Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 22:54 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 05:15 • Sest 05:53 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:28 • Síðdegis: 21:57 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:22 • Síðdegis: 15:29 í Reykjavík

Hver er útgefandi bókarinnar Róbinson Krúsó?

JGÞ

Fáar bækur hafa verið gefnar út oftar en sagan af Róbinson Krúsó eftir Englendinginn Daniel Defoe (1660-1731). Ein heimild telur að við lok 19. aldar, tæpum 200 árum eftir að sagan kom fyrst út, hafi verið til rúmlega 700 útgáfur af Róbinson Krúsó. Síðan þá hafa margfalt fleiri útgáfur af bókinni komið út og ómögulegt er að telja upp alla útgefendur hennar.

Fyrsta útgáfa sögunnar á íslensku kom út árið 1886 en það var rúmlega 100 síðna ágrip í þýðingu Steingríms Thorsteinsonar. Bókin kom út í Reykjavík en ekki er getið um útgefanda. Önnur útgáfa kom út árið 1917 og það var Ársæll Árnason sem gaf hana út.

Síðan þá hafa komið út margar útgáfur af Róbinson Krúsó, sú nýjasta er frá árinu 1992, gefin út af Námsgagnastofnun. Hægt er að fletta þeim upp í Gegni.

Eftirtaldir útgefendur gáfu út Róbinson Krúsó árið 1719, þegar bókin kom fyrst út:
  • J. Roberts
  • T. Cox
  • W. Taylor
Með því að fletta upp í gagnagrunni British Library er hægt að skoða frekari bókfræðiupplýsingar um fyrstu útgáfur af Róbinson Krúsó. Þá þarf að smella á 'Search', fylla inn þær upplýsingar sem sjást hér á myndinni og smella svo á 'Submit Search'.Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

7.6.2004

Spyrjandi

Rannveig Gauja, f. 1992

Tilvísun

JGÞ. „Hver er útgefandi bókarinnar Róbinson Krúsó?“ Vísindavefurinn, 7. júní 2004. Sótt 20. maí 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=4325.

JGÞ. (2004, 7. júní). Hver er útgefandi bókarinnar Róbinson Krúsó? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4325

JGÞ. „Hver er útgefandi bókarinnar Róbinson Krúsó?“ Vísindavefurinn. 7. jún. 2004. Vefsíða. 20. maí. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4325>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er útgefandi bókarinnar Róbinson Krúsó?
Fáar bækur hafa verið gefnar út oftar en sagan af Róbinson Krúsó eftir Englendinginn Daniel Defoe (1660-1731). Ein heimild telur að við lok 19. aldar, tæpum 200 árum eftir að sagan kom fyrst út, hafi verið til rúmlega 700 útgáfur af Róbinson Krúsó. Síðan þá hafa margfalt fleiri útgáfur af bókinni komið út og ómögulegt er að telja upp alla útgefendur hennar.

Fyrsta útgáfa sögunnar á íslensku kom út árið 1886 en það var rúmlega 100 síðna ágrip í þýðingu Steingríms Thorsteinsonar. Bókin kom út í Reykjavík en ekki er getið um útgefanda. Önnur útgáfa kom út árið 1917 og það var Ársæll Árnason sem gaf hana út.

Síðan þá hafa komið út margar útgáfur af Róbinson Krúsó, sú nýjasta er frá árinu 1992, gefin út af Námsgagnastofnun. Hægt er að fletta þeim upp í Gegni.

Eftirtaldir útgefendur gáfu út Róbinson Krúsó árið 1719, þegar bókin kom fyrst út:
  • J. Roberts
  • T. Cox
  • W. Taylor
Með því að fletta upp í gagnagrunni British Library er hægt að skoða frekari bókfræðiupplýsingar um fyrstu útgáfur af Róbinson Krúsó. Þá þarf að smella á 'Search', fylla inn þær upplýsingar sem sjást hér á myndinni og smella svo á 'Submit Search'....