Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hægt að kveikja eld með vatni?

Emelía Eiríksdóttir

Flestir vita að vatn kemur að góði gagni við að slökkva venjulegan eld og því hljómar það fráleitt að vatn geti kveikt eld. En það eru til aðstæður þar sem eldur getur kviknað vegna vatns.

Eldur af völdum efnahvarfa við vatn

Nokkur efni eru þekkt fyrir að valda eldi ef þau komast í tæri við vatn. Eitt þekktasta dæmið er natrínmálmur. Ef nógu stórt stykki af natrínmálmi er sett út í vatn getur kviknað eldur. Það er þó ekki svo að vatnið sjálft brenni heldur hvarfast málmurinn við vatnið og myndar vetnisgas eins og sést á eftirfarandi efnajöfnu:

$$ 2 Na_{(s)} + 2 H_{2}O_{(g)} \rightarrow 2 NaOH_{(s)} + H_{2 (g)} $$

Efnahvarfið er afar útvermið, það er að segja það losnar mikill hiti við hvarfið, sem verður til þess að það kviknar í vetninu og hægt er að greina dauft grænblátt ljós; loginn er þó stundum gulur ef natrín-jónir úr vatnslausninni lenda í loganum.

Önnur efni sem geta valdið eldi þegar þeim er blandað við vatn eru til dæmis kalínmálmur (e. potassium metal), litín-álhýdríð (e. lithium aluminum hydride), kalsín-hýdríð, kalín-hýdríð og mörg svonefnd Grignard-efnasambönd (e. Grignard reagents).

Safnlinsur úr vatni

Glær, kúpt ílát sem eru fyllt með vatni geta virkað sem safnlinsur. Þegar sólarljós skín í gegnum þessi ílát safnast ljósið saman í brennipunkti og getur þá kviknað í hlutum að því tilskyldu að þeir séu í brennipunktinum. Plastflaska (helst án áferðar), ljósapera (glópera) og plastfilma sem er mótuð í kúlu eru dæmi um ílát sem hægt er að nota til verksins. Á þennan hátt getur vatn stuðlað að því að vatnsfylltu ílátin virki eins og stækkunargler. Jafnvel glær, kúptur ísmoli getur virkað á sama hátt.

Þegar sólarljós skín í gegnum safnlinsu safnast ljósið saman í brennipunkti og getur þá kviknað í hlutum sem eru í brennipunktinum.

Vatnsgufa

Við höfum margoft séð vatnsgufu og vitum að við getum brennt okkur á henni. Venjuleg vatnsgufa er hins vegar vanalega ekki hættuleg að öðru leyti, hún er til dæmis ekki nægilega heit til að kveikja í hlutum í umhverfi okkar. En það er hægt að hita vatnsgufu þannig að hún verði töluvert heitari en 100°C. Ef vatn er látið sjóða í flösku sem er tengd við rör (til dæmis koparrör eða glerrör) og þetta rör er hitað með gasbrennara (Bunsen-brennara) nær vatnsgufan um 200°C hita; þetta hitastig er nægilegt til að það kvikni á eldspýtu eða pappír sem er haldið við op glerrörsins. Þetta má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan.

Heimildir:
  • The Action Lab. Is it Possible To Light a Match With Really Hot Water?. Sótt 28.04.20 af youtube.com
  • chemguide.Reactions of the Group 1 Elements with Water. Sótt 28.04.20 af chemguide.co.uk
  • Environmental Health & Safety for the Energy Technologies Area. Common Water Reactive Chemicals. Sótt 28.04.20 af eta-safety.lbl.gov
  • Instructables Online. 5 Ways to start a Fire using Water. Sótt 28.04.20 af instructables.com
  • M.I.T. Common Pyrophoric and Water-Reactive Chemicals at MIT. Sótt 28.04.20 af labcoats.mit.edu
  • Rich M. Unusual way to actually start a Fire with Water. Sótt 28.04.20 af offthegridnews.com
  • Steven Sprangler. Superheated Steam. Sótt 28.04.20 af stevenspranglerscience.com
  • Web Elements. Sodium: reactions of elements. Sótt 28.04.20 af webelements.com

Mynd:

Höfundur

Emelía Eiríksdóttir

efnafræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

7.5.2020

Spyrjandi

Lovisa, ritstjórn

Tilvísun

Emelía Eiríksdóttir. „Er hægt að kveikja eld með vatni?“ Vísindavefurinn, 7. maí 2020, sótt 14. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=79324.

