Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju slokknar eldur ef maður sprautar vatni á hann?

JGÞ

Eins og flestir vita hentar vatn yfirleitt vel til þess að slökkva eld. Ástæðan er sú að vatnið kælir bæði eldinn og eldsmatinn ákaflega vel og einnig hindrar vatnið aðgang súrefnis að eldinum.

Mikla orku þarf til að breyta vatni í gufu. Það geta allir reynt með því að setja pott með lítra af vatni á eldavélarhellu sem kveikt er á. Vatnið er lengi að gufa upp með þeim hætti. Það er þessi eiginleiki vatnsins sem gagnast til að slökkva eld. Þegar vatninu er skvett á eldinn hitnar það og gufar upp en um leið kólnar eldurinn og eldsmaturinn.


Vatni úðað á skógareld úr þyrflu.

Að vísu hentar vatn ekki til að slökkva alla elda því sum efni brenna í vatni með því að rífa til sín súrefnið úr vatninu. Hægt er að lesa meira um þess háttar bruna í svari Sigríðar Jónsdóttur við spurningunni Af hverju brennur natrín þegar það snertir vatn?

Heimild og frekara lesefni:

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

14.4.2009

Spyrjandi

Hjörtur Logi Hafsteinsson, f. 1996

Tilvísun

JGÞ. „Af hverju slokknar eldur ef maður sprautar vatni á hann?“ Vísindavefurinn, 14. apríl 2009, sótt 13. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=52128.

JGÞ. (2009, 14. apríl). Af hverju slokknar eldur ef maður sprautar vatni á hann? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=52128

JGÞ. „Af hverju slokknar eldur ef maður sprautar vatni á hann?“ Vísindavefurinn. 14. apr. 2009. Vefsíða. 13. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=52128>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju slokknar eldur ef maður sprautar vatni á hann?
Eins og flestir vita hentar vatn yfirleitt vel til þess að slökkva eld. Ástæðan er sú að vatnið kælir bæði eldinn og eldsmatinn ákaflega vel og einnig hindrar vatnið aðgang súrefnis að eldinum.

Mikla orku þarf til að breyta vatni í gufu. Það geta allir reynt með því að setja pott með lítra af vatni á eldavélarhellu sem kveikt er á. Vatnið er lengi að gufa upp með þeim hætti. Það er þessi eiginleiki vatnsins sem gagnast til að slökkva eld. Þegar vatninu er skvett á eldinn hitnar það og gufar upp en um leið kólnar eldurinn og eldsmaturinn.


Vatni úðað á skógareld úr þyrflu.

Að vísu hentar vatn ekki til að slökkva alla elda því sum efni brenna í vatni með því að rífa til sín súrefnið úr vatninu. Hægt er að lesa meira um þess háttar bruna í svari Sigríðar Jónsdóttur við spurningunni Af hverju brennur natrín þegar það snertir vatn?

Heimild og frekara lesefni:

Mynd:...