Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Eru til manneskjur á plánetum í öðrum sólkerfum sem eru eins og við erum í útliti?

EDS

Þó ekki séu til staðfest dæmi um líf á öðrum hnöttum þá útiloka vísindamenn ekki að líf sé að finna utan jarðarinnar. Nánar má lesa um þetta í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Eru til staðfest dæmi þess að geimverur séu til?

Þorsteinn hefur einnig svarað spurningunni Búa grænar geimverur á Mars? og bendir þar á að hugmyndir um að geimverur líkist okkur mönnunum séu dæmi um sjálfsmiðjun mannanna, það er að segja þá tilhneigingu manna að setja sjálfa sig í miðjuna, líta á sig sem hápunkt sköpunarverksins og svo framvegis. Niðurstaða hans er sú að þó líf kunni að finnast utan jarðar þá:
... er engin ástæða til að ætla að það líf mundi líkjast manninum eða öðrum þróuðum tegundum lífs hér á jörðinni. Jafnvel þótt við fyndum reikistjörnu þar sem ytri aðstæður væru mjög svipaðar og á jörðinni, þá er samkvæmt þróunarkenningunni engin ástæða til að ætla að þróaðar tegundir yrðu eins og hér.

Áhugsömum er bent á að kynna sér þessi svör Þorsteins í heild svo og önnur svör um geimverur sem finna má með því að nota leitarvélina á forsíðu vefsins.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

27.5.2004

Spyrjandi

Jóhann Eiríksson, f. 1992

Efnisorð

Tilvísun

EDS. „Eru til manneskjur á plánetum í öðrum sólkerfum sem eru eins og við erum í útliti?“ Vísindavefurinn, 27. maí 2004. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4287.

EDS. (2004, 27. maí). Eru til manneskjur á plánetum í öðrum sólkerfum sem eru eins og við erum í útliti? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4287

EDS. „Eru til manneskjur á plánetum í öðrum sólkerfum sem eru eins og við erum í útliti?“ Vísindavefurinn. 27. maí. 2004. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4287>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru til manneskjur á plánetum í öðrum sólkerfum sem eru eins og við erum í útliti?
Þó ekki séu til staðfest dæmi um líf á öðrum hnöttum þá útiloka vísindamenn ekki að líf sé að finna utan jarðarinnar. Nánar má lesa um þetta í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Eru til staðfest dæmi þess að geimverur séu til?

Þorsteinn hefur einnig svarað spurningunni Búa grænar geimverur á Mars? og bendir þar á að hugmyndir um að geimverur líkist okkur mönnunum séu dæmi um sjálfsmiðjun mannanna, það er að segja þá tilhneigingu manna að setja sjálfa sig í miðjuna, líta á sig sem hápunkt sköpunarverksins og svo framvegis. Niðurstaða hans er sú að þó líf kunni að finnast utan jarðar þá:
... er engin ástæða til að ætla að það líf mundi líkjast manninum eða öðrum þróuðum tegundum lífs hér á jörðinni. Jafnvel þótt við fyndum reikistjörnu þar sem ytri aðstæður væru mjög svipaðar og á jörðinni, þá er samkvæmt þróunarkenningunni engin ástæða til að ætla að þróaðar tegundir yrðu eins og hér.

Áhugsömum er bent á að kynna sér þessi svör Þorsteins í heild svo og önnur svör um geimverur sem finna má með því að nota leitarvélina á forsíðu vefsins. ...