatnið blautt?“ Vísindavefurinn, 27. maí 2004. Sótt 29. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=4282.

EÖÞ. (2004, 27. maí). Af hverju er vatnið blautt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4282

EÖÞ. „Af hverju er vatnið blautt?“ Vísindavefurinn. 27. maí. 2004. Vefsíða. 29. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4282>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Sverrir Jakobsson

1970

Sverrir Jakobsson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur meðal annars rannsakað heimsmynd Íslendinga á miðöldum og pólitíska sögu 12. og 13. aldar. Sverrir hefur verið virkur í ýmsum fjölfaglegum og fjölþjóðlegum rannsóknarverkefnum og stjórnaði fjölfaglegu verkefni um sögu Breiðfirðinga.