Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju kallast Skuggahverfi svo? En Barónsstígur og Grjótaþorp?

Svavar Sigmundsson

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Í Sögustað við Sund segir Páll Líndal:
Skuggahverfi var upphaflega nafn á óskipulegu hverfi tómthúsbýla sem tóku að rísa snemma á 19. öld meðfram ströndinni austan núverandi Ingólfsstrætis og allt inn að Vitastíg, en norðan núverandi Laugavegar. (66)
Enn fremur segir Páll:
Skuggi hét tómthúsbýli sem reist var 1802-1803 í landi Arnarhóls, spölkorn suðaustan við Klöpp, nálægt því þar sem nú eru gatnamót Skúlagötu og Klapparstígs. Skuggi var fyrsta býlið sem reist var á þessum slóðum. (67)
Um 1845 var Skuggi kominn í eyði, en ekki er vitað með vissu hvernig nafnið er til komið. Nokkur kot risu í grennd við Skugga og var það upphaf Skuggahverfis. Hverfisgata dregur nafn sitt af Skuggahverfinu.

Barónsstígur er nefndur eftir frönskum barón, Charles Gouldrée Boilleau, sem kom til landsins 1898. Hann keypti Hvítárvelli í Borgarfirði og bjó þar um tíma. Árið eftir að hann kom til landsins byggði hann fjós, Barónsfjósið, á norðvestanverðu horni Hverfisgötu og þess stígs sem við hann er síðan kenndur.

Grjótaþorp er svæðið sem afmarkast af Aðalstræti, Túngötu, Garðastræti og Vesturgötu, og er það kennt við eina af hinum fornu hjáleigum Reykjavíkur, sem hét Grjóti. Bæjarhúsin eru talin hafa staðið þar sem Grjótagata 14 og 14b eru. Upp úr miðri 18. öld, eftir að Innréttingar fóru að starfa, byggðust upp nokkur tómthúsbýli í landi Grjóta og er það upphaf Grjótaþorpsins. Í landi býlisins var mikið grjót og var það notað við byggingu Dómkirkjunnar síðast á 18. öld og ónýttist þannig túnið.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Páll Líndal. Reykjavík. Sögustaður við Sund. 3. bindi, 1988, bls. 66-67
  • Páll Líndal. Reykjavík. Sögustaður við Sund. 1. bindi, 1986, bls. 80-81 og 174-178

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Útgáfudagur

3.6.2004

Spyrjandi

Skúli Óskar Kim

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Af hverju kallast Skuggahverfi svo? En Barónsstígur og Grjótaþorp?“ Vísindavefurinn, 3. júní 2004, sótt 19. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4313.

Svavar Sigmundsson. (2004, 3. júní). Af hverju kallast Skuggahverfi svo? En Barónsstígur og Grjótaþorp? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4313

Svavar Sigmundsson. „Af hverju kallast Skuggahverfi svo? En Barónsstígur og Grjótaþorp?“ Vísindavefurinn. 3. jún. 2004. Vefsíða. 19. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4313>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju kallast Skuggahverfi svo? En Barónsstígur og Grjótaþorp?
Í Sögustað við Sund segir Páll Líndal:

Skuggahverfi var upphaflega nafn á óskipulegu hverfi tómthúsbýla sem tóku að rísa snemma á 19. öld meðfram ströndinni austan núverandi Ingólfsstrætis og allt inn að Vitastíg, en norðan núverandi Laugavegar. (66)
Enn fremur segir Páll:
Skuggi hét tómthúsbýli sem reist var 1802-1803 í landi Arnarhóls, spölkorn suðaustan við Klöpp, nálægt því þar sem nú eru gatnamót Skúlagötu og Klapparstígs. Skuggi var fyrsta býlið sem reist var á þessum slóðum. (67)
Um 1845 var Skuggi kominn í eyði, en ekki er vitað með vissu hvernig nafnið er til komið. Nokkur kot risu í grennd við Skugga og var það upphaf Skuggahverfis. Hverfisgata dregur nafn sitt af Skuggahverfinu.

Barónsstígur er nefndur eftir frönskum barón, Charles Gouldrée Boilleau, sem kom til landsins 1898. Hann keypti Hvítárvelli í Borgarfirði og bjó þar um tíma. Árið eftir að hann kom til landsins byggði hann fjós, Barónsfjósið, á norðvestanverðu horni Hverfisgötu og þess stígs sem við hann er síðan kenndur.

Grjótaþorp er svæðið sem afmarkast af Aðalstræti, Túngötu, Garðastræti og Vesturgötu, og er það kennt við eina af hinum fornu hjáleigum Reykjavíkur, sem hét Grjóti. Bæjarhúsin eru talin hafa staðið þar sem Grjótagata 14 og 14b eru. Upp úr miðri 18. öld, eftir að Innréttingar fóru að starfa, byggðust upp nokkur tómthúsbýli í landi Grjóta og er það upphaf Grjótaþorpsins. Í landi býlisins var mikið grjót og var það notað við byggingu Dómkirkjunnar síðast á 18. öld og ónýttist þannig túnið.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Páll Líndal. Reykjavík. Sögustaður við Sund. 3. bindi, 1988, bls. 66-67
  • Páll Líndal. Reykjavík. Sögustaður við Sund. 1. bindi, 1986, bls. 80-81 og 174-178
...