Emelía Eiríksdóttir. (2020, 7. maí). Er hægt að kveikja eld með vatni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=79324

Emelía Eiríksdóttir. „Er hægt að kveikja eld með vatni?“ Vísindavefurinn. 7. maí. 2020. Vefsíða. 14. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=79324>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hægt að kveikja eld með vatni?
Flestir vita að vatn kemur að góði gagni við að slökkva venjulegan eld og því hljómar það fráleitt að vatn geti kveikt eld. En það eru til aðstæður þar sem eldur getur kviknað vegna vatns.

Eldur af völdum efnahvarfa við vatn

Nokkur efni eru þekkt fyrir að valda eldi ef þau komast í tæri við vatn. Eitt þekktasta dæmið er natrínmálmur. Ef nógu stórt stykki af natrínmálmi er sett út í vatn getur kviknað eldur. Það er þó ekki svo að vatnið sjálft brenni heldur hvarfast málmurinn við vatnið og myndar vetnisgas eins og sést á eftirfarandi efnajöfnu:

$$ 2 Na_{(s)} + 2 H_{2}O_{(g)} \rightarrow 2 NaOH_{(s)} + H_{2 (g)} $$

Efnahvarfið er afar útvermið, það er að segja það losnar mikill hiti við hvarfið, sem verður til þess að það kviknar í vetninu og hægt er að greina dauft grænblátt ljós; loginn er þó stundum gulur ef natrín-jónir úr vatnslausninni lenda í loganum.

Önnur efni sem geta valdið eldi þegar þeim er blandað við vatn eru til dæmis kalínmálmur (e. potassium metal), litín-álhýdríð (e. lithium aluminum hydride), kalsín-hýdríð, kalín-hýdríð og mörg svonefnd Grignard-efnasambönd (e. Grignard reagents).

Safnlinsur úr vatni

Glær, kúpt ílát sem eru fyllt með vatni geta virkað sem safnlinsur. Þegar sólarljós skín í gegnum þessi ílát safnast ljósið saman í brennipunkti og getur þá kviknað í hlutum að því tilskyldu að þeir séu í brennipunktinum. Plastflaska (helst án áferðar), ljósapera (glópera) og plastfilma sem er mótuð í kúlu eru dæmi um ílát sem hægt er að nota til verksins. Á þennan hátt getur vatn stuðlað að því að vatnsfylltu ílátin virki eins og stækkunargler. Jafnvel glær, kúptur ísmoli getur virkað á sama hátt.

Þegar sólarljós skín í gegnum safnlinsu safnast ljósið saman í brennipunkti og getur þá kviknað í hlutum sem eru í brennipunktinum.

Vatnsgufa

Við höfum margoft séð vatnsgufu og vitum að við getum brennt okkur á henni. Venjuleg vatnsgufa er hins vegar vanalega ekki hættuleg að öðru leyti, hún er til dæmis ekki nægilega heit til að kveikja í hlutum í umhverfi okkar. En það er hægt að hita vatnsgufu þannig að hún verði töluvert heitari en 100°C. Ef vatn er látið sjóða í flösku sem er tengd við rör (til dæmis koparrör eða glerrör) og þetta rör er hitað með gasbrennara (Bunsen-brennara) nær vatnsgufan um 200°C hita; þetta hitastig er nægilegt til að það kvikni á eldspýtu eða pappír sem er haldið við op glerrörsins. Þetta má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan.

Heimildir:
  • The Action Lab. Is it Possible To Light a Match With Really Hot Water?. Sótt 28.04.20 af youtube.com
  • chemguide.Reactions of the Group 1 Elements with Water. Sótt 28.04.20 af chemguide.co.uk
  • Environmental Health & Safety for the Energy Technologies Area. Common Water Reactive Chemicals. Sótt 28.04.20 af eta-safety.lbl.gov
  • Instructables Online. 5 Ways to start a Fire using Water. Sótt 28.04.20 af instructables.com
  • M.I.T. Common Pyrophoric and Water-Reactive Chemicals at MIT. Sótt 28.04.20 af labcoats.mit.edu
  • Rich M. Unusual way to actually start a Fire with Water. Sótt 28.04.20 af offthegridnews.com
  • Steven Sprangler. Superheated Steam. Sótt 28.04.20 af stevenspranglerscience.com
  • Web Elements. Sodium: reactions of elements. Sótt 28.04.20 af webelements.com

Mynd:

